Ríkisstjórnin ætlar að setja fjármagn í Borgarlínu

Samstaða er innan ríkisstjórnarinnar um að setja fjármagn í uppbyggingu Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Hversu mikið ríkið ætlar að setja í verkefnið mun koma í ljós í fjármálaáætlun. Reykjavík ætlar að setja a.m.k. 4,7 milljarða í Borgarlínu á 5 árum.

Auglýsing

Þess mun sjást staður í fjár­mála­á­ætlun nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem lögð verður fram í vor, að ríkið ætlar sér að leggja fé til þess að Borg­ar­línan verði að veru­leika. Sam­staða er um málið í rík­is­stjórn. Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í gær­kvöldi.

Katrín sagði þar að það væri mjög mik­il­vægt að end­ur­skoða sam­göngu­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að huga þyrfti að því að breyta sam­göngu­mynstr­inu á svæð­inu. Það væri skipu­lags­mál en ekki síður umhverf­is- og loft­lags­mál. Minnst er á borg­ar­línu stutt­lega í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórn­ar. Þar seg­ir: „Áfram þarf að byggja upp almenn­ings­sam­göngur um land allt og stutt verður við borg­ar­línu í sam­starfi við Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

Hægt er að horfa á við­talið við Katrínu í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan.

Kjarn­inn greindi frá því í lok nóv­em­ber að í  frum­varpi að fimm ára fjár­mála­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar sem lagt var fyrir borg­ar­stjórn í byrjun mán­aðar sé gert ráð fyrir að 4,7 millj­örðum króna verði veitt til upp­bygg­ingar Borg­ar­línu.

Auglýsing
Hins vegar aðeins gert ráð fyrir að 100 millj­­ónir króna renni í verk­efni tengd Borg­­ar­lín­unni á næsta ári. Þess vegna má gera ráð fyrir að þungi fram­­kvæmda við fyrsta áfanga Borg­­ar­lín­unnar verði í lok fimm ára áætl­­un­­ar­inn­­ar. 

Dagur B. Egg­erts­­son, borg­­ar­­stjóri Reykja­vík­­­ur, sagði þó í sjón­varps­þætti Kjarn­ans 22. nóv­em­ber að þetta gæti breyst og að hann vissi ekki hvort þetta yrði end­an­leg tala sem veitt yrði í verk­efnið á næstu fimm árum. „Kannski er ríkið til­búið að fara ennþá hraðar í þetta og þá þurfum við að bæta við. En alla­vega þá er það algjör­lega skýrt í mínum huga að Borg­ar­l­in­an, það er að segja afkasta­meiri almenn­ings­sam­göngur þarf til þannig að sam­göngu­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu virki.“ Hann benti á að spár sýni að um 70 þús­und manns muni bæt­ast inn á höf­uð­borg­ar­svæðið til 2040 og á því þurfi að taka. Ef borgin bæti bara við nýjum hverfum í útjaðri sínum muni tafa­­tími í umferð­inni verða mun meiri en hann er nú þeg­­ar.Borgarlínan mun liggja eftir þessum ásum á höfuðborgarsvæðinu.

Dagur sagði að ef það séu ein­hverjir sem hafi ríka hags­muni af því að almenn­ings­­sam­­göngur verði efld­­ar, til dæmis með lagn­ingu Borg­­ar­línu, þá séu það þeir sem ætla sér áfram að nota bíl. Reykja­vík­­­ur­­borg, nágranna­sveit­­ar­­fé­lög höf­uð­­borg­­ar­innar og Vega­­gerðin séu sam­­stíga í þessum málum vegna þess að allar grein­ingar sýni að hags­munir allra fari saman í grænum áherslum í umferð­­ar­­mál­­um. 

Sam­kvæmt orðum Katrínar í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í gær þá hefur rík­is­stjórnin nú bæst í þann hóp.

Hag­­kvæm­asta lausnin

Auk­inn sam­­göng­u­vandi á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur verið til umræðu á und­an­­förnum árum og um leið lausnir við þeim vanda. Verk­fræð­i­­stofan Mann­vit vann kostn­að­­ar­­mat á sam­­göng­u­sviðs­­myndum fyrir sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu árið 2014. Þar kemur í ljós að fjár­­­fest­ing í bættum almenn­ings­­sam­­göngum og fjár­­­fest­ing í vega­­kerf­is­ins er hag­­kvæm­asta lausn­in. Það er jafn­­framt sú lausn sem skilar bestum árangri.

Ef ráð­­­ast á í upp­­­­­bygg­ingu stofn­­­vega innan höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins ein­­­göngu til þess að takast á við auka bíla­um­­­ferð innan og á milli sveit­­­ar­­­fé­lag­anna á suð­vest­­­ur­horni lands­ins, mun það verða mun óhag­­­kvæmara en að blanda saman upp­­­­­bygg­ingu almenn­ings­­­sam­­­gangna-, bíla­um­­­ferð­­­ar- og hjól­reiða­inn­viða.

Kostn­aður við Borg­­ar­lín­una mun á end­­anum verða á bil­inu 63 til 70 millj­­arðar króna. Sá kostn­aður mun dreifast yfir nokkur ár.

Á aðal­­fundi SSH 3. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn kom fram að ef ráð­ist verði í fram­­kvæmdir við helm­ing Borg­­ar­lín­unnar í fyrsta áfanga yrði það fjár­­­fest­ing upp á 30 til 35 millj­­arða króna.

Hrað­vagnar ekki lestir

Ekki er gert ráð fyrir að lestar­teinar verði lagðir á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fyrir Borg­­ar­lín­una fyrst um sinn. Þétt­­leiki byggð­­ar­innar og fjöldi far­þega upp­­­fyllir ein­fald­­lega ekki þau þarfa­við­mið sem þurfa að vera til staðar fyrir járn­brauta­­lest­­ir. Þess vegna verða vagn­­arnir sem þjóna á Borg­­ar­lín­unni hefð­bundnir stræt­is­vagn­­ar.

Helsti mun­­ur­inn verður hins vegar að vagn­­arnir stoppa tíðar á hverri stoppi­­stöð fyrir sig og hafa greiða leið um borg­­ar­land­ið, enda verður Borg­­ar­línan aðskil­inn frá annarri bíla­um­­ferð. Hönnun kerf­is­ins á hins vegar ekki að úti­­loka að hægt verði að breyta því í létt­­lest­­ar­­kerfi síðar meir ef þess ger­ist þörf.

Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fimmtíu milljónir í neyslurými sem opnar á næsta ári
Opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur er fyrirhuguð í Reykjavík á næsta ári.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Þórður Snær Júlíusson
Konur að taka sér pláss
Kjarninn 21. nóvember 2018
Fjárfestingar Eaton Vance hátt í 70 milljarða
Sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu ríkisskuldabréf, íslensk hlutabréf og kröfur á íslensk félög fyrir samanlagt um 70 milljarða króna í lok júlí. Hlutabréfaeign sjóðanna nam 29 milljörðum króna en sjóðirnir eiga mest í löngum ríkisskuldabréfum hér á landi
Kjarninn 21. nóvember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar