Samfélagsmiðlanotkun fyrirtækja algengust á Íslandi

Árið 2017 notuðu 79 prósent fyrirtækja á Íslandi samfélagsmiðla. Það er hæsta hlutfall í Evrópu en samfélagsmiðlar voru notaðir af 47 prósent fyrirtækja í Evrópusambandsríkjunum 28 að meðaltali.

Samfélagsmiðlar
Auglýsing

Árið 2017 not­uðu 79 pró­sent fyr­ir­tækja, með að lág­marki tíu starfs­menn, á Íslandi sam­fé­lags­miðla. Það er hæsta hlut­fall í Evr­ópu en sam­fé­lags­miðlar voru not­aðir af 47 pró­sent fyr­ir­tækja í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum 28 að með­al­tali. 

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í morg­un. 

Sam­fé­lags­miðlar eru flokk­aðir eftir teg­und mið­ils og á Íslandi eru 77 pró­sent fyr­ir­tækja með sam­skipta­síð­ur, 17 pró­sent með vef­síður til að deila marg­miðl­un­ar­efni, 16 pró­sent með blogg­síður eða til­kynn­inga­síður og 3 pró­sent með svo­kall­aðar wik­i-­síð­ur. 

Auglýsing

Þá eru 82 pró­sent fyr­ir­tækja á Íslandi með eigin vef en 63 pró­sent eru hvort tveggja með eigin vef og á sam­fé­lags­miðl­um.

Vefsíður og samfélagsmiðlanotkun 2017 Mynd: Hagstofan

Í nóv­em­ber birti Hag­stofa Íslands nið­ur­stöður úr upp­lýs­inga­tækni­rann­sókn sinni frá árinu 2017 en Hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins hefur nú gefið út nið­ur­stöður allra þeirra landa sem gerðu rann­sókn­ina á síð­asta ári. Töflu um notkun fyr­ir­tækja á sam­fé­lags­miðlum og fjölda fyr­ir­tækja með eigin vef í Evr­ópu má nú finna á vef Hag­stof­unn­ar, ásamt hlekk í töflur Eurostat.

Veit­inga­geir­inn notar sam­fé­lags­miðla mest til að þróa ímynd sína

Kjarn­inn fjall­aði um sam­fé­lags­miðla­notkun fyr­ir­tækja í nóv­em­ber síð­ast­liðnum í frétt um nið­ur­stöður Hag­stof­unn­ar. Þar kom fram að veit­inga­sala- og þjón­usta hefðu notað sam­fé­lags­miðla mest, eða 89 pró­sent, til að þróa ímynd fyr­ir­tæk­is­ins eða mark­aðs­setja vöru. Minnst hefðu bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð notað sam­fé­lags­miðla í sama til­gangi eða 29 pró­sent. 

Tveir þriðju hlutar allra fyr­ir­tækja not­uðu sam­fé­lags­miðla til að þróa ímynd sína eða mark­aðs­setja vör­ur.

Enn fremur kom fram að mikil aukn­ing hefði verið á notkun sam­fé­lags­miðla í fyr­ir­tækj­um.

Á síð­asta ári voru 82 pró­sent fyr­ir­tækja hér á landi með eigin vef. Þriðj­ungur þeirra bauð upp á að vörur eða þjón­usta sé pöntuð af vefn­um, mis­mikið eftir atvinnu­grein­um, flest í heild- og smá­sölu­verslun og við­gerðum á vél­knúnum öku­tækj­u­m. 

Um þriðj­ungur notar sam­fé­lags­miðla til ráðn­inga

Fjórð­ungur fyr­ir­tækja tók við pönt­unum á síð­asta ári í gegnum vef eða smá­forrit, flest í heild- og smá­sölu­verslun og við­gerðum á vél­knúnum öku­tækj­u­m.  

Um þriðj­ungur not­aði sam­fé­lags­miðla til að ráða fólk til starfa, en það var nokkur fjölgun síðan árið 2013 þegar hlut­fallið var 19 pró­sent. 

Rúm­lega helm­ingur fyr­ir­tækja not­aði sam­fé­lags­miðla til að taka við ábend­ingum eða fyr­ir­spurnum og svara þeim. Það var einnig fjölgun frá árinu 2013 þegar hlut­fallið var 30 pró­sent. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent