Eðlilegt ástand er á neysluvatni Reykvíkinga

Sýni sem tekin voru á mánudag á vatnstökusvæði Reykjavíkur komu vel út. Óhætt er að neyta vatnsins sem kemur úr krönum höfuðborgarbúa.

krani vatn
Auglýsing

Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk sýna eðlilegt ástand á neysluvatni Reykvíkinga. Sýnin voru tekin þann 15. janúar en tvo til þrjá daga tekur að greina þau. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 

Í byrjun viku var grein frá því að gerlar hefðu mælst í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi nema Graf­ar­vogi, Norð­inga­holti, Úlf­arsár­dal, Kjal­ar­nesi og Mos­fells­bæ. Engin mengun hafði hins vegar mælst í neyslu­vatni í Kópa­vogi, Garðabæ og Hafn­ar­firði.

Í tilkynningu frá Veitum, sem send var út á mánudag, sagði að í var­úð­ar­skyni mælti Heil­brigð­is­eft­ir­litið „með því að neyslu­vatn í vissum hverfum borg­ar­innar sé soðið ef um neyt­endur er að ræða sem eru við­kvæmir t.d. með lélegt ónæm­is­kerfi, unga­börn, aldr­aðir eða fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.“

Auglýsing

Daginn eftir, 16. janúar, hélt stjórn­skipuð sam­starfs­nefnd um sótt­varnir fund um þá mengun sem mælst hefur í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi. Nið­ur­staða fund­ar­ins var sú að mæl­ingar bendi ekki til þess að hætta sé talin á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu vatns­ins. Því taldi sam­starfs­nefndin ekki þörf á að almenn­ingur á svæðum þar sem meng­unin mæld­ist sjóði vatn fyrir neyslu og að ekki sé þörf á sér­stökum var­úð­ar­ráð­stöf­un­um. Þá væri óhætt að nota neyslu­vatnið í mat­væla- og drykkj­ar­fram­leiðslu. 

Í frétt sem birt var á heimasíðu embættis landslæknis vegna þessa sagði að mengunin hefði verið „ein­angrað fyr­ir­bæri í kjöl­far mik­illa vatna­vaxta sem leiddi til að gæði neyslu­vatns hefur nú í nokkra daga ekki stað­ist ýtr­ustu gæða­kröf­ur. Nið­ur­stöður mæl­inga á vatn­inu benda til að ekki er talin hætta á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu þess á ofan­greindum svæð­u­m.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent