Facebook mun breytast - Á að vera meira jákvætt en neikvætt

Búast má við róttækum breytingum á fréttastraumi notenda Facebook á næstunni, samkvæmt því sem Mark Zuckerber, forstjóri, lét hafa eftir sér í dag.

h_53588326.jpg Mark Zuckerberg Facebook
Auglýsing

Frétta­straumur (News Feed) fólks á Face­book mun taka miklum breyt­ingum á næst­unni, og mun hann fyrst og fremst end­ur­spegla það sem vinir og fjöl­skyldu­með­limir not­enda hafa að segja. 

Minna mun fara fyrir mynböndum og efni frá hinum ýmsu frétta- og efn­isveit­um, eins og reyndin er nú og hefur færst veru­lega í auk­ana á und­an­förnum árum. 

Óhætt er að segja að Face­book hafi verið mikið til umræðu að und­an­förnu, ekki síst vegna þess hve fyr­ir­ferða­mik­ill sam­fé­lags­mið­ill­inn er orð­inn í lífi fólks, en not­endur hans eru nú um tveir millj­arðar um allan heim, eða sem nemur tæp­lega 30 pró­sent af öllum íbúum jarð­ar. 

Auglýsing

Í umfjöllun New York Times segir Zucker­berg að Face­book þurfi að end­ur­skil­greina kerfi sitt. „Við viljum að vörur okkar séu ekki aðeins til skemmt­un­ar, heldur séu góðar fyrir fólk,“ segir Zucker­berg. 

Mark­miðið með breyt­ing­unum er ekki síst það, að fólk finni fyrir meiri jákvæðni þegar það skoða frétta­straum­inn sinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. 

https://twitt­er.com/business­insider/sta­tu­s/951624282290970626Spjótin hafa í vax­andi mæli beinst að Face­book að und­an­förnu, ekki síst vegna þess hve mið­ill­inn er orð­inn áhrifa­mik­ill og hvernig hags­muna­að­il­ar, hvort sem er í stjórn­málum eða á örðum vett­vangi, hafa geta nýtt sér frétta­straum­inn sem not­end­urnir tengj­ast til að koma ýmsum á fram­færi, svo sem fölskum fréttum og áróðri.

Zucker­berg hefur opin­ber­lega beðist afsök­unar á því að Face­book hafi ekki vandað sig nægi­lega, þegar kemur að upp­bygg­ingu á frétta­straumnum og hvernig upp­lýs­ingar flæða milli fólks á þessum áhrifa­mikla sam­fé­lags­miðli. Hann hefur einnig sagt, að honum finn­ist það leitt, ef fólki telji að Face­book ali á sundr­ungu í sam­fé­lags­legri umræðu, og vill halda áfram að breyta hlutum til hins betra. 

Með hraða snigilsins
Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.
18. mars 2018
Leggja til miklar breytingar á menntastefnunni
Sjálfstæðismenn vilja breytingar á menntamálum þjóðarinnar.
17. mars 2018
Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði og afnema VSK á fjölmiðla
Í ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins, á 43. landsfundi flokksins, kemur fram að flokkurinn vilji meiri áherslu RÚV á innlent efni og að virðisaukaskattur verði afnuminn á fjölmiðla.
17. mars 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður
17. mars 2018
Fjármálakerfið að komast á þann stað að áhættusækni er að aukast
Már Guðmundsson segir að það sé mikilvægt að söluferli Arion banka gangi vel. Áhættusækni sé að vaxa í íslensku bankakerfi og eftirlitsaðilar þurfi að sjá til þess að hún gangi ekki of langt.
17. mars 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Unghugar
17. mars 2018
Stúlkur velja frekar spænsku en piltar þýsku
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni vilja framhaldsskólanemar helst læra þýsku og spænsku sem þriðja tungumál.
17. mars 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin og Ögmundur tókust harkalega á um umdeilt málþing um Sýrland
17. mars 2018
Meira úr sama flokkiErlent