Sveinn Guðmarsson nýr fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins

Umsækjendum hefur verið tilkynnt um að Sveinn hafi verið valinn úr hópi umsækjenda, en formleg tilkynning hefur ekki verið send út ennþá.

SveinnGuðmarsson100118
Auglýsing

Sveinn Guð­mars­son hefur verið ráð­inn fjöl­miðla­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyts­ins en umsækj­endum hefur verið til­kynnt um þetta í tölvu­pósti, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, en 75 sótt­ust eftir starf­in­u. 

Sveinn hefur verið upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unnar síðan í des­em­ber 2016 en þar áður starf­aði hann hjá RÚV, Stöð2 og Frétta­blað­inu, ásamt því að sinna ýmsum öðrum störf­um. Sveinn tekur við af Urði Gunn­ars­dótt­ur.

Upp­lýs­inga- og fjöl­miðla­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyts­ins sinnir hinum ýmsum störfum ráðu­neyt­is­ins, sem snerta sam­skipti við fjöl­miðla, bæði hér á landi og erlend­is, auk þess að koma að miðlun upp­lýs­inga í gegnum vef og sam­fé­lags­miðla, svo fátt eitt sé nefnt.

Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herra er Guð­laugur Þór Þórð­ar­son.

Meira úr sama flokkiInnlent