Skattrannsóknastjóri gerði húsleit hjá íslenskum fiskútflytjanda sem grunaður er um stórfelld skattalagabrot, en frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag.
Eignir Sigurðar Gísla Björnssonar, frákvæmdastjóra fyrirtækisins Sæmarks, hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. Upphæðir í málinu eru sagðar hlaupa á hundruð milljónum króna.
Málið komst upp vegna hins Panama-lekans, þar sem gögnum var lekið um fjárfesta sem nýttu sér skattaskjól til að skjóta eignum undan skattayfirvöldum.
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum, að því er fram kemur í Fréttablaðinu, þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009.
Fréttablaðið segir að hann sé grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ.
Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni