Eðlilegt ástand er á neysluvatni Reykvíkinga

Sýni sem tekin voru á mánudag á vatnstökusvæði Reykjavíkur komu vel út. Óhætt er að neyta vatnsins sem kemur úr krönum höfuðborgarbúa.

krani vatn
Auglýsing

Stað­festar nið­ur­stöður sýna­töku úr bor­holum Veitna á vatns­töku­svæð­inu í Heið­mörk sýna eðli­legt ástand á neyslu­vatni Reyk­vík­inga. Sýnin voru tekin þann 15. jan­úar en tvo til þrjá daga tekur að greina þau. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Veit­u­m. 

Í byrjun viku var grein frá því að gerlar hefðu mælst í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­­borg­­ar­innar og á Sel­tjarn­­ar­­nesi nema Graf­­ar­vogi, Norð­inga­holti, Úlf­­arsár­dal, Kjal­­ar­­nesi og Mos­­fells­bæ. Engin mengun hafði hins vegar mælst í neyslu­vatni í Kópa­vogi, Garðabæ og Hafn­­ar­­firði.

Í til­kynn­ingu frá Veit­um, sem send var út á mánu­dag, sagði að í var­úð­­ar­­skyni mælti Heil­brigð­is­eft­ir­litið „með því að neyslu­­vatn í vissum hverfum borg­­ar­innar sé soðið ef um neyt­endur er að ræða sem eru við­­kvæmir t.d. með lélegt ónæm­is­­kerfi, unga­­börn, aldr­aðir eða fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­­dóma.“

Auglýsing

Dag­inn eft­ir, 16. jan­ú­ar, hélt stjórn­­­skipuð sam­­starfs­­nefnd um sótt­­varnir fund um þá mengun sem mælst hefur í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­­borg­­ar­innar og á Sel­tjarn­­ar­­nesi. Nið­­ur­­staða fund­­ar­ins var sú að mæl­ingar bendi ekki til þess að hætta sé talin á heilsu­far­s­­legum afleið­ingum við neyslu vatns­­ins. Því taldi sam­­starfs­­nefndin ekki þörf á að almenn­ingur á svæðum þar sem meng­unin mæld­ist sjóði vatn fyrir neyslu og að ekki sé þörf á sér­­­stökum var­úð­­ar­ráð­­stöf­un­­um. Þá væri óhætt að nota neyslu­vatnið í mat­væla- og drykkj­­ar­fram­­leiðslu. 

Í frétt sem birt var á heima­síðu emb­ættis lands­læknis vegna þessa sagði að meng­unin hefði verið „ein­angrað fyr­ir­­bæri í kjöl­far mik­illa vatna­­vaxta sem leiddi til að gæði neyslu­vatns hefur nú í nokkra daga ekki stað­ist ýtr­­ustu gæða­­kröf­­ur. Nið­­ur­­stöður mæl­inga á vatn­inu benda til að ekki er talin hætta á heilsu­far­s­­legum afleið­ingum við neyslu þess á ofan­­greindum svæð­u­m.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent