Ríkisstjórnin ætlar að setja fjármagn í Borgarlínu

Samstaða er innan ríkisstjórnarinnar um að setja fjármagn í uppbyggingu Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Hversu mikið ríkið ætlar að setja í verkefnið mun koma í ljós í fjármálaáætlun. Reykjavík ætlar að setja a.m.k. 4,7 milljarða í Borgarlínu á 5 árum.

Auglýsing

Þess mun sjást staður í fjár­mála­á­ætlun nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem lögð verður fram í vor, að ríkið ætlar sér að leggja fé til þess að Borg­ar­línan verði að veru­leika. Sam­staða er um málið í rík­is­stjórn. Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í gær­kvöldi.

Katrín sagði þar að það væri mjög mik­il­vægt að end­ur­skoða sam­göngu­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að huga þyrfti að því að breyta sam­göngu­mynstr­inu á svæð­inu. Það væri skipu­lags­mál en ekki síður umhverf­is- og loft­lags­mál. Minnst er á borg­ar­línu stutt­lega í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórn­ar. Þar seg­ir: „Áfram þarf að byggja upp almenn­ings­sam­göngur um land allt og stutt verður við borg­ar­línu í sam­starfi við Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

Hægt er að horfa á við­talið við Katrínu í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan.

Kjarn­inn greindi frá því í lok nóv­em­ber að í  frum­varpi að fimm ára fjár­mála­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar sem lagt var fyrir borg­ar­stjórn í byrjun mán­aðar sé gert ráð fyrir að 4,7 millj­örðum króna verði veitt til upp­bygg­ingar Borg­ar­línu.

Auglýsing
Hins vegar aðeins gert ráð fyrir að 100 millj­­ónir króna renni í verk­efni tengd Borg­­ar­lín­unni á næsta ári. Þess vegna má gera ráð fyrir að þungi fram­­kvæmda við fyrsta áfanga Borg­­ar­lín­unnar verði í lok fimm ára áætl­­un­­ar­inn­­ar. 

Dagur B. Egg­erts­­son, borg­­ar­­stjóri Reykja­vík­­­ur, sagði þó í sjón­varps­þætti Kjarn­ans 22. nóv­em­ber að þetta gæti breyst og að hann vissi ekki hvort þetta yrði end­an­leg tala sem veitt yrði í verk­efnið á næstu fimm árum. „Kannski er ríkið til­búið að fara ennþá hraðar í þetta og þá þurfum við að bæta við. En alla­vega þá er það algjör­lega skýrt í mínum huga að Borg­ar­l­in­an, það er að segja afkasta­meiri almenn­ings­sam­göngur þarf til þannig að sam­göngu­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu virki.“ Hann benti á að spár sýni að um 70 þús­und manns muni bæt­ast inn á höf­uð­borg­ar­svæðið til 2040 og á því þurfi að taka. Ef borgin bæti bara við nýjum hverfum í útjaðri sínum muni tafa­­tími í umferð­inni verða mun meiri en hann er nú þeg­­ar.Borgarlínan mun liggja eftir þessum ásum á höfuðborgarsvæðinu.

Dagur sagði að ef það séu ein­hverjir sem hafi ríka hags­muni af því að almenn­ings­­sam­­göngur verði efld­­ar, til dæmis með lagn­ingu Borg­­ar­línu, þá séu það þeir sem ætla sér áfram að nota bíl. Reykja­vík­­­ur­­borg, nágranna­sveit­­ar­­fé­lög höf­uð­­borg­­ar­innar og Vega­­gerðin séu sam­­stíga í þessum málum vegna þess að allar grein­ingar sýni að hags­munir allra fari saman í grænum áherslum í umferð­­ar­­mál­­um. 

Sam­kvæmt orðum Katrínar í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í gær þá hefur rík­is­stjórnin nú bæst í þann hóp.

Hag­­kvæm­asta lausnin

Auk­inn sam­­göng­u­vandi á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur verið til umræðu á und­an­­förnum árum og um leið lausnir við þeim vanda. Verk­fræð­i­­stofan Mann­vit vann kostn­að­­ar­­mat á sam­­göng­u­sviðs­­myndum fyrir sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu árið 2014. Þar kemur í ljós að fjár­­­fest­ing í bættum almenn­ings­­sam­­göngum og fjár­­­fest­ing í vega­­kerf­is­ins er hag­­kvæm­asta lausn­in. Það er jafn­­framt sú lausn sem skilar bestum árangri.

Ef ráð­­­ast á í upp­­­­­bygg­ingu stofn­­­vega innan höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins ein­­­göngu til þess að takast á við auka bíla­um­­­ferð innan og á milli sveit­­­ar­­­fé­lag­anna á suð­vest­­­ur­horni lands­ins, mun það verða mun óhag­­­kvæmara en að blanda saman upp­­­­­bygg­ingu almenn­ings­­­sam­­­gangna-, bíla­um­­­ferð­­­ar- og hjól­reiða­inn­viða.

Kostn­aður við Borg­­ar­lín­una mun á end­­anum verða á bil­inu 63 til 70 millj­­arðar króna. Sá kostn­aður mun dreifast yfir nokkur ár.

Á aðal­­fundi SSH 3. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn kom fram að ef ráð­ist verði í fram­­kvæmdir við helm­ing Borg­­ar­lín­unnar í fyrsta áfanga yrði það fjár­­­fest­ing upp á 30 til 35 millj­­arða króna.

Hrað­vagnar ekki lestir

Ekki er gert ráð fyrir að lestar­teinar verði lagðir á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fyrir Borg­­ar­lín­una fyrst um sinn. Þétt­­leiki byggð­­ar­innar og fjöldi far­þega upp­­­fyllir ein­fald­­lega ekki þau þarfa­við­mið sem þurfa að vera til staðar fyrir járn­brauta­­lest­­ir. Þess vegna verða vagn­­arnir sem þjóna á Borg­­ar­lín­unni hefð­bundnir stræt­is­vagn­­ar.

Helsti mun­­ur­inn verður hins vegar að vagn­­arnir stoppa tíðar á hverri stoppi­­stöð fyrir sig og hafa greiða leið um borg­­ar­land­ið, enda verður Borg­­ar­línan aðskil­inn frá annarri bíla­um­­ferð. Hönnun kerf­is­ins á hins vegar ekki að úti­­loka að hægt verði að breyta því í létt­­lest­­ar­­kerfi síðar meir ef þess ger­ist þörf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar