Dagur segir stefnu Eyþórs vera alvarlega árás

Borgarstjórinn í Reykjavík segir það „alveg galið“ að ætla að koma 70 þúsund manns fyrir í útjaðri borgarinnar, að stefna Eyþórs Arnalds sé alvarlega árás á efri byggðir og að 150 milljarða fjárfesting í mislægum gatnamótum muni ekki draga úr töfum.

dagur-b-eggertsson_14264637819_o.jpg
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir það „alveg galið“ að halda því fram að lausnin við að koma 70 þúsund manns til viðbótar fyrir á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum sé að byggja ný hverfi í útjaðri þess. Hann segir þá stefnu sem Eyþór Arnalds, nýkjörinn leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, boði í skipulags- og samgöngumálum, sem felst m.a. í andstöðu við gerð Borgarlínu, vera ein sú „alvarlegasta árás á umferðarmál og lífsgæði fólksins í Grafarvogi, Breiðholti, Árbæ, Grafarholti, Úlfarsárdal en líka Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ sem ég man eftir.“ Þetta sagði Dagur í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun.

Eyþór Arnalds sagði í yfirlýsingu sem hann birti á Face­book-­síðu sinni 9. jan­ú­ar, þegar hann til­kynnti um fram­boð í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að Reykja­vík væri í miklum vanda í sam­göngu­mál­um. „Dýrar lausnir eins og Borg­ar­lína munu auka á vand­ann með enn meiri þrengslum í gatna­kerf­inu. Reykja­vík á að vera í far­ar­broddi í nútíma­legum sam­göngum en fest­ast ekki í dýrum og þung­lama­legum lausn­um. Þreng­ing­arnar hafa nú þegar búið til kransæða­stíflu í gatna­kerfi borg­ar­inn­ar.“ Eyþór sagði enn fremur í þeirri yfirlýsingu að framboð á húsnæði í Reykjavík væri takmarkað vegna þess að verðið á því væri hátt. „Þétt­ing byggðar á ein­stök­um reit­um hef­ur í raun skilað sér í hærra verði og dreifðari byggð á höfuðborg­ar­svæðinu. Raun­fjölg­un íbúða er lít­il sem eng­in þegar tekið er til­liti til út­leigu til ferðamanna.“

Alvarleg árás á efri byggðirnar

Dagur var spurður út í stefnu Eyþórs í Morgunútvarpinu í morgun. Þar sagði hann að borgarstjórn Reykjavíkur, sveitarstjórnir í nágrannasveitarfélögunum og Vegagerðin hafi verið að nálgast Borgarlínu í nokkur ár út frá umferðinni eins og hún sé í dag og þeirri sameiginlegu áskorun sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standi frammi fyrir, að koma 70 þúsund nýjum íbúum fyrir til ársins 2040. Það séu álíka margir og búi í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ í dag. 

Auglýsing
„Við þurfum að svara því bæði hvar þetta fólk eigi að búa og hvernig það eigi að ferðast til og frá vinnu og um svæðið án þess að umferðin verði algjörlega stopp. Og að einhver gæði sem við erum að veita einum hópi bitni á öðrum hópi. Þess vegna finnst mér mikil skammsýni, og eiginlega alveg galið, hvort sem menn eru að koma nýir inn í pólitík eða eru búnir að vera lengi í pólitík, að segja að lausnin við að koma 70 þúsund manns fyrir á höfuðborgarsvæðinu sé að bæta við nýjum hverfum austan við eða sunnan við núverandi byggð. Eyþór Arnalds. Mynd: Håkon Broder LundVegna þess að hvað er Eyþór að gera með því? Hann er að bæta inn í morgunumferðina á mesta álagstímanum fólki sem er að reyna að komast á bílunum sínum, af því að hann vill ekki breyta ferðavenjunum, eftir sömu Miklubraut og eftir sömu Kringlumýrarbraut sem við vitum öll í dag að eru komnar að algjörum þolmörkum. Þessi stefna sem Eyþór hefur boðað á fyrstu metrunum[...]er einhver alvarlegasta árás á umferðarmál og lífsgæði fólksins í Grafarvogi, Breiðholti, Árbæ, Grafarholti, Úlfarsárdal en líka Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ sem ég man eftir. Það er enginn sveitarstjórnarmaður á höfuðborgarsvæðinu sem talar svona.“

150 milljarðar í mislæg gatnamót myndu samt auka tafir

Dagur sagði að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta allstaðar nema í Reykjavík, hafi verið að vinna með umferðarmódel sem sýndu hvað það þýðir ef 70 þúsund manna byggð sé bætt við í útjaðar höfuðborgarsvæðisins. 

Auglýsing
„Það bitnar á þeim sem eru að reyna að komast í gegnum umferðina á hverjum einasta degi. Það er þess vegna sem sveitarstjórnarmenn sama hvar í flokki þeir standa hafa tekið höndum saman og horfa til lausna sem gefa þeim sem vilja ferðast með almenningssamgöngum kost á að gera það. Það dugir ekki að vera bara með núverandi strætókerfi. Við þurfum öflugri almenningssamgöngur. Stórtækari lausnir sem flytja meiri og stærri hópa fólks hratt og vel á milli staða. Það er engin tilviljun að þetta er meginlínan sem borgir í Evrópu og Ameríku eru að fylgja, vegna þess að hjörtun slá nú býsna líkt í borgarumhverfi alls staðar í heiminum.“

Að sögn Dags er verið að notast við ráð og umferðarútreikninga bestu sérfræðinga landsins og allir hlutaðeigandi hafi legið yfir málinu saman án þess að leggjast í pólitískar skotgrafir. „Í þessari skoðun hefur komið í ljós að jafnvel þótt við myndum setja 150 milljarða í mislæg gatnamót, ef við breytum ekki ferðavenjunum þá mun tafatíminn margfaldast á álagstímum. En við getum hins vegar haldið í horfinu með breyttum ferðavenjum og Borgarlínu jafnvel þótt fólki fjölgi svona mikið. Og allt er þetta í samhengi og allt þarf þetta að vera í jafnvægi. En það sem við fáum í leiðinni er miklu meiri lífsgæðaborg.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent