Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar ekki að hætta störfum þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur. Davíð á afmæli í dag. Þetta tilkynnti hann í viðtali við útvarpsstöðina K100 í morgun, en hún er í eigu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.
Þar sagði Davíð: „„Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur.“ Bæði Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, sem stýrðu Morgunblaðinu áratugum saman, hættu þegar þeir urðu sjötugir eða í lok þess árs. Forveri Davíðs í starfi, Ólafur Stephensen, var hins vegar rekinn árið 2009.
Davíð er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri. Hann var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins ásamt Haraldi Johannessen árið 2009 í kjölfar þess að nýir eigendur höfðu keypt fjölmiðilinn þá um vorið. Um var að ræða hóp sem að mestu samanstóð af aðilum úr sjávarútvegi.