Fjórir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks á móti Borgarlínu – einn fylgjandi

Þorri þeirra einstaklinga sem sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum eru á móti áformum um lagningu Borgarlínu. Áslaug Friðriksdóttir sker sig úr, hún segir að verkefnið sé „sjálfsagt.“

Borgarlína Malmö kort grafík
Auglýsing

Þrír þeirra einstaklinga sem sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík eru andsnúnir því að Borgarlína verði að veruleika. Einn segist hafa verulegar efasemdir um verkefnið enn einn telur verkefnið sjálfsagt og að gott hraðvagnakerfi geti stórbætt almenningssamgöngur. Þetta kemur fram í svörum þeirra við fyrirspurnum Kjarnans um málið eða í yfirlýsingum sem viðkomandi hafa sent frá sér vegna framboðs síns.

Borg­ar­línan er heiti á sam­starfs­verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um afkasta­mikið almenn­ings­sam­göngu­kerfi. Búið er að kort­leggja helstu sam­göngu­ása á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem þetta nýja sam­göngu­kerfi mun liggja. Borg­ar­línan mun teygja sig í gegnum öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og vera allt að 57 kíló­metrar að lengd. Ekki verða allir kíló­metr­arnir lagðir í einu heldur verður verk­efnið áfangaskipt.

Hraðvagnar, ekki lest

Ekki er gert ráð fyrir að lestar­teinar verði lagðir á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fyrir Borg­­ar­lín­una fyrst um sinn. Þétt­­leiki byggð­­ar­innar og fjöldi far­þega upp­­­fyllir ein­fald­­lega ekki þau þarfa­við­mið sem þurfa að vera til staðar fyrir járn­brauta­­lest­­ir. Þess vegna verða vagn­­arnir sem þjóna á Borg­­ar­lín­unni hraðvagnar á hjólum.

Auglýsing
Jafn­vel þó til­lögur um hvar Borg­ar­línan skuli liggja hafi verið sam­þykktar á enn eftir að ganga frá ýmsum þáttum innan stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lag­anna svo hægt sé að byrja að leggja brautir fyrir almenn­ings­vagn­ana. Gera þarf nýtt svæð­is­skipu­lag þar sem gert er ráð fyrir þess­ari nýju sam­göngu­æð. Í því sam­hengi hefur verið talað um að taka þurfi frá svæði í borg­ar­land­inu fyrir Borg­ar­lín­una.

Áætlaður kostn­aður við Borg­­ar­lín­una er á bil­inu 63 til 70 millj­­arðar króna. Sá kostn­aður mun dreifast yfir nokkur ár.

Á aðal­­fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) 3. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn kom fram að ef ráð­ist verði í fram­­kvæmdir við helm­ing Borg­­ar­lín­unnar í fyrsta áfanga yrði það fjár­­­fest­ing upp á 30 til 35 millj­­arða króna.

Samstaða í ríkisstjórn

Kjarn­inn greindi frá því í lok nóv­em­ber að í frum­varpi að fimm ára fjár­mála­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar sem lagt var fyrir borg­ar­stjórn í fyrra sé gert ráð fyrir að 4,7 millj­örðum króna verði veitt til upp­bygg­ingar Borg­ar­línu. Hins vegar er aðeins gert ráð fyrir að 100 millj­­ónir króna renni í verk­efni tengd Borg­­ar­lín­unni á þessu ári. Þess vegna má gera ráð fyrir að þungi fram­­kvæmda við fyrsta áfanga Borg­­ar­lín­unnar verði í lok fimm ára áætl­­un­­ar­inn­­ar, verði áformin að veruleika.

Borgarlínan mun liggja eftir þessum ásum á höfuðborgarsvæðinu.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í sjónvarpsþætti Kjarnans í desember 2017 að þess myndi sjást stað í fjár­mála­á­ætlun nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem lögð verður fram í vor, að ríkið ætlar sér að leggja fé til þess að Borg­ar­línan verði að veru­leika. Um það sé samstaða í ríkisstjórn, þar sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sitja.

Minnst er á borg­ar­línu stutt­lega í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórn­ar. Þar seg­ir: „Áfram þarf að byggja upp almenn­ings­sam­göngur um land allt og stutt verður við borg­ar­línu í sam­starfi við Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

Fjórir á móti, einn fylgjandi

Fimm hafa tilkynnt framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það fer fram 27. janúar næstkomandi. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra. Hann segir í samtali við Kjarnann að hann hafi verulegar efasemdir um Borgarlínuáformin.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sækist einnig eftir leiðtogasætinu. Hann segist vera hlynntur því að styrkja almenningssamgöngur en andsnúinn hugmyndum um Borgarlínu eins og þær hafi verið kynntar.  Kjartan vill frekar styrkja núverandi kerfi. „Ég vil að sjálfsögðu skoða allar hugmyndir sem miða að því að efla almenningssamgöngur í Reykjavík, en mér finnst í þessu máli að borgarstjórinn sé með villuljós því að ástandið er ekki gott í umferðarmálum í Reykjavík né í almenningssamgöngum. Og þessi vinstri meirihluti sem hefur ráðið hérna síðustu átta árin hefur ekki styrkt almenningssamgöngur. Strætóferðum hefur til dæmis fækkað í austurhluta borgarinnar.“

Auglýsing
Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þegar hann tilkynnti um framboð í leiðtogakjörinu að samgöngumál höfuðborgarinnar séu í algjörum ólestri. „Rándýr verkefni á borð við Borgarlínu þarf að stöðva og leggja þarf þess í stað áherslu á betri vegi, umferð sem flæðir og skattalega hvata fyrir atvinnuuppbyggingu í efri byggðum. Skaði jafnaðarmanna á samgöngukerfinu er mikill og hugmyndafræði þeirra sem gengur út á að neyða fólk til þess að taka strætó hefur beðið algjört skipbrot.“

Eyþór Arnalds segir í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-síðu sinni 9. janúar, þegar hann tilkynnti um framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins, að Reykjavík væri í miklum vanda í samgöngumálum. „Dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa nú þegar búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar.“

Það er erfitt fyrir ungt fólk að eignast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið...

Posted by Eyþór Laxdal Arnalds on Tuesday, January 9, 2018

Því eru fjórir af þeim fimm sem sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokks í komandi borgarstjórnarkosningum andsnúnir eða hafa verulegar efasemdir um Borgarlínuverkefnið.

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi sker sig úr hópnum sem sækist eftir leiðtogasætinu. Hún segir í tilkynningu, þar sem farið er yfir helstu áherslumál hennar, að Borgarlínuverkefnið sé sjálfsagt. „Auðvitað er rétt að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem leiða til betra samgöngukerfis fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Gott hraðvagnakerfi getur stórbætt almenningssamgöngur. Lestarkerfi á ekki að skoða frekar.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar