Staða aðstoðarseðlabankastjóra verður auglýst í lok þessa mánaðar, en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
Arnór Sighvatsson hefur gegnt starfinu frá 1. júlí 2009 og verið tvisvar skipaður í starfið. Hann var áður aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Samkvæmt ákvæði 23. greinar laga um Seðlabankann getur hann ekki sótt um starfið aftur eftir þessi tvö skipunartímabil, að því er segir í Fréttablaðinu.
Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem skipar aðstoðarseðlabankastjórann að undangenginni umsögn þriggja manna hæfnisnefndar.
Nýr aðstoðarseðlabankastjóri mun síðan taka við í júlí.
Skipunartímabil
Más Guðmundssonar
seðlabankastjóra rennur út á næstu ári
og gera lög um Seðlabankann
ráð fyrir að
þá verði nýr maður
skipaður í hans stað.