Vill kaupa álverið í Straumsvík

Indverskur fjárfestir hefur keypt álstarfsemi Rio Tinto í Frakklandi. Hefur áhuga á álverinu í Straumsvík og við Kyrrahafið líka. Verðmiðinn sagður hærri en tveir milljarðar dollara.

RioTinto.jpg
Auglýsing

Rio Tinto hefur selt álver sitt í Dun­kirk í Frakk­landi til manns að nafni Sanjeev Gupta. Gupta hefur að sögn Fin­ancial Times sýnt áhuga á að kaupa einnig álver fyr­ir­tæk­is­ins í Straums­vík sem og álstarf­semi þess við Kyrra­hafið fyrir meira en tvo millj­arða doll­ara.

Fréttir bár­ust af því í sept­em­ber síð­ast­liðnum að Rio Tinto hefði áform um að selja starf­semi sína í Straums­vík í Hafn­ar­firði. Rann­veig Rist for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sagði afkom­una hafa verið slaka en þó farið batn­andi með hækk­andi álverði. Þó hafi helsta ástæða fyrir mögu­legri sölu fyr­ir­tæk­is­ins verið sú að fram­leiðslan í Straums­vík sé sér­tæk og ólík annarri fram­leiðslu Rio Tinto auk þess sem fjar­lægð frá öðrum fyr­ir­tækjum álris­ans sé mik­il.

Gupta hefur sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times verið umsvifa­mik­ill í við­skiptum og byggt upp stórt iðn­að­ar­veldi sem rekur allt frá virkj­unum til fram­leiðslu­fyr­ir­tækja á sviði bíla­vara­hluta. Hann hefur keypt tölu­vert af iðn­að­ar­fyr­ir­tækjum í vanda á und­an­förnum árum og var kall­aður „Man of Steel“ í heim­ild­ar­mynd BBC um við­skipta­sögu hans. Hann hefur að sögn þá sýn að end­ur­byggja iðnað í Bret­landi á end­ur­vinnslu málma og með því að nýta end­ur­vinn­an­lega orku.

Auglýsing

Verðið fyrir söl­una á álver­inu í Dun­kirk liggur ekki fyrir en Gupta keypti starf­semi Rio Tinto í Skotlandi árið 2016 sem var mun minni í sniðum fyrir 410 millj­ónir doll­ara. Búast má við að verð­mið­inn verði hærri að þessu sinni.

Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Kröfur í þrotabúi Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða
Í kringum 500 fyrirtæki og einstaklingar hafa lýst kröfum í þrotabú flugfélagsins Primera Air. Flugfélagið varð gjaldþrota á dögunum en forstjórinn og stærsti eigandinn hefur tekið yfir rekstur ferðaskrifstofunnar.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent