Vill kaupa álverið í Straumsvík

Indverskur fjárfestir hefur keypt álstarfsemi Rio Tinto í Frakklandi. Hefur áhuga á álverinu í Straumsvík og við Kyrrahafið líka. Verðmiðinn sagður hærri en tveir milljarðar dollara.

RioTinto.jpg
Auglýsing

Rio Tinto hefur selt álver sitt í Dun­kirk í Frakk­landi til manns að nafni Sanjeev Gupta. Gupta hefur að sögn Fin­ancial Times sýnt áhuga á að kaupa einnig álver fyr­ir­tæk­is­ins í Straums­vík sem og álstarf­semi þess við Kyrra­hafið fyrir meira en tvo millj­arða doll­ara.

Fréttir bár­ust af því í sept­em­ber síð­ast­liðnum að Rio Tinto hefði áform um að selja starf­semi sína í Straums­vík í Hafn­ar­firði. Rann­veig Rist for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sagði afkom­una hafa verið slaka en þó farið batn­andi með hækk­andi álverði. Þó hafi helsta ástæða fyrir mögu­legri sölu fyr­ir­tæk­is­ins verið sú að fram­leiðslan í Straums­vík sé sér­tæk og ólík annarri fram­leiðslu Rio Tinto auk þess sem fjar­lægð frá öðrum fyr­ir­tækjum álris­ans sé mik­il.

Gupta hefur sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times verið umsvifa­mik­ill í við­skiptum og byggt upp stórt iðn­að­ar­veldi sem rekur allt frá virkj­unum til fram­leiðslu­fyr­ir­tækja á sviði bíla­vara­hluta. Hann hefur keypt tölu­vert af iðn­að­ar­fyr­ir­tækjum í vanda á und­an­förnum árum og var kall­aður „Man of Steel“ í heim­ild­ar­mynd BBC um við­skipta­sögu hans. Hann hefur að sögn þá sýn að end­ur­byggja iðnað í Bret­landi á end­ur­vinnslu málma og með því að nýta end­ur­vinn­an­lega orku.

Auglýsing

Verðið fyrir söl­una á álver­inu í Dun­kirk liggur ekki fyrir en Gupta keypti starf­semi Rio Tinto í Skotlandi árið 2016 sem var mun minni í sniðum fyrir 410 millj­ónir doll­ara. Búast má við að verð­mið­inn verði hærri að þessu sinni.

Meira úr sama flokkiInnlent