Í lok desember námu innlendar eignir lífeyrissjóða 2.931 milljörðum króna, en heildareignir voru þá komnar í tæplega 3.900 milljarða króna.
Þar af voru innlán í innlendum innlánsstofnunum 150 milljarðar króna og innlend útlán og markaðsverðbréf 2.656 milljarðar króna.
Erlendar eignir lífeyrissjóða voru 960 milljarðar í lok desember en það er 51 milljarða hækkun frá nóvember. Hrein eign lífeyrissjóða nam 3.887 milljörðum í lok desember en aðrar skuldir námu 5 milljörðum.
Í fyrra jukust útlán lífeyrissjóða til sjóðfélaga um 139 milljarðar króna, samkvæmt nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands, en það er aukning um 57 prósent frá fyrra ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Ástæðan fyrir aukningu útlána er ekki síst sú að lífeyrissjóðir hafa boðið mun betri kjör á fasteignalánum heldur en bankarnir og því hafa mikil lánaviðskipti heimila færst til sjóðanna.