Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Frá þessu eru greint í Markaðnum í dag.
Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum, að því er segir í umfjölluninni.
Þar segir enn fremur að þriðjungur af birtingafé Pipar/Media hafi verið varið í auglýsingar í vefmiðlum á síðasta ári.
Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára.
Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 pró- sent og sjónvarpsins úr 25 í 23 pró- sent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár.
Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/Media, segir í viðtali við Markaðinn auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla.
Birtingar á erlendum
vefmiðlum og umsjón og vinna við
samfélagsmiðla var á síðasta ári 52 prósent af öllum vefbirtingum. Árið 2016 var sama hlutfall 39 prósent, og því má segja að samfélagsmiðlarnir vinni verulega á.
Facebook er sérstaklega áhrifamikið, en notendafjöldi þessi miðill er nú kominn yfir tvo milljarða á heimsvísu, eða sem nemur 30 prósent af fjölda íbúa jarðar.