Vill kaupa álverið í Straumsvík

Indverskur fjárfestir hefur keypt álstarfsemi Rio Tinto í Frakklandi. Hefur áhuga á álverinu í Straumsvík og við Kyrrahafið líka. Verðmiðinn sagður hærri en tveir milljarðar dollara.

RioTinto.jpg
Auglýsing

Rio Tinto hefur selt álver sitt í Dunkirk í Frakklandi til manns að nafni Sanjeev Gupta. Gupta hefur að sögn Financial Times sýnt áhuga á að kaupa einnig álver fyrirtækisins í Straumsvík sem og álstarfsemi þess við Kyrrahafið fyrir meira en tvo milljarða dollara.

Fréttir bárust af því í september síðastliðnum að Rio Tinto hefði áform um að selja starfsemi sína í Straumsvík í Hafnarfirði. Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins sagði afkomuna hafa verið slaka en þó farið batnandi með hækkandi álverði. Þó hafi helsta ástæða fyrir mögulegri sölu fyrirtækisins verið sú að framleiðslan í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil.

Gupta hefur samkvæmt frétt Financial Times verið umsvifamikill í viðskiptum og byggt upp stórt iðnaðarveldi sem rekur allt frá virkjunum til framleiðslufyrirtækja á sviði bílavarahluta. Hann hefur keypt töluvert af iðnaðarfyrirtækjum í vanda á undanförnum árum og var kallaður „Man of Steel“ í heimildarmynd BBC um viðskiptasögu hans. Hann hefur að sögn þá sýn að endurbyggja iðnað í Bretlandi á endurvinnslu málma og með því að nýta endurvinnanlega orku.

Auglýsing

Verðið fyrir söluna á álverinu í Dunkirk liggur ekki fyrir en Gupta keypti starfsemi Rio Tinto í Skotlandi árið 2016 sem var mun minni í sniðum fyrir 410 milljónir dollara. Búast má við að verðmiðinn verði hærri að þessu sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent