Vilja leiðrétta kjör kvennastétta

Þingmenn vilja að kynskiptur vinnumarkaður á Íslandi verði upprættur.

7DM_0282_raw_2085.JPG
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, mælti fyrir þings­á­lyktun um bætt kjör kvenna­stétta á Alþingi í dag. Að til­lög­unni stendur allur þing­flokkur Við­reisn­ar, allir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar og Helgi Hrafn Gunn­ars­son úr þing­flokki Pírata. 

Í álykt­un­inni segir að „ráðist verði í grein­ingu á launa­kjörum fjöl­mennra kvenna­stétta, svo sem kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks, í sam­an­burði við aðrar stéttir með sam­bæri­lega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opin­ber­a. 

Á grund­velli þeirrar grein­ingar verði gerður sér­stakur kjara­samn­ingur um leið­rétt­ingu á kjörum þess­ara stétta. Samn­ing­ur­inn feli í sér sér­stakar hækk­anir til við­bótar við almennar hækk­anir kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði. Leit­ast verði við að ná sam­stöðu allra helstu sam­taka innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um slíkt átak og um leið sam­þykki fyrir því að sér­stakar hækk­anir á grund­velli þess verði ekki grunnur að launa­kröfum ann­arra starfs­stétta.“

Auglýsing

Þings­á­lykt­unin hefur verið birt á vef Alþing­is, og er fjallað þar um mik­il­vægi þess að upp­ræta kyn­skiptan vinnu­markað á Íslandi. „Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er því miður veru­leiki í íslensku sam­fé­lagi og er skammar­legt að sum störf séu metin minna virði en önn­ur. Hið opin­bera verður að fjár­festa í tíma til að taka á þessu, en það virð­ist vera eins og hið opin­bera hafi ekki náð að for­gangs­raða í þessa átt áður. Um er að ræða fjöl­mennar stétt­ir, og ljóst er að slík leið­rétt­ing myndi fela kostnað í för með sér, en það er nauð­syn­legt að gera það,“ segir í til­kynn­ingu vegna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

Þá segir í til­kynn­ing­unni að það þurfi víð­tækt sam­ráð til að taka næstu skref. „Hlut­verk stjórn­mál­anna næstu miss­erin verður að leiða sam­tal verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­rek­enda, ríkis og sveit­ar­fé­laga og leggja þannig grunn að víð­tækri sátt um þjóð­ar­á­tak í átt til stór­auk­ins launa­jafn­rétt­is,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent