83 prósent allra íbúðalána eru verðtryggð

Íslensk heimili eru að skuldsetja sig meira og taka fyrst og síðast verðtryggð lán. Örfá ár eru síðan að átta af hverjum tíu Íslendingum vildi afnema verðtryggingu, og þar með leggja af þau lán sem flestir þeirra taka.

Meginþorri Íslendinga var mikill andstæðingur verðtryggðra lána og verðtryggingar fyrir nokkrum árum. Samt taka Íslendingar fyrst og fremst verðtryggð lán.
Meginþorri Íslendinga var mikill andstæðingur verðtryggðra lána og verðtryggingar fyrir nokkrum árum. Samt taka Íslendingar fyrst og fremst verðtryggð lán.
Auglýsing

Alls eru 83 pró­sent allra þeirra íbúða­lána sem íslensk heimil eru með verð­tryggð. Það þýðir að 17 pró­sent lán­anna eru óverð­tryggð. Þetta kemur fram í tölum frá Íbúð­ar­lána­sjóði sem birtar voru í gær.

Á sama tíma hafa skuldir heim­il­anna hækkað umtals­vert á skömmum tíma. Í nóv­em­ber 2017 höfðu þær hækkað að raun­virði um 4,6 pró­sent á einu ári. Það þýðir eitt: Íslend­ingar eru að taka meiri lán og þeir eru fyrst og síð­ast að taka verð­tryggð lán.

Leið­rétt og kraf­ist afnáms

Eftir hrun gerði verð­bólgu­skot það að verkum að höf­uð­stóll verð­tryggðra lána hækk­aði. Sú staða lækk­aði eig­in­fjár­stöðu margra með verð­tryggð lán í hús­næð­i þeirra. Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem sat árin 2013-2016, brást við þess­ari stöðu með því að greiða hluta þeirra Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 svo­kall­aða leið­rétt­ingu á lánum sín­um. Það var gert með þeim rökum að for­sendu­brestur hefði átt sér stað. 

Auglýsing
Umfang hennar var 72,2 millj­arðar króna og grein­ingar á henni hafa síðar sýnt að hún rataði fyrst og fremst til eign­ar­fólks. Þannig fékk eign­ar­meiri helm­ingur þjóð­ar­innar 52 millj­arða króna út úr Leið­rétt­ing­unni og sá fimmt­ungur sem átti mestar eign­irnar fékk tæpan þriðj­ung greiðsl­unn­ar. Sú greiðsla var greidd úr rík­is­sjóði og með henni er komið for­dæmi fyrir því að rík­is­sjóður greiði skaða­bætur til þeirra sem eru með verð­tryggð lán ef verð­bólgu­skot á sér stað. 

Í leiðréttingunni fólst að hluti landsmanna fékk 72,2 milljarða króna úr ríkissjóði vegna þess að hann hafði verið með verðtryggð íbúðalán á árunum 2008 og 2009. MYND: Birgir Þór Harðarson.Frá árinu 2010 hefur íbúða­verð nán­ast tvö­fald­ast og eigið fé þeirra sem eiga hús­næði hefur vaxið í takti við þá þró­un, líka þeirra sem fengu leið­rétt­ingu.

Þegar ráð­ist var í þessar aðgerðir var ákall hjá ákveðnum hópum í sam­fé­lag­inu um að gera það. Sam­hliða var mikið kallað eftir afnámi verð­trygg­ing­ar. Könnun sem Capacent gerði fyrir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, sem barist hafa hart fyrir afnámi verð­trygg­ing­ar, í nóv­em­ber 2011 sýndi að 80 pró­sent svar­enda var hlynnt því að afnema hana. Stuðn­ing­ur­inn við þær kröfur sam­tak­anna var þverpóli­tísk­ur.

Tökum fyrst og síð­ast verð­tryggð lán

Þrátt fyrir ofan­greinda stöðu þá taka Íslend­ingar að mestu leyti verð­tryggð lán. Sú þróun hefur hald­ist á und­an­förnum árum þrátt fyrir að bæði við­skipta­bank­arnir og líf­eyr­is­sjóðir hafi boðið upp á margar útfærslur af óverð­tryggðum lánum og að kjör á þeim hafi batnað umtals­vert. Ástæða þess að verð­tryggðu lánin eru eft­ir­sókn­ar­verð­ari er þó ein­föld: þau bjóða upp á lægri afborg­anir og allar ytri aðstæður hafa verið skap­legar í lengri tíma. Verð­bólga hefur tl að mynda verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands í tæp fjögur ár, eða frá febr­úar 2014. Í dag stendur hún í 1,9 pró­sent.

Auglýsing
Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hafa lána­kjör batnað veru­lega, sér­stak­lega eftir að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hófu að nýju almenni­lega inn­reið inn á íbúða­lána­mark­að­inn haustið 2015. Helsta breyt­ingin varð sú að þeir hækk­uðu hlut­fall af kaup­verði sem þeir lán­uðu allt að 75 pró­sent af mark­aðsvirði, hófu að bjóða upp á óverð­tryggð lán og lægri lán­töku­gjöld. Sam­an­dregið þá gátu sjóð­irnir boðið félögum sín­um, sem þurftu að taka að hámarki 75 pró­sent lán, mun betri kjör en aðrir íbúða­lánend­ur. Sem eru fyrst og síð­ast stóru við­skipta­bank­arnir þrír Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki.

Sjóð­irnir bjóða upp á betri kjör

Þannig bjóða fjórir líf­eyr­is­­sjóðir upp á verð­­tryggð lán með breyt­i­­legum vöxtum sem eru nú um stundir vel undir þremur pró­­sent­­um. Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins býður upp á bestu kjörin þar, eða 2,69 pró­­sent vexti og allt að 75 pró­­sent hámarks­­veð­hlut­­fall.

Sá banki sem býður upp á bestu breyt­i­­legu verð­­tryggðu vext­ina er hins vegar Lands­­bank­inn, þar sem slíkir vextir eru 3,83 pró­­sent. Það munar því um 30 pró­­sent á hag­­kvæm­­ustu verð­­tryggðu lánum sem íslenskur líf­eyr­is­­sjóður býður upp á og þeim sem íslenskum banki býður upp á. Þó er vert að minna á að bank­­arnir bjóða upp á hærra láns­hlut­­fall. Lands­­bank­inn býður til að mynda sínum við­­skipta­vinum upp á 85 pró­­sent lán og allir bjóða upp á við­­bót­­ar­lán fyrir þá sem eiga lítið eigið fé.

Meg­in­þorri útlána líf­eyr­is­sjóða til íbúða­kaupa eru verð­tryggð lán. Á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs lán­uðu þeir sam­tals 132,2 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna og þar af voru 94,5 millj­arðar króna, eða 71 pró­sent, verð­tryggð lán.

Frá haustinu 2015, þegar líf­eyr­is­sjóðir hófu að bjóða mun betri kjör og hærra láns­hlut­fall, hafa sjóðs­fé­lagar þeirra tekið alls 228 millj­arða króna í íbúða­lán. Þar af hafa 170 millj­arðar króna verið verð­tryggð lán, eða 75 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar