Samfélagsmiðlanotkun fyrirtækja algengust á Íslandi

Árið 2017 notuðu 79 prósent fyrirtækja á Íslandi samfélagsmiðla. Það er hæsta hlutfall í Evrópu en samfélagsmiðlar voru notaðir af 47 prósent fyrirtækja í Evrópusambandsríkjunum 28 að meðaltali.

Samfélagsmiðlar
Auglýsing

Árið 2017 not­uðu 79 pró­sent fyr­ir­tækja, með að lág­marki tíu starfs­menn, á Íslandi sam­fé­lags­miðla. Það er hæsta hlut­fall í Evr­ópu en sam­fé­lags­miðlar voru not­aðir af 47 pró­sent fyr­ir­tækja í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum 28 að með­al­tali. 

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í morg­un. 

Sam­fé­lags­miðlar eru flokk­aðir eftir teg­und mið­ils og á Íslandi eru 77 pró­sent fyr­ir­tækja með sam­skipta­síð­ur, 17 pró­sent með vef­síður til að deila marg­miðl­un­ar­efni, 16 pró­sent með blogg­síður eða til­kynn­inga­síður og 3 pró­sent með svo­kall­aðar wik­i-­síð­ur. 

Auglýsing

Þá eru 82 pró­sent fyr­ir­tækja á Íslandi með eigin vef en 63 pró­sent eru hvort tveggja með eigin vef og á sam­fé­lags­miðl­um.

Vefsíður og samfélagsmiðlanotkun 2017 Mynd: Hagstofan

Í nóv­em­ber birti Hag­stofa Íslands nið­ur­stöður úr upp­lýs­inga­tækni­rann­sókn sinni frá árinu 2017 en Hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins hefur nú gefið út nið­ur­stöður allra þeirra landa sem gerðu rann­sókn­ina á síð­asta ári. Töflu um notkun fyr­ir­tækja á sam­fé­lags­miðlum og fjölda fyr­ir­tækja með eigin vef í Evr­ópu má nú finna á vef Hag­stof­unn­ar, ásamt hlekk í töflur Eurostat.

Veit­inga­geir­inn notar sam­fé­lags­miðla mest til að þróa ímynd sína

Kjarn­inn fjall­aði um sam­fé­lags­miðla­notkun fyr­ir­tækja í nóv­em­ber síð­ast­liðnum í frétt um nið­ur­stöður Hag­stof­unn­ar. Þar kom fram að veit­inga­sala- og þjón­usta hefðu notað sam­fé­lags­miðla mest, eða 89 pró­sent, til að þróa ímynd fyr­ir­tæk­is­ins eða mark­aðs­setja vöru. Minnst hefðu bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð notað sam­fé­lags­miðla í sama til­gangi eða 29 pró­sent. 

Tveir þriðju hlutar allra fyr­ir­tækja not­uðu sam­fé­lags­miðla til að þróa ímynd sína eða mark­aðs­setja vör­ur.

Enn fremur kom fram að mikil aukn­ing hefði verið á notkun sam­fé­lags­miðla í fyr­ir­tækj­um.

Á síð­asta ári voru 82 pró­sent fyr­ir­tækja hér á landi með eigin vef. Þriðj­ungur þeirra bauð upp á að vörur eða þjón­usta sé pöntuð af vefn­um, mis­mikið eftir atvinnu­grein­um, flest í heild- og smá­sölu­verslun og við­gerðum á vél­knúnum öku­tækj­u­m. 

Um þriðj­ungur notar sam­fé­lags­miðla til ráðn­inga

Fjórð­ungur fyr­ir­tækja tók við pönt­unum á síð­asta ári í gegnum vef eða smá­forrit, flest í heild- og smá­sölu­verslun og við­gerðum á vél­knúnum öku­tækj­u­m.  

Um þriðj­ungur not­aði sam­fé­lags­miðla til að ráða fólk til starfa, en það var nokkur fjölgun síðan árið 2013 þegar hlut­fallið var 19 pró­sent. 

Rúm­lega helm­ingur fyr­ir­tækja not­aði sam­fé­lags­miðla til að taka við ábend­ingum eða fyr­ir­spurnum og svara þeim. Það var einnig fjölgun frá árinu 2013 þegar hlut­fallið var 30 pró­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent