Árni Sigfússon hættir í stjórnmálum

Fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og borgarstjóri Reykjavíkur hefur tilkynnt að hann sé hættur í stjórnmálum. Hann segist hafa verið drifinn áfram af löngun til að skapa betra samfélag.

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.
Auglýsing

Árni Sigfússon, sem var bæjarstjóri í Reykjanesbæ í tólf ár og borgarstjóri í Reykjavík í nokkra mánuði árið 1994, ætlar að hætta í stjórnmálum og verður ekki í framboði sveitastjórnarkosningunum í vor. Árni hefur verið óbreyttur bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ síðastliðinn fjögur ár eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í sveitarfélaginu í kosningunum 2014.

Árni greinir frá þessari ákvörðun í aðsendri grein í Víkurfréttum í dag. Þar fer hann yfir feril sinn í stjórnmálum, sem hófst í borgarstjórn Reykjavíkur 1986, og þau verk sem hann er stoltastur af úr bæjarmálapólitíkinni á Suðurnesjum og segir meðal annars að samfélagið þar hafi „menntað sig út úr kreppunni.“

Árni segir að í einlægni sagt þá hafi hann lengstum verið drifinn áfram í gegnum þykkt og þunnt í pólitík af löngun til að skapa betra samfélag. Nú sé hins vegar kominn tími til að kveðja eftir 30 ára þátttök og það sé annarra að taka keflið.

Miklar sviptingar í bæjarstjóratíð Árna

Reykjanesbær varð fyrir miklum búsifjum á þeim tíma sem Árni var bæjarstjóri þar, en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu og bæjarstjóri frá árinu 2002-2014. Árið 2006 hvarf Bandaríkjaher frá landinu. Herinn var gríðarlega stór atvinnuveitandi og sveitarfélögin á Suðurnesjum höfðu af honum margháttaðar tekjur. 

Auglýsing
Til að bregðast við þeirri stöðu hófu stjórnmálamenn, meðal annars í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, að beita sér fyrir uppbyggingu iðnaðarsvæðis í Helguvík. Sam­hliða gekkst Reykja­nes­bær í ábyrg fyrir millj­arða króna ­upp­bygg­ingu hafnar á svæðinu. Hugmyndin var sú að höfnin myndi síðar skila sveitarfélaginu miklum tekjum þegar stóriðjufyrirtæki hæfu starfsemi sína þar.

Sú áætlun fór ekki alveg eins og upp var lagt. Þess í stað endaði Reykjanesbær sem eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins og rekstur þess und­an­farin ár hefur ver­ið af­leit­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þessa þurfti sveitarfélagið meðal annars að leggja auknar skattbyrðar á íbúa sína.

Þessi staða varð meðal annars til þess að Sjálfstæðisflokkurinn missti hreinan meirihluta sinn í kosningunum 2014 og Árni sat því í minnihluta síðustu fjögur ár sín sem bæjarfulltrúi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent