Árni Sigfússon hættir í stjórnmálum

Fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og borgarstjóri Reykjavíkur hefur tilkynnt að hann sé hættur í stjórnmálum. Hann segist hafa verið drifinn áfram af löngun til að skapa betra samfélag.

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.
Auglýsing

Árni Sig­fús­son, sem var bæj­ar­stjóri í Reykja­nesbæ í tólf ár og borg­ar­stjóri í Reykja­vík í nokkra mán­uði árið 1994, ætlar að hætta í stjórn­málum og verður ekki í fram­boði sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor. Árni hefur verið óbreyttur bæj­ar­full­trúi í Reykja­nesbæ síð­ast­lið­inn fjögur ár eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti meiri­hluta sinn í sveit­ar­fé­lag­inu í kosn­ing­unum 2014.

Árni greinir frá þess­ari ákvörðun í aðsendri grein í Vík­ur­fréttum í dag. Þar fer hann yfir feril sinn í stjórn­mál­um, sem hófst í borg­ar­stjórn Reykja­víkur 1986, og þau verk sem hann er stolt­astur af úr bæj­ar­málapóli­tík­inni á Suð­ur­nesjum og segir meðal ann­ars að sam­fé­lagið þar hafi „menntað sig út úr krepp­unn­i.“

Árni segir að í ein­lægni sagt þá hafi hann lengstum verið drif­inn áfram í gegnum þykkt og þunnt í póli­tík af löngun til að skapa betra sam­fé­lag. Nú sé hins vegar kom­inn tími til að kveðja eftir 30 ára þátt­tök og það sé ann­arra að taka keflið.

Miklar svipt­ingar í bæj­ar­stjóra­tíð Árna

Reykja­nes­bær varð fyrir miklum búsifjum á þeim tíma sem Árni var bæj­ar­stjóri þar, en hann var odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­fé­lag­inu og bæj­ar­stjóri frá árinu 2002-2014. Árið 2006 hvarf Banda­ríkja­her frá land­inu. Her­inn var gríð­ar­lega stór atvinnu­veit­andi og sveit­ar­fé­lögin á Suð­ur­nesjum höfðu af honum marg­hátt­aðar tekj­ur. 

Auglýsing
Til að bregð­ast við þeirri stöðu hófu stjórn­mála­menn, meðal ann­ars í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar, að beita sér fyrir upp­bygg­ingu iðn­að­ar­svæðis í Helgu­vík. Sam­hliða gekkst Reykja­­nes­­bær í ábyrg fyrir millj­­arða króna ­upp­­­bygg­ingu hafnar á svæð­inu. Hug­myndin var sú að höfnin myndi síðar skila sveit­ar­fé­lag­inu miklum tekjum þegar stór­iðju­fyr­ir­tæki hæfu starf­semi sína þar.

Sú áætlun fór ekki alveg eins og upp var lagt. Þess í stað end­aði Reykja­nes­bær sem eitt skuld­­settasta sveit­­ar­­fé­lag lands­ins og rekstur þess und­an­farin ár hefur ver­ið af­­leit­­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þessa þurfti sveit­ar­fé­lagið meðal ann­ars að leggja auknar skatt­byrðar á íbúa sína.

Þessi staða varð meðal ann­ars til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti hreinan meiri­hluta sinn í kosn­ing­unum 2014 og Árni sat því í minni­hluta síð­ustu fjögur ár sín sem bæj­ar­full­trúi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent