Gott uppgjör hjá Marel - 3,6 milljarðar í arð til hluthafa

Starfsmenn Marel eru nú 5.400 á heimsvísu. Stefna hefur verið samþykkt um að vaxa um að meðaltali 12 prósent á ári, næsta áratuginn.

Árni Oddur Þórðarson
Auglýsing

Stjórn Marel leggur til að hlut­hafar fái greiddan arð fyrir rekstr­ar­árið 2017 sem nemur 4,19 evru sentum á hlut sem nemur um 30% af hagn­aði rekstr­ar­árs­ins 2017 miðað við útistand­andi hluti í árs­lok. Jafn­framt hefur stjórn Marel veitt stjórn­endum félags­ins heim­ild til að kaupa eigin bréf félags­ins fyrir allt að nafn­virði 20 milljón hluta, að því er segir í til­kynn­ingu frá félag­inu til kaup­hall­ar. 

Eyrir Invest, þar sem Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon eru stærstu eigendur, á stærstan hluta í Marel, eða 25,9 prósent.Óhætt er að segja að árið 2017, þegar Marel fagn­aði 25 fimm ára afmæli sem skráð félag, hafi verið gott, en félag­ið hagn­að­ist um 97 millj­ónir evra í fyrra, eða sem nemur um 12,1 millj­arði króna. Arð­greiðslan nemur um 3,6 millj­örðum króna.

Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri félags­ins, fagnar góðu gengi í yfir­lýs­ing­u. „Fjórði árs­hluti var góður endir á sterku rekstr­ar­ári. Pant­anir hækk­uðu um 13% á milli ára og námu 1.144 mill­ljónum evra yfir árið. Okkar starf snýr að því að umbylta mat­væla­fram­leiðslu. Síð­ustu ár hefur Marel einnig tekið miklum fram­för­um. Við höfum for­gangs­raðað fjár­fest­ingum og bætt ferla til að tryggja við­skipta­vinum okkar hágæða heild­ar­lausnir á réttum tíma,“ segir Árni Odd­ur. 

Auglýsing

Til að mæta miklum vexti í pöntum hefur félagið fjölgað fólki, en 5.400 starfs­menn eru nú hjá félag­inu á heims­vísu, og starfs­stöðv­arnar í 30 lönd­um. „Sam­hentu starfs­fólki okkar tókst að skila 295 millj­ónum evra í tekjur á fjórða árs­fjórð­ungi 2017, sem er nýtt met og aukn­ing um 18% miðað við sama tíma­bil í fyrra. Pant­anir og tekjur hafa vaxið hraðar en rekstr­ar­kostn­aður sem skilar félag­inu góðri rekstr­ar­nið­ur­stöðu. Heild­ar­tekjur Marel árið 2017 námu yfir einum millj­arði evra og 15% í EBIT. Í ljósi góðrar rekstr­ar­nið­ur­stöðu og sterkrar pant­ana­bók­ar, gerir félagið ráð fyrir góðum innri vexti árið 2018. Nýsköpun og mark­aðs­sókn styður við áfram­hald­andi innri vöxt og verð­mæta­sköp­un. Félagið hyggst vaxa enn frekar með yfir­tökum og öfl­ugu sam­starfi við leið­andi fram­leiðslu- og tækni­fyr­ir­tæki. Í sam­vinnu við við­skipta­vini erum við að umbylta mat­væla­vinnslu á heims­vís­u.“

Mar­el, sem er nú metið á 236 millj­arða króna,  stefnir að tólf pró­sent með­al­vexti árlega yfir tíma­bilið 2017-2026 sem byggir á öfl­ugri mark­aðs­sókn og nýsköp­un, sam­starfi við lyk­il­að­ila og yfir­tökum á fyr­ir­tækj­um, eins og segir í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent