Dagur segir stefnu Eyþórs vera alvarlega árás

Borgarstjórinn í Reykjavík segir það „alveg galið“ að ætla að koma 70 þúsund manns fyrir í útjaðri borgarinnar, að stefna Eyþórs Arnalds sé alvarlega árás á efri byggðir og að 150 milljarða fjárfesting í mislægum gatnamótum muni ekki draga úr töfum.

dagur-b-eggertsson_14264637819_o.jpg
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir það „al­veg galið“ að halda því fram að lausnin við að koma 70 þús­und manns til við­bótar fyrir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu árum sé að byggja ný hverfi í útjaðri þess. Hann segir þá stefnu sem Eyþór Arn­alds, nýkjör­inn leið­togi Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, boði í skipu­lags- og sam­göngu­mál­um, sem felst m.a. í and­stöðu við gerð Borg­ar­línu, vera ein sú „al­var­leg­asta árás á umferð­ar­mál og lífs­gæði fólks­ins í Graf­ar­vogi, Breið­holti, Árbæ, Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal en líka Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og Garðabæ sem ég man eft­ir.“ Þetta sagði Dagur í við­tali við Morg­un­út­varpið á Rás 2 í morg­un.

Ey­þór Arn­alds sagði í yfir­lýs­ingu sem hann birti á Face­­book-­­síðu sinni 9. jan­ú­­ar, þegar hann til­­kynnti um fram­­boð í leið­­toga­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, að Reykja­vík væri í miklum vanda í sam­­göng­u­­mál­­um. „Dýrar lausnir eins og Borg­­ar­lína munu auka á vand­ann með enn meiri þrengslum í gatna­­kerf­inu. Reykja­vík á að vera í far­­ar­broddi í nútíma­­legum sam­­göngum en fest­­ast ekki í dýrum og þung­lama­­legum lausn­­um. Þreng­ing­­arnar hafa nú þegar búið til kransæða­stíflu í gatna­­kerfi borg­­ar­inn­­ar.“ Eyþór sagði enn fremur í þeirri yfir­lýs­ingu að fram­boð á hús­næði í Reykja­vík væri tak­markað vegna þess að verðið á því væri hátt. „Þétt­ing byggðar á ein­­stök­um reit­um hef­ur í raun skilað sér í hærra verði og dreifð­ari byggð á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu. Raun­­fjölg­un íbúða er lít­il sem eng­in þegar tekið er til­­liti til út­­leigu til ferða­manna.“

Alvar­leg árás á efri byggð­irnar

Dagur var spurður út í stefnu Eyþórs í Morg­un­út­varp­inu í morg­un. Þar sagði hann að borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sveit­ar­stjórnir í nágranna­sveit­ar­fé­lög­unum og Vega­gerðin hafi verið að nálg­ast Borg­ar­línu í nokkur ár út frá umferð­inni eins og hún sé í dag og þeirri sam­eig­in­legu áskorun sem öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu standi frammi fyr­ir, að koma 70 þús­und nýjum íbúum fyrir til árs­ins 2040. Það séu álíka margir og búi í Hafn­ar­firði, Kópa­vogi og Garðabæ í dag. 

Auglýsing
„Við þurfum að svara því bæði hvar þetta fólk eigi að búa og hvernig það eigi að ferð­ast til og frá vinnu og um svæðið án þess að umferðin verði algjör­lega stopp. Og að ein­hver gæði sem við erum að veita einum hópi bitni á öðrum hópi. Þess vegna finnst mér mikil skamm­sýni, og eig­in­lega alveg galið, hvort sem menn eru að koma nýir inn í póli­tík eða eru búnir að vera lengi í póli­tík, að segja að lausnin við að koma 70 þús­und manns fyrir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé að bæta við nýjum hverfum austan við eða sunnan við núver­andi byggð. Eyþór Arnalds. Mynd: Håkon Broder LundVegna þess að hvað er Eyþór að gera með því? Hann er að bæta inn í morg­un­um­ferð­ina á mesta álags­tím­anum fólki sem er að reyna að kom­ast á bíl­unum sín­um, af því að hann vill ekki breyta ferða­venj­un­um, eftir sömu Miklu­braut og eftir sömu Kringlu­mýr­ar­braut sem við vitum öll í dag að eru komnar að algjörum þol­mörk­um. Þessi stefna sem Eyþór hefur boðað á fyrstu metr­un­um[...]er ein­hver alvar­leg­asta árás á umferð­ar­mál og lífs­gæði fólks­ins í Graf­ar­vogi, Breið­holti, Árbæ, Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal en líka Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og Garðabæ sem ég man eft­ir. Það er eng­inn sveit­ar­stjórn­ar­maður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem talar svona.“

150 millj­arðar í mis­læg gatna­mót myndu samt auka tafir

Dagur sagði að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í meiri­hluta all­staðar nema í Reykja­vík, hafi verið að vinna með umferð­ar­módel sem sýndu hvað það þýðir ef 70 þús­und manna byggð sé bætt við í útjaðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Auglýsing
„Það bitnar á þeim sem eru að reyna að kom­ast í gegnum umferð­ina á hverjum ein­asta degi. Það er þess vegna sem sveit­ar­stjórn­ar­menn sama hvar í flokki þeir standa hafa tekið höndum saman og horfa til lausna sem gefa þeim sem vilja ferð­ast með almenn­ings­sam­göngum kost á að gera það. Það dugir ekki að vera bara með núver­andi strætó­kerfi. Við þurfum öfl­ugri almenn­ings­sam­göng­ur. Stór­tæk­ari lausnir sem flytja meiri og stærri hópa fólks hratt og vel á milli staða. Það er engin til­viljun að þetta er meg­in­línan sem borgir í Evr­ópu og Amer­íku eru að fylgja, vegna þess að hjörtun slá nú býsna líkt í borg­ar­um­hverfi alls staðar í heim­in­um.“

Að sögn Dags er verið að not­ast við ráð og umferð­ar­út­reikn­inga bestu sér­fræð­inga lands­ins og allir hlut­að­eig­andi hafi legið yfir mál­inu saman án þess að leggj­ast í póli­tískar skot­graf­ir. „Í þess­ari skoðun hefur komið í ljós að jafn­vel þótt við myndum setja 150 millj­arða í mis­læg gatna­mót, ef við breytum ekki ferða­venj­unum þá mun tafa­tím­inn marg­fald­ast á álags­tímum. En við getum hins vegar haldið í horf­inu með breyttum ferða­venjum og Borg­ar­línu jafn­vel þótt fólki fjölgi svona mik­ið. Og allt er þetta í sam­hengi og allt þarf þetta að vera í jafn­vægi. En það sem við fáum í leið­inni er miklu meiri lífs­gæða­borg.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent