Stór hluti leikskóla skortir viðbragðsáætlun í tengslum við fæðuofnæmi

Fimm prósent leikskólabarna eru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol í Reykjavík samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var í Læknablaðinu á dögunum. Einnig kemur fram að 59 prósent leikskóla skorti viðbragðsáætlun í tengslum við fæðuofnæmi.

barn born rola leikskoli
Auglýsing

Fimm pró­sent leik­skóla­barna eru með fæðu­of­næmi og/eða fæðu­ó­þol í Reykja­vík, sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Enn fremur kemur fram í henni að 59 pró­sent leik­skóla skorti við­bragðs­á­ætlun í tengslum við fæðu­of­næmi.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem birt var í Lækna­blað­inu í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Tæpur helm­ingur leik­skól­anna, eða 41 pró­sent, var með við­bragðs­á­ætlun til að fara eftir ef barn skyldi fyrir slysni fá ofnæm­is­vaka með fæð­unni. Aðeins 55 pró­sent ­leik­skóla með barn með bráða­of­næmi sögðu allt starfs­fólk sitt þekkja ein­kenni ofnæm­iskasts og aðeins 64 pró­sent þeirra sögðu starfs­fólk sitt upp­lýst og þjálfað í við­brögðum við ofnæm­iskasti. Engin mark­tæk tengsl voru á milli mennt­unar leik­skóla­stjóra, starfs­manns í eld­húsi og fjölda barna á leik­skóla og hvernig staðið var að málum barna með fæðu­of­næmi/-ó­þol.

Auglýsing

Mjólk­ur­ó­þol algeng­ast

Algengi fæðu­of­næmis og fæðu­ó­þols er 5 pró­sent, bráða­of­næmis 1 pró­sent og fjöl­fæðu­of­næmis 1 pró­sent, sam­kvæmt lækn­is­vott­orð­um. Mjólk­ur­ó­þol var algengast, eða 2 pró­sent, en þar næst mjólk­urof­næmi og eggja­of­næmi. Allir leik­skólar nema einn voru með börn með fæðu­of­næmi og/eða -óþol. 

Í rann­sókn­inni segir að þegar fjallað er um fæðu­ó­þol eigi það oft­ast við um mjólk­ur­ó­þol og glút­en­óþol. Mjólk­ur­ó­þol stafi af því að ein­stak­lingur geti ekki brotið niður mjólk­ur­sykur í melt­inga­kerf­inu1 en glút­en­óþol er sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­ur.

Segir jafn­fram að mark­mið þess­arar rann­sóknar hafi verið að kanna algengi fæðu­of­næmis og fæðu­ó­þols hjá börnum í leik­skólum Reykja­vík­ur. Einnig hafi mark­mið rann­sókn­ar­innar verið að kanna hversu vel leik­skólar tryggja að umhverfi barna með fæðu­of­næmi og/eða -óþol sé öruggt. Að lokum hafi verið kannað hvort innri þættir leik­skól­ans hefðu áhrif á öryggi barna með fæðu­of­næmi, svo sem menntun leik­skóla­stjóra, starfs­manns í eld­húsi og fjöldi barna á leik­skól­an­um.

Spurn­inga­listi útbú­inn fyrir þessa rann­sókn var sendur til 65 leik­skóla Reykja­vík­ur­borgar árið 2014. Svör feng­ust frá 49 leik­skólum með 4225 börn. Algengi fæðu­of­næmis og fæðu­ó­þols var metið út frá fjölda lækn­is­vott­orða sem afhent voru til leik­skól­anna. Lýsandi töl­fræði var notuð til að meta hvort ferlar væru til staðar fyrir börn með fæðu­of­næmi/-ó­þol á leik­skólum og hvort þeir tengd­ust menntun leik­skóla­stjóra, menntun starfs­manns í eld­húsi og fjölda barna á leik­skól­an­um.

