Vilja leiðrétta kjör kvennastétta

Þingmenn vilja að kynskiptur vinnumarkaður á Íslandi verði upprættur.

7DM_0282_raw_2085.JPG
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, mælti fyrir þings­á­lyktun um bætt kjör kvenna­stétta á Alþingi í dag. Að til­lög­unni stendur allur þing­flokkur Við­reisn­ar, allir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar og Helgi Hrafn Gunn­ars­son úr þing­flokki Pírata. 

Í álykt­un­inni segir að „ráðist verði í grein­ingu á launa­kjörum fjöl­mennra kvenna­stétta, svo sem kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks, í sam­an­burði við aðrar stéttir með sam­bæri­lega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opin­ber­a. 

Á grund­velli þeirrar grein­ingar verði gerður sér­stakur kjara­samn­ingur um leið­rétt­ingu á kjörum þess­ara stétta. Samn­ing­ur­inn feli í sér sér­stakar hækk­anir til við­bótar við almennar hækk­anir kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði. Leit­ast verði við að ná sam­stöðu allra helstu sam­taka innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um slíkt átak og um leið sam­þykki fyrir því að sér­stakar hækk­anir á grund­velli þess verði ekki grunnur að launa­kröfum ann­arra starfs­stétta.“

Auglýsing

Þings­á­lykt­unin hefur verið birt á vef Alþing­is, og er fjallað þar um mik­il­vægi þess að upp­ræta kyn­skiptan vinnu­markað á Íslandi. „Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er því miður veru­leiki í íslensku sam­fé­lagi og er skammar­legt að sum störf séu metin minna virði en önn­ur. Hið opin­bera verður að fjár­festa í tíma til að taka á þessu, en það virð­ist vera eins og hið opin­bera hafi ekki náð að for­gangs­raða í þessa átt áður. Um er að ræða fjöl­mennar stétt­ir, og ljóst er að slík leið­rétt­ing myndi fela kostnað í för með sér, en það er nauð­syn­legt að gera það,“ segir í til­kynn­ingu vegna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

Þá segir í til­kynn­ing­unni að það þurfi víð­tækt sam­ráð til að taka næstu skref. „Hlut­verk stjórn­mál­anna næstu miss­erin verður að leiða sam­tal verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­rek­enda, ríkis og sveit­ar­fé­laga og leggja þannig grunn að víð­tækri sátt um þjóð­ar­á­tak í átt til stór­auk­ins launa­jafn­rétt­is,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent