Fjórir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks á móti Borgarlínu – einn fylgjandi

Þorri þeirra einstaklinga sem sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum eru á móti áformum um lagningu Borgarlínu. Áslaug Friðriksdóttir sker sig úr, hún segir að verkefnið sé „sjálfsagt.“

Borgarlína Malmö kort grafík
Auglýsing

Þrír þeirra ein­stak­linga sem sækj­ast eftir því að leiða lista Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík eru and­snúnir því að Borg­ar­lína verði að veru­leika. Einn seg­ist hafa veru­legar efa­semdir um verk­efnið enn einn telur verk­efnið sjálf­sagt og að gott hrað­vagna­kerfi geti stór­bætt almenn­ings­sam­göng­ur. Þetta kemur fram í svörum þeirra við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um málið eða í yfir­lýs­ingum sem við­kom­andi hafa sent frá sér vegna fram­boðs síns.

­Borg­­ar­línan er heiti á sam­­starfs­verk­efni sveit­­ar­­fé­lag­anna á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu um afkasta­­mikið almenn­ings­­sam­­göng­u­­kerfi. Búið er að kort­­leggja helstu sam­­göng­u­ása á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu þar sem þetta nýja sam­­göng­u­­kerfi mun liggja. Borg­­ar­línan mun teygja sig í gegnum öll sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og vera allt að 57 kíló­­metrar að lengd. Ekki verða allir kíló­­metr­­arnir lagðir í einu heldur verður verk­efnið áfanga­skipt.

Hrað­vagn­ar, ekki lest

Ekki er gert ráð fyrir að lestar­teinar verði lagðir á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu fyrir Borg­­­ar­lín­una fyrst um sinn. Þétt­­­leiki byggð­­­ar­innar og fjöldi far­þega upp­­­­­fyllir ein­fald­­­lega ekki þau þarfa­við­mið sem þurfa að vera til staðar fyrir járn­brauta­­­lest­­­ir. Þess vegna verða vagn­­­arnir sem þjóna á Borg­­­ar­lín­unni hrað­vagnar á hjól­um.

Auglýsing
Jafn­vel þó til­­lögur um hvar Borg­­ar­línan skuli liggja hafi verið sam­­þykktar á enn eftir að ganga frá ýmsum þáttum innan stjórn­­­sýslu sveit­­ar­­fé­lag­anna svo hægt sé að byrja að leggja brautir fyrir almenn­ings­vagn­ana. Gera þarf nýtt svæð­is­­skipu­lag þar sem gert er ráð fyrir þess­­ari nýju sam­­göng­u­æð. Í því sam­hengi hefur verið talað um að taka þurfi frá svæði í borg­­ar­land­inu fyrir Borg­­ar­lín­una.

Áætl­aður kostn­aður við Borg­­­ar­lín­una er á bil­inu 63 til 70 millj­­­arðar króna. Sá kostn­aður mun dreifast yfir nokkur ár.

Á aðal­­­fundi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) 3. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn kom fram að ef ráð­ist verði í fram­­­kvæmdir við helm­ing Borg­­­ar­lín­unnar í fyrsta áfanga yrði það fjár­­­­­fest­ing upp á 30 til 35 millj­­­arða króna.

Sam­staða í rík­is­stjórn

Kjarn­inn greindi frá því í lok nóv­­em­ber að í frum­varpi að fimm ára fjár­­­mála­á­ætlun Reykja­vík­­­ur­­borgar sem lagt var fyrir borg­­ar­­stjórn í fyrra sé gert ráð fyrir að 4,7 millj­­örðum króna verði veitt til upp­­­bygg­ingar Borg­­ar­línu. Hins vegar er aðeins gert ráð fyrir að 100 millj­­­ónir króna renni í verk­efni tengd Borg­­­ar­lín­unni á þessu ári. Þess vegna má gera ráð fyrir að þungi fram­­­kvæmda við fyrsta áfanga Borg­­­ar­lín­unnar verði í lok fimm ára áætl­­­un­­­ar­inn­­­ar, verði áformin að veru­leika.

Borgarlínan mun liggja eftir þessum ásum á höfuðborgarsvæðinu.Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í des­em­ber 2017 að þess myndi sjást stað í fjár­­­mála­á­ætlun nýrrar rík­­is­­stjórn­­­ar, sem lögð verður fram í vor, að ríkið ætlar sér að leggja fé til þess að Borg­­ar­línan verði að veru­­leika. Um það sé sam­staða í rík­is­stjórn, þar sem Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur sitja.