Næst flest til­felli ger­ast í skóla eða dag­gæslu

Algengi fæðu­of­næmis hjá evr­ópskum börnum á aldr­inum 0 til 18 ára spannar allt frá 2 til 28 pró­sent á árunum 2003 til 2005. Munur á aðferðum rann­sak­enda við upp­lýs­inga­öflun á hvort fæðu­of­næmi sé til staðar er mik­ill. Í sumum til­vikum er algengi fæðu­of­næmis byggt á frá­sögn for­eldra en í öðrum til­vikum á húð­prófi, blóð­prófi og/eða tví­blindum þol­próf­um. Íslensk rann­sókn á 0 til 1 árs börnum stað­festi fæðu­of­næmi hjá 1,9 pró­sent íslenskra barna með tví­blindu þol­prófi en rann­sóknin var gerð á árunum 2005 til 2008. Til sam­an­burðar sýndi dönsk rann­sókn á þriggja ára börnum fyrir alda­mótin að 3,4 pró­sent barna voru með fæðu­of­næmi en algengið lækk­aði í 1,2 pró­sent við 6 ára ald­ur­inn, greint með tví­blindu þol­prófi, segir í rann­sókn­inn­i. 

„Þegar ein­stak­lingar eru með ofnæmi fyrir tveimur eða fleiri fæðu­teg­undum kall­ast það fjöl­fæðu­of­næmi. Í danskri rann­sókn þar sem börnum var fylgt eftir frá fæð­ingu til 6 ára ald­urs greindust 3,7 pró­sent barna með fjöl­fæðu­of­næmi greint með þol­prófi. Í dag­legu tali eru þeir sem eiga á hættu að fá ofnæm­is­lost sagðir vera með bráða­of­næmi. Helsta ástæða ofnæm­is­losts er neysla fæðu­teg­und­ar, eða 33 pró­sent. Hjá börnum má einnig rekja meiri­hluta til­fella, eða 56 til 84 pró­sent, ofnæm­is­losts til fæðu­of­næm­is. 

Áströlsk rann­sókn sem skoð­aði inn­komur á bráða­mót­töku barna vegna ofnæm­is­losts greindi frá því að flest til­vik, 48 pró­sent, verða á heim­ili barns­ins en næst algeng­asti stað­ur­inn er skól­inn og dag­gæslan, eða 9 pró­sent. Ofnæm­is­lost geta verið ban­væn en það er sjald­gæft. Það er því nauð­syn­legt að gerð sé við­bragðs­á­ætlun um hvernig bregð­ast skuli við ofnæm­iskasti barns hjá aðil­u­m/­stofn­unum sem bera ábyrgð á börnum á dag­vinnu­tíma.“

Starfs­fólk grunn­skóla í Reykja­vík með­vit­að­ara en ann­ars staðar

Í rann­sókn sem meðal ann­ars var gerð á Íslandi kom fram að starfs­fólk grunn­skóla í Reykja­vík er almennt með­vit­aðra um fæðu­of­næmi en starfs­fólk skóla hinna land­anna sem tóku þátt í rann­sókn­inni. Þannig greindu 85 pró­sent íslensku skól­anna frá því að starfs­fólk sitt væri frætt um ein­kenni fæðu­of­næm­is. Einnig höfðu 44 pró­sent grunn­skól­anna frætt starfs­fólk sitt um hvernig ætti að lesa inni­halds­lýs­ingar og 91 pró­sent skól­anna voru með adrena­lín­penna á staðn­um. 

Aðgerð­ar­á­ætlun við alvar­legu ofnæm­is­við­bragði í skólum var til staðar í 67 pró­sent til­vika þar sem gert er ráð fyrir að starfs­maður geti notað adrena­lín­penna. Stjórn­endur fjög­urra skóla vildu hins vegar að annað hvort væri hringt í for­eld­rana eða á sjúkra­bíl í stað þess að nota adrena­lín­penna.

Höf­undar vita ekki til þess að rann­sóknir hafi verið gerðar á Íslandi sem sýna hvernig staðið er að mál­efnum barna með fæðu­of­næmi/-ó­þol innan leik­skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent