Fjöldi notenda metýlfenídats eykst enn

Heildarfjöldi þeirra sem fá ávísað metýlfenídati á Íslandi jókst um 13,1 prósent árið 2017 miðað við árið 2016. Lyfið er örvandi fyrir heilann og eru verkanir þess að sumu leyti líkar verkunum amfetamíns en að öðru leyti kókaíns.

Lyf
Auglýsing

Heild­ar­fjöldi þeirra sem fá ávísað metýlfenídati jókst um 13,1 pró­sent árið 2017 miðað við árið 2016. Fjöldi not­enda hefur auk­ist ár frá ári bæði hjá konum og körlum og tvö­falt fleiri fengu lyf­inu ávísað árið 2017 miðað við árið 2012. Árið 2017 voru 35 karlar og 25 konur af hverjum 1000 íbúum sem leystu út metýlf­end­íat.

Þetta kemur fram í pistli frá Emb­ætti land­læknis í Lækna­blað­inu sem kom út í byrjun febr­ú­ar.

Í grein Emb­ætt­is­ins frá árinu 2013 kemur fram að lyfið metýlfenídat eigi sér langa sögu. „Lyfið er örvandi fyrir heil­ann og eru verk­anir þess að sumu leyti líkar verk­unum amfetamíns en að öðru leyti kóka­íns. Það var fyrst notað í Banda­ríkj­unum 1955 við ofvirkni og eftir 1960 fór notkun þess vax­andi. Á síð­asta ára­tug 20. aldar varð gríð­ar­leg aukn­ing í notkun metýlfenídats hjá börnum og það sem af er þess­ari öld hefur lyfið verið að ryðja sér til rúms hjá full­orðn­um. Lyfin Ríta­lín og Ríta­lín Uno eru við­ur­kennd handa 6 til 18 ára börnum með ofvirkni og athygl­is­brest og Concerta er þar að auki við­ur­kennt fyrir fram­halds­með­ferð full­orð­inna. Atomox­etín er ekki örvandi eins og metýlfenídat, það reyn­ist oft ágæt­lega við ADHD hjá börnum og full­orðnum og er ekki mis­not­að. Notkun atomox­etíns hefur farið stöðugt vax­andi und­an­farin ár en notkun metýlfenídats er samt enn um 5 sinnum algeng­ari.“

Auglýsing

Í fyrr­nefndum pistli kemur fram að fjöldi ávís­aðra dag­skammta hafi auk­ist sam­hliða aukn­ingu í fjölda ein­stak­linga sem fékk lyf­inu ávísað en árið 2017 fengu rúm­lega 3000 ein­stak­lingar ávísað metýlfenídati sem ekki höfðu fengið ávísað lyf­inu árið áður. Fjöldi nýrra not­enda meðal barna yngri en 18 ára var 1311 en full­orð­inna var 1886.

Flestir nýir not­endur 10 til 29 ára

Fjöldi nýrra not­enda frá árinu 2012 til 2017 jókst um 78 pró­sent. Svipuð aukn­ing var meðal barna og full­orð­inna en einnig meðal karla og kvenna. Hlut­falls­lega mest aukn­ing var á meðal ein­stak­linga á miðjum aldri en flestir nýir not­endur eru í ald­urs­hópnum 10 til 29 ára.

Alls hafa 26.000 Íslend­ingar fengið ávísað metýlfenídati frá árinu 2002 en tals­verður fjöldi er aðeins á lyf­inu í stuttan tíma. Tæp­lega 1000 karlar og 700 konur fengu lyfj­unum ávísað árið 2016 en ekki árið eft­ir, eða um 16 pró­sent allra sem voru á metýlfenídati árið 2016. Sam­kvæmt Emb­ætt­inu er algengi ADHD talið vera um 5 pró­sent meðal barna en 3 pró­sent meðal full­orð­inna og því eru alltaf ein­hverjir sem losna við ein­kennin þegar þeir kom­ast á full­orð­ins­ald­ur. Í pistl­inum er bent á að lyfin gagn­ist ekki öllum og einnig séu dæmi um að fólk þoli ekki lyfin vegna auka­verk­ana. Þá sé ein­hver hópur fólks með ADHD sem finnur lausn sinna mála með öðru móti en lyfja­gjöf.

Ekki er ætl­ast til þess að þeir sem eiga sögu um mis­notkun lyfja eða ákveð­inna fíkni­efna séu á örvandi lyfj­um. Emb­ætti land­læknis fær reglu­lega vís­bend­ingar um að lyfin gangi kaupum og sölum bæði til fíkla í harðri neyslu en einnig til ann­arra, eins og til dæmis fólks sem er í námi. Fyrir heil­brigða og þá sem eru með ADHD fylgir alltaf ein­hver áhætta notkun örvandi lyfja og rann­sóknir sýna að vafa­samur vit­rænn ávinn­ingur sé fyrir heil­brigða ein­stak­linga af örvandi lyfj­um. Ótví­rætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda ein­beit­ingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en vara­samt getur verið að fólk sé að taka lyfin án sam­ráðs við lækni.

Stórir skammtar í langan tíma áhyggju­efni

Eitt helsta áhyggju­efni varð­andi örvandi lyf er notkun lyfj­anna í mjög stórum skömmtum í langan tíma, segir í pistl­in­um. Geð­rof séu til dæmis vel þekkt ástand meðal ein­stak­linga sem mis­nota örvandi efni. Árið 2017 fengu 74 ein­stak­lingar ávísað að með­al­tali yfir 120 mg af metýlfenídati hvern dag árs­ins og 20 ein­stak­lingar amfetamíni í yfir 40 mg skammti hvern dag árs­ins en sam­kvæmt Emb­ætt­inu eru þetta mjög stórir skammt­ar. Stórir skammtar af örvandi lyfjum til langs tíma geti leitt af sér auka­verk­anir eins og geð­rof, flog en einnig hjarta og æða­sjúk­dóma.

Emb­ætti land­læknis hefur óskað eftir skýr­ingum frá læknum sem ávísa lyfjum í þessum skömmtum og eru slíkar ávís­anir að mestu bundnar við fámennan hóp lækna. Ekki er óal­gengt að þessir sjúk­lingar eigi við marg­vís­legan vanda að stríða og fái önnur tauga- og geð­lyf í miklum mæli ásamt örvandi lyfj­um. Íslend­ingar nota meira af ýmsum ávana­bind­andi lyfjum en flestar þjóðir og tengsl virð­ast vera á milli ávís­aðs magns lyfj­anna og mis­notk­un­ar. Mis­notkun lyfja er síst minna heil­brigð­is­vanda­mál en mis­notkun ólög­legra efna og því er það stefna Emb­ættis land­læknis að tak­marka hana sem mest, enda eitt af hlut­verkum emb­ætt­is­ins að stuðla að skyn­sam­legri lyfja­notk­un.

Að lokum vill Emb­ætti land­læknis leggja áherslu á að þegar örvandi lyf eru notuð á réttan hátt af réttum sjúk­lingi hafa þau oft­ast afger­andi þýð­ingu fyrir lífs­gæði við­kom­andi ein­stak­lings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent