Eyþór stofnfélagi samtaka gegn flugvellinum - ekki forgangsmál núna

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var meðal stofnfélaga samtakanna 102 Reykjavík sem vildi Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni. Segir nú að málið sé ekki forgangsmál, önnur mál séu brýnni.

Eyþór Laxdal Arnalds.
Eyþór Laxdal Arnalds.
Auglýsing

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í oddvitakjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, var einn stofnfélaga á stofnfundi samtakanna 102 Reykjavík árið 2001.

Meginmarkmið samtakanna var að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni. Í ályktun sem fundurinn sendi frá sér kom fram áskorun til borgaryfirvalda um að leitað verði skýrra og afdráttarlausra svara með einfaldri spurningu í þá fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um staðsetningu vallarins.

Eins og kunnugt er var kosið í Reykjavík sama ár um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og var niðurstaða kosningarinnar sú að 50,7 prósent vildu flugvöllinn burt en 49,3 vildu að völlurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. Rúmlega 30 þúsund tóku þátt í kosningunni sem þá var 37,2 prósenta kjörsókn. Borgarráð hafði fyrir atkvæðagreiðsluna ákveðið að hún yrði bindandi ef 75 prósent atkvæðabærra manna tækju þátt eða að 50 prósent atkvæðisbærra mann greiddu öðrum valkostinum atkvæði sitt.

Auglýsing

Á fundinum tók Eyþór til máls og samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins voru hann og aðrir ræðumenn sammála um að flugvöllurinn þyrfti að fara úr Vatnsmýrinni. Það væri lykillinn að betri borg.

Eyþór, sem berst núna við fjögur flokkssystkini sín um oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor, er ekki lengur á þessari skoðun.

Í samtali við Kjarnann segir Eyþór staðsetningu eða tilfærslu flugvallarins ekki vera forgangsatriði. Hann segir að meðan ekki sé annar kostur í boði sem er betri eða jafn góður þá verði flugvöllurinn áfram þar sem hann er. Hann segist ekki munu beita sér fyrir því að færa flugvöllinn til að byggja upp byggð í 102 Reykjavík.

Um stofnfund samtakanna sem hann sótti á sínum tíma segir Eyþór að fundurinn hafi verið haldinn í aðdraganda áðurnefndrar atkvæðagreiðslu. Á fundinum og víðar í umræðunni hafi verið uppi hugmyndir um að færa flugvöllinn í Skerjafjörð. Þær hugmyndir hafi verið mjög áhugaverðar, þannig hefði verið tryggt að flugvöllurinn væri áfram í Reykjavík en hægt hefði verið að byggja upp í Vatnsmýrinni. En síðan hafi til dæmis Rögnunefndin skilað af sér sinni niðurstöðu, þar sem enginn kostur var talinn betri en núverandi staðsetning flugvallarins og svo virðist vera sem hugmyndir um flugvöll í Skerjafirði séu hvorki á borðinu hjá borginni né flugmálayfirvöldum.

Eyþór segir að meðan staðan sé svona, að enginn kostur sé fyrir augum sem sé betri eða jafngóður fyrir innanlandsflugið, vilji hann heldur einbeita sér að öðrum málefnum innan borgarinnar, svo sem húsnæðismálum og samgöngumálum.

„Ég hef alltaf verið opinn fyrir nýjum hugmyndum í skipulagsmálum, ef þær eru raunsæjar og leysa málin. En það eru bara önnur mál sem eru brýnni heldur en að fara í þetta,“ segir Eyþór.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent