Sóley Ragnarsdóttir lögfræðingur er nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, samkvæmt upplýsingum á vef stjórnarráðsins.
Alls eru ellefu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hver og einn þeirra má vera með tvo aðstoðarmenn auk þess sem heimild er til staðar samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar að ráða þrjá til viðbótar ef þörf krefur.
Einn þeirra er sérstakur upplýsinga fulltrúi ríkisstjórnarinnar sem starfar innan forsætisráðu neytisins. Ekki þarf að auglýsa aðstoðarmanna stöður heldur eru þeir sem sinna þeim störfum valdir af hverjum ráðherra fyrir sig, enda oftast um að ræða nánustu samstarfs menn ráðherra á meðan að hann gegnir embætti.
Aðstoðarmenn ráðherra fengu umtalsverða launahækkun sumarið 2016, þegar laun skrifstofustjóra í ráðuneytum voru hækkuð um allt að 35 prósent.
Laun aðstoðarmanna miðast við laun skrifstofustjóranna. Eftir þá hækkun eru laun aðstoðarmanna um 1,2 milljónir króna á mánuði. Aðstoðarmenn ráðherra eru með Sóleyju 18 talsins, að með töldum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Enn er svigrúm til að ráða allt að sjö aðstoðarmenn til viðbótar.