Minnst er á borg­­ar­línu stutt­­lega í stjórn­­­ar­sátt­­mála nýrrar rík­­is­­stjórn­­­ar. Þar seg­ir: „Áfram þarf að byggja upp almenn­ings­­sam­­göngur um land allt og stutt verður við borg­­ar­línu í sam­­starfi við Sam­tök sveit­­ar­­fé­laga á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u.“

Fjórir á móti, einn fylgj­andi

Fimm hafa til­kynnt fram­boð í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Það fer fram 27. jan­úar næst­kom­andi. Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­is­mað­ur, er einn þeirra. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi veru­legar efa­semdir um Borg­ar­línu­á­form­in.

Kjartan Magn­ús­son borg­ar­full­trúi sæk­ist einnig eftir leið­toga­sæt­inu. Hann seg­ist vera hlynntur því að styrkja almenn­ings­sam­göngur en andsnú­inn hug­myndum um Borg­ar­línu eins og þær hafi verið kynnt­ar.  Kjartan vill frekar styrkja núver­andi kerfi. „Ég vil að sjálf­sögðu skoða allar hug­myndir sem miða að því að efla almenn­ings­sam­göngur í Reykja­vík, en mér finnst í þessu máli að borg­ar­stjór­inn sé með villu­ljós því að ástandið er ekki gott í umferð­ar­málum í Reykja­vík né í almenn­ings­sam­göng­um. Og þessi vinstri meiri­hluti sem hefur ráðið hérna síð­ustu átta árin hefur ekki styrkt almenn­ings­sam­göng­ur. Stræt­ó­ferðum hefur til dæmis fækkað í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar.“

Auglýsing
Viðar Guðjohn­sen, leigu­sali og athafna­mað­ur, segir í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér þegar hann til­kynnti um fram­boð í leið­toga­kjör­inu að sam­göngu­mál höf­uð­borg­ar­innar séu í algjörum ólestri. „Rán­dýr verk­efni á borð við Borg­ar­línu þarf að stöðva og leggja þarf þess í stað áherslu á betri vegi, umferð sem flæðir og skatta­lega hvata fyrir atvinnu­upp­bygg­ingu í efri byggð­um. Skaði jafn­að­ar­manna á sam­göngu­kerf­inu er mik­ill og hug­mynda­fræði þeirra sem gengur út á að neyða fólk til þess að taka strætó hefur beðið algjört skip­brot.“

Eyþór Arn­alds segir í yfir­lýs­ingu sem hann birti á Face­book-­síðu sinni 9. jan­ú­ar, þegar hann til­kynnti um fram­boð í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að Reykja­vík væri í miklum vanda í sam­göngu­mál­um. „Dýrar lausnir eins og Borg­ar­lína munu auka á vand­ann með enn meiri þrengslum í gatna­kerf­inu. Reykja­vík á að vera í far­ar­broddi í nútíma­legum sam­göngum en fest­ast ekki í dýrum og þung­lama­legum lausn­um. Þreng­ing­arnar hafa nú þegar búið til kransæða­stíflu í gatna­kerfi borg­ar­inn­ar.“

Það er erfitt fyrir ungt fólk að eign­ast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er tak­markað og þess vegna er verðið...

Posted by Eyþór Lax­dal Arn­alds on Tues­day, Janu­ary 9, 2018


Því eru fjórir af þeim fimm sem sækj­ast eftir að leiða lista Sjálf­stæð­is­flokks í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum and­snúnir eða hafa veru­legar efa­semdir um Borg­ar­línu­verk­efn­ið.

Áslaug Frið­riks­dóttir borg­ar­full­trúi sker sig úr hópnum sem sæk­ist eftir leið­toga­sæt­inu. Hún segir í til­kynn­ingu, þar sem farið er yfir helstu áherslu­mál henn­ar, að Borg­ar­línu­verk­efnið sé sjálf­sagt. „Auð­vitað er rétt að horfa til fram­tíðar og taka ákvarð­anir sem leiða til betra sam­göngu­kerfis fyrir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Gott hrað­vagna­kerfi getur stór­bætt almenn­ings­sam­göng­ur. Lest­ar­kerfi á ekki að skoða frek­ar.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar