Árni Sigfússon hættir í stjórnmálum

Fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og borgarstjóri Reykjavíkur hefur tilkynnt að hann sé hættur í stjórnmálum. Hann segist hafa verið drifinn áfram af löngun til að skapa betra samfélag.

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.
Auglýsing

Árni Sig­fús­son, sem var bæj­ar­stjóri í Reykja­nesbæ í tólf ár og borg­ar­stjóri í Reykja­vík í nokkra mán­uði árið 1994, ætlar að hætta í stjórn­málum og verður ekki í fram­boði sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor. Árni hefur verið óbreyttur bæj­ar­full­trúi í Reykja­nesbæ síð­ast­lið­inn fjögur ár eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti meiri­hluta sinn í sveit­ar­fé­lag­inu í kosn­ing­unum 2014.

Árni greinir frá þess­ari ákvörðun í aðsendri grein í Vík­ur­fréttum í dag. Þar fer hann yfir feril sinn í stjórn­mál­um, sem hófst í borg­ar­stjórn Reykja­víkur 1986, og þau verk sem hann er stolt­astur af úr bæj­ar­málapóli­tík­inni á Suð­ur­nesjum og segir meðal ann­ars að sam­fé­lagið þar hafi „menntað sig út úr krepp­unn­i.“

Árni segir að í ein­lægni sagt þá hafi hann lengstum verið drif­inn áfram í gegnum þykkt og þunnt í póli­tík af löngun til að skapa betra sam­fé­lag. Nú sé hins vegar kom­inn tími til að kveðja eftir 30 ára þátt­tök og það sé ann­arra að taka keflið.

Miklar svipt­ingar í bæj­ar­stjóra­tíð Árna

Reykja­nes­bær varð fyrir miklum búsifjum á þeim tíma sem Árni var bæj­ar­stjóri þar, en hann var odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­fé­lag­inu og bæj­ar­stjóri frá árinu 2002-2014. Árið 2006 hvarf Banda­ríkja­her frá land­inu. Her­inn var gríð­ar­lega stór atvinnu­veit­andi og sveit­ar­fé­lögin á Suð­ur­nesjum höfðu af honum marg­hátt­aðar tekj­ur. 

Auglýsing
Til að bregð­ast við þeirri stöðu hófu stjórn­mála­menn, meðal ann­ars í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar, að beita sér fyrir upp­bygg­ingu iðn­að­ar­svæðis í Helgu­vík. Sam­hliða gekkst Reykja­­nes­­bær í ábyrg fyrir millj­­arða króna ­upp­­­bygg­ingu hafnar á svæð­inu. Hug­myndin var sú að höfnin myndi síðar skila sveit­ar­fé­lag­inu miklum tekjum þegar stór­iðju­fyr­ir­tæki hæfu starf­semi sína þar.

Sú áætlun fór ekki alveg eins og upp var lagt. Þess í stað end­aði Reykja­nes­bær sem eitt skuld­­settasta sveit­­ar­­fé­lag lands­ins og rekstur þess und­an­farin ár hefur ver­ið af­­leit­­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þessa þurfti sveit­ar­fé­lagið meðal ann­ars að leggja auknar skatt­byrðar á íbúa sína.

Þessi staða varð meðal ann­ars til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti hreinan meiri­hluta sinn í kosn­ing­unum 2014 og Árni sat því í minni­hluta síð­ustu fjögur ár sín sem bæj­ar­full­trúi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent