Hlutabréfaverð hrynur á alþjóðamörkuðum

Einhver „leiðrétting“ er nú að eiga sér stað á alþjóðamörkuðum. Miklar lækkanir sáust á mörkuðum í dag.

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Hlutabréfaverð hefur hrunið á alþjóðamörkuðum í dag, en mest hefur lækkunin þó verið í Bandaríkjunum. Á tveimur viðskiptadögum hefur verð lækkað samanlagt um 6 prósent í Bandaríkjunum, sem telst mikið miðað við venjubundnar sveiflur á mörkuðum. , 

S&P 500 vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag og lækkanir á flestum mörkuðum heimsins voru á bilinu 1 til 3 prósent. Lækkunin var þó skörpust í Bandaríkjunum, en í umfjöllun Wall Street Journal segir að meginástæðan fyrir þessum glundroða á mörkuðum undanfarna þrjá viðskiptadaga sé sú að fjárfestar óttist hækkandi verðbólgu og vaxtastig í Bandaríkjunum, eftir lágt tímabil þar sem fjármagn hefur flætt um markaði á litlum sem engum mörkuðum.

Auglýsing

Eins og sjá má, þá hafa eldrauðar tölur verið á mörkuðum í dag. Mynd: WSJ.Þar undirliggjandi hefur áætlun Seðlabanka Bandaríkjanna, sem rekja má aftur til þess þegar fjármálamarkaðir fóru í gegnum mikinn hreinsunareld á árunum 2007 til 2009, haft mikil áhrif, en bankinn hefur beint og óbeint sett mikið fjármagn út á markaði til að örva hagvöxt og styðja við endurreisn efnahags Bandaríkjanna á undanförnum árum.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú með minnsta móti, en það mælist 4,7 prósent á landsvísu.

Í umfjöllun Wall Street Journal kemur fram, að greinendur hafi verið að senda fjárfestum upplýsingar um að þeir ættu að „róa sig“ í sölum á hlutabréfum. Engin ástæða væri til þess að vera of neikvæður á stöðu mála.

Verð á hráolíu hefur einnig lækkað töluvert í dag, en verðið á tunnunni á Bandaríkjamarkaði er nú 63 Bandaríkjadalir og lækkaði það um tæplega 3 prósent í dag.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent