Ráðuneytisstjórinn varaði Sigríði Andersen við

Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins bauð fram aðstoð starfsmanna ráðuneytisins við að leggja mat á umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt til að bæta við rökstuðning ráðherra. Frekari rannsókn á hæfi umsækjendanna fór ekki fram.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Í tölvupósti frá Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, sem sendur var á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra daginn áður en ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína um að gera breytingar á niðurstöðu hæfisnefndar um skipun á dómurum í Landsrétt, kemur fram að ráðuneytisstjórinn taldi skorta á rökstuðning ráðherrans. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

Í tölvupóstinum mælir ráðuneytisstjórinn með að Sigríður annað hvort fresti skipaninni í samráði við Alþingi eða legði breytingarnar í hendur Alþingis. Ætlaði ráðherra sér hins vegar að leggja til aðra umsækjendur en hæfisnefndin sagði ráðuneytisstjórinn að það yrði að gera með rökstuðningi og mati á öllum umsækjendum. Taldi Ragnhildur ráðherra ekki hafa lagst í það mat og bauðst hún til þess að starfsmenn ráðuneytisins fari í þá vinnu.

Í samtali við RÚV segir Sigríður að enginn sérfræðingur hefði ráðlagt henni að leggja tillöguna fyrir Alþingi með þeim hætti sem hún gerði. „Það var enginn sérfræðingur sem ráðlagði mér að gera eitt eða neitt. Ég tek auðvitað ábyrgðina,“ segir Sigríður. Hún segist sjálf vera sérfræðingur á þessu sviði og taki sínar ákvarðanir byggða á hennar hyggjuviti. Hún sé lögfræðingur og standi fyllilega við þessar ákvarðanir sínar og geri það ennþá.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent