Erlend dótturfélög Norvik í Lettlandi og Bretlandi, verða seld til sænska félagsins Bergs Timber, ef stjórn samþykkir söluna.
Norvik er stærsti eigandinn í Bergs Timber með tæplega þriðjungshlut, en Jón Helgi Guðmundsson er stærsti eigandi Norvik. Dótturfélögin eru rekin undir merkjum Norvik Timber Industries í Eistlandi
Í tilkynningu Bergs Timber til sænsku kauphallarinnar, þar sem félagið er skráð, er greint frá þessu. Stjórnin fær þetta til umfjöllunar í vor, til samþykkis eða synjunar, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Í tilkynningunni segir að heildarumfang viðskiptanna nemi um 10 milljörðum íslenskra króna.
Norvik er að mestu í eigu fjölskyldu Jóns Helga, sem á ríflega 30 prósent í fyrirtækinu. Guðmundur Halldór Jónsson, Iðunn Jónsdóttir og Steinunn Jónsdóttir, sem eru börn Jóns Helga, eiga tæplega 22 prósent hlut hvert, að því er segir í umfjöllun mbl.is.
Starfsemi Norvik er nú í sex Evrópulöndum, samkvæmt upplýsingum á vef félagsins.