Fjórfalt fleiri kaþólikkar og tólf sinnum fleiri múslimar

Á sama tíma og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mjög hratt á Íslandi hefur fjölda þeirra sem eru skráðir í Kaþólsku kirkjuna hérlendis margfaldast. Í byrjun árs voru þeir tæplega 13 þúsund. Múslimum hefur líka fjölgað mjög á síðustu áratugum.

_mg_1142_raw_53_14097618397_o.jpg
Auglýsing

Fjöldi þeirra sem skráðir eru í Kaþólsku kirkjuna á Íslandi hefur næstum fjórfaldast frá aldarmótum. Þá voru 3.857 manns skráðir í kirkjuna en um síðustu áramót voru þeir orðnir 12.901. Frá byrjun árs 2010 hefur kaþólikkum á Íslandi fjölgað um yfir þrjú þúsund. Þetta má sjá úr tölum Hag­stofu Íslands og Þjóð­skrár um breyt­ingar á trú- og líf­skoð­un­ar­fé­lags­að­ild.

Þeim sem skráðir eru í trúfélög múslima á Íslandi hefur einnig fjölgað mjög á undanförnum árum. Árið 1998 voru 78 manns skráðir í Félag múslima á Íslandi. Árið 2017 voru þeir orðnir 542 talsins en frá 2010 hafa verið tvö trúfélög múslima hérlendis. Hitt, Menningarsetur múslima, var með 406 meðlimi skráða í byrjun árs í fyrra. Fjöldi múslima sem skráðir eru í trúfélög hérlendis hefur því rúmlega tólffaldast á 19 árum.

Erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað gíf­ur­lega á Íslandi á und­an­förnum árum. Sú aukn­ing hefur verið sér­stak­lega mikil í ár. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins jókst fjöldi þeirra um 6.310. Það er aukn­ing á fjölda erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi um 21 pró­sent frá því sem var um síð­ustu ára­mót. Frá 2010 til sept­em­ber­loka 2017 hafði erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um 9.318 í 36.585, eða um 74 pró­sent. Bein fylgni er á milli fjölgunar erlendra ríkisborgara sem flytja hingað til lands og fjölgunar í ofangreindum trúfélögum. 

Meðlimum í Siðmennt og Zúistum fjölgaði mikið

Skráð trú- og lífsskoðunarfélög fá greidd sóknargjöld með hverjum skráða sóknarfélaga. Vegna ársins 2016 voru sóknargjöld sem greidd voru til trú- og lífskoðunarfélaga um 2,4 milljarðar króna. Þar af fóru rúmir tveir milljarðar króna til íslensku þjóðkirkjunnar.

Áratugum saman var skipulag mála hér lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­fé­lag móð­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­stak­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­heyra sama trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­fé­laga. Á sama tíma var ramminn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og lífskoðunarfélög og þiggja sóknargjöld rýmkaður.

Auglýsing
Siðmennt hefur til að mynda verið skráð lífsskoðunarfélag frá árinu 2013. Félagið er það eina sem berst beinlínis gegn sóknargjöldum og fyrir algjöru trúfrelsi. Meðlimir í Siðmennt voru í upphafi árs 2017 1.789 talsins.

Zúistum hefur líka fjölgað mikið á örfáum árum. Þeir voru tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúmlega þrjú þúsund í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætlaði að endurgreiða fólki þau sóknargjöld sem innheimt yrði vegna þeirra. Síðan stóð yfir áralöng barátta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfirráð í félagsskapnum. Sú barátta endaði með sigri hinna síðarnefndu. Zúistar fengu 32 milljónir króna greiddar úr ríkissjóð vega sóknargjalda á árinu 2016.

Fjöldi utan trúfélaga hefur tvöfaldast frá 2010

Fjöldi þeirra íbúa á Íslandi sem skráðir eru utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga hefur rúm­lega tvö­fald­ast frá því í byrjun árs 2010. Þá voru þeir sem voru skráðir utan slíkra félaga 10.336 tals­ins. Um síð­ustu ára­mót var sú tala komin upp í 20.500 og á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2017 bætt­ust 1.021 manns við sem stóðu utan trú- og líf­skoð­un­ar­fé­laga. Heild­ar­fjöldi þeirra í dag er því orð­inn 21.521. Alls eru 111.042 íbúar utan þjóð­kirkj­unn­ar, eða 32 pró­sent allra lands­manna.

111 þúsund standa utan þjóðkirkjunnar

Frá árinu 2009 hefur fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­unni dreg­ist saman á hverju ein­asta ári. Um síð­ustu ára­mót voru þeir 236.481 tals­ins, sem þýddi að undir 70 pró­sent þjóð­ar­innar væri í kirkj­unni.

Það sem af er árinu 2017 hafa 1.261 gengið úr þjóð­kirkj­unni en 488 verið skráðir í hana. Þeim sem í kirkj­unni eru hefur því fækkað um 773 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í ár, og eru skráðir með­limir því 235.708 tals­ins. Í lok sept­em­ber bjuggu 346.750 manns á Íslandi. Það þýðir því að 111.042 lands­menn standi utan þjóð­kirkj­unn­ar, eða 32 pró­sent þeirra. Um síð­ustu ald­ar­mót var fjöldi þeirra sem stóðu utan þjóð­kirkj­unnar 30.700. Þeim hefur því fjölgað um 80.342 síðan þá.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar