Sveinn Guðmarsson hefur verið ráðinn fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsins en umsækjendum hefur verið tilkynnt um þetta í tölvupósti, samkvæmt heimildum Kjarnans, en 75 sóttust eftir starfinu.
Sveinn hefur verið upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar síðan í desember 2016 en þar áður starfaði hann hjá RÚV, Stöð2 og Fréttablaðinu, ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum. Sveinn tekur við af Urði Gunnarsdóttur.
Upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsins sinnir hinum ýmsum störfum ráðuneytisins, sem snerta samskipti við fjölmiðla, bæði hér á landi og erlendis, auk þess að koma að miðlun upplýsinga í gegnum vef og samfélagsmiðla, svo fátt eitt sé nefnt.
Utanríkisráðherra er Guðlaugur Þór Þórðarson.