Dagur segir stefnu Eyþórs vera alvarlega árás

Borgarstjórinn í Reykjavík segir það „alveg galið“ að ætla að koma 70 þúsund manns fyrir í útjaðri borgarinnar, að stefna Eyþórs Arnalds sé alvarlega árás á efri byggðir og að 150 milljarða fjárfesting í mislægum gatnamótum muni ekki draga úr töfum.

dagur-b-eggertsson_14264637819_o.jpg
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir það „al­veg galið“ að halda því fram að lausnin við að koma 70 þús­und manns til við­bótar fyrir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu árum sé að byggja ný hverfi í útjaðri þess. Hann segir þá stefnu sem Eyþór Arn­alds, nýkjör­inn leið­togi Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, boði í skipu­lags- og sam­göngu­mál­um, sem felst m.a. í and­stöðu við gerð Borg­ar­línu, vera ein sú „al­var­leg­asta árás á umferð­ar­mál og lífs­gæði fólks­ins í Graf­ar­vogi, Breið­holti, Árbæ, Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal en líka Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og Garðabæ sem ég man eft­ir.“ Þetta sagði Dagur í við­tali við Morg­un­út­varpið á Rás 2 í morg­un.

Ey­þór Arn­alds sagði í yfir­lýs­ingu sem hann birti á Face­­book-­­síðu sinni 9. jan­ú­­ar, þegar hann til­­kynnti um fram­­boð í leið­­toga­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, að Reykja­vík væri í miklum vanda í sam­­göng­u­­mál­­um. „Dýrar lausnir eins og Borg­­ar­lína munu auka á vand­ann með enn meiri þrengslum í gatna­­kerf­inu. Reykja­vík á að vera í far­­ar­broddi í nútíma­­legum sam­­göngum en fest­­ast ekki í dýrum og þung­lama­­legum lausn­­um. Þreng­ing­­arnar hafa nú þegar búið til kransæða­stíflu í gatna­­kerfi borg­­ar­inn­­ar.“ Eyþór sagði enn fremur í þeirri yfir­lýs­ingu að fram­boð á hús­næði í Reykja­vík væri tak­markað vegna þess að verðið á því væri hátt. „Þétt­ing byggðar á ein­­stök­um reit­um hef­ur í raun skilað sér í hærra verði og dreifð­ari byggð á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu. Raun­­fjölg­un íbúða er lít­il sem eng­in þegar tekið er til­­liti til út­­leigu til ferða­manna.“

Alvar­leg árás á efri byggð­irnar

Dagur var spurður út í stefnu Eyþórs í Morg­un­út­varp­inu í morg­un. Þar sagði hann að borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sveit­ar­stjórnir í nágranna­sveit­ar­fé­lög­unum og Vega­gerðin hafi verið að nálg­ast Borg­ar­línu í nokkur ár út frá umferð­inni eins og hún sé í dag og þeirri sam­eig­in­legu áskorun sem öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu standi frammi fyr­ir, að koma 70 þús­und nýjum íbúum fyrir til árs­ins 2040. Það séu álíka margir og búi í Hafn­ar­firði, Kópa­vogi og Garðabæ í dag. 

Auglýsing
„Við þurfum að svara því bæði hvar þetta fólk eigi að búa og hvernig það eigi að ferð­ast til og frá vinnu og um svæðið án þess að umferðin verði algjör­lega stopp. Og að ein­hver gæði sem við erum að veita einum hópi bitni á öðrum hópi. Þess vegna finnst mér mikil skamm­sýni, og eig­in­lega alveg galið, hvort sem menn eru að koma nýir inn í póli­tík eða eru búnir að vera lengi í póli­tík, að segja að lausnin við að koma 70 þús­und manns fyrir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé að bæta við nýjum hverfum austan við eða sunnan við núver­andi byggð. Eyþór Arnalds. Mynd: Håkon Broder LundVegna þess að hvað er Eyþór að gera með því? Hann er að bæta inn í morg­un­um­ferð­ina á mesta álags­tím­anum fólki sem er að reyna að kom­ast á bíl­unum sín­um, af því að hann vill ekki breyta ferða­venj­un­um, eftir sömu Miklu­braut og eftir sömu Kringlu­mýr­ar­braut sem við vitum öll í dag að eru komnar að algjörum þol­mörk­um. Þessi stefna sem Eyþór hefur boðað á fyrstu metr­un­um[...]er ein­hver alvar­leg­asta árás á umferð­ar­mál og lífs­gæði fólks­ins í Graf­ar­vogi, Breið­holti, Árbæ, Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal en líka Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og Garðabæ sem ég man eft­ir. Það er eng­inn sveit­ar­stjórn­ar­maður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem talar svona.“

150 millj­arðar í mis­læg gatna­mót myndu samt auka tafir

Dagur sagði að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í meiri­hluta all­staðar nema í Reykja­vík, hafi verið að vinna með umferð­ar­módel sem sýndu hvað það þýðir ef 70 þús­und manna byggð sé bætt við í útjaðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Auglýsing
„Það bitnar á þeim sem eru að reyna að kom­ast í gegnum umferð­ina á hverjum ein­asta degi. Það er þess vegna sem sveit­ar­stjórn­ar­menn sama hvar í flokki þeir standa hafa tekið höndum saman og horfa til lausna sem gefa þeim sem vilja ferð­ast með almenn­ings­sam­göngum kost á að gera það. Það dugir ekki að vera bara með núver­andi strætó­kerfi. Við þurfum öfl­ugri almenn­ings­sam­göng­ur. Stór­tæk­ari lausnir sem flytja meiri og stærri hópa fólks hratt og vel á milli staða. Það er engin til­viljun að þetta er meg­in­línan sem borgir í Evr­ópu og Amer­íku eru að fylgja, vegna þess að hjörtun slá nú býsna líkt í borg­ar­um­hverfi alls staðar í heim­in­um.“

Að sögn Dags er verið að not­ast við ráð og umferð­ar­út­reikn­inga bestu sér­fræð­inga lands­ins og allir hlut­að­eig­andi hafi legið yfir mál­inu saman án þess að leggj­ast í póli­tískar skot­graf­ir. „Í þess­ari skoðun hefur komið í ljós að jafn­vel þótt við myndum setja 150 millj­arða í mis­læg gatna­mót, ef við breytum ekki ferða­venj­unum þá mun tafa­tím­inn marg­fald­ast á álags­tímum. En við getum hins vegar haldið í horf­inu með breyttum ferða­venjum og Borg­ar­línu jafn­vel þótt fólki fjölgi svona mik­ið. Og allt er þetta í sam­hengi og allt þarf þetta að vera í jafn­vægi. En það sem við fáum í leið­inni er miklu meiri lífs­gæða­borg.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent