Fjöldi notenda metýlfenídats eykst enn

Heildarfjöldi þeirra sem fá ávísað metýlfenídati á Íslandi jókst um 13,1 prósent árið 2017 miðað við árið 2016. Lyfið er örvandi fyrir heilann og eru verkanir þess að sumu leyti líkar verkunum amfetamíns en að öðru leyti kókaíns.

Lyf
Auglýsing

Heild­ar­fjöldi þeirra sem fá ávísað metýlfenídati jókst um 13,1 pró­sent árið 2017 miðað við árið 2016. Fjöldi not­enda hefur auk­ist ár frá ári bæði hjá konum og körlum og tvö­falt fleiri fengu lyf­inu ávísað árið 2017 miðað við árið 2012. Árið 2017 voru 35 karlar og 25 konur af hverjum 1000 íbúum sem leystu út metýlf­end­íat.

Þetta kemur fram í pistli frá Emb­ætti land­læknis í Lækna­blað­inu sem kom út í byrjun febr­ú­ar.

Í grein Emb­ætt­is­ins frá árinu 2013 kemur fram að lyfið metýlfenídat eigi sér langa sögu. „Lyfið er örvandi fyrir heil­ann og eru verk­anir þess að sumu leyti líkar verk­unum amfetamíns en að öðru leyti kóka­íns. Það var fyrst notað í Banda­ríkj­unum 1955 við ofvirkni og eftir 1960 fór notkun þess vax­andi. Á síð­asta ára­tug 20. aldar varð gríð­ar­leg aukn­ing í notkun metýlfenídats hjá börnum og það sem af er þess­ari öld hefur lyfið verið að ryðja sér til rúms hjá full­orðn­um. Lyfin Ríta­lín og Ríta­lín Uno eru við­ur­kennd handa 6 til 18 ára börnum með ofvirkni og athygl­is­brest og Concerta er þar að auki við­ur­kennt fyrir fram­halds­með­ferð full­orð­inna. Atomox­etín er ekki örvandi eins og metýlfenídat, það reyn­ist oft ágæt­lega við ADHD hjá börnum og full­orðnum og er ekki mis­not­að. Notkun atomox­etíns hefur farið stöðugt vax­andi und­an­farin ár en notkun metýlfenídats er samt enn um 5 sinnum algeng­ari.“

Auglýsing

Í fyrr­nefndum pistli kemur fram að fjöldi ávís­aðra dag­skammta hafi auk­ist sam­hliða aukn­ingu í fjölda ein­stak­linga sem fékk lyf­inu ávísað en árið 2017 fengu rúm­lega 3000 ein­stak­lingar ávísað metýlfenídati sem ekki höfðu fengið ávísað lyf­inu árið áður. Fjöldi nýrra not­enda meðal barna yngri en 18 ára var 1311 en full­orð­inna var 1886.

Flestir nýir not­endur 10 til 29 ára

Fjöldi nýrra not­enda frá árinu 2012 til 2017 jókst um 78 pró­sent. Svipuð aukn­ing var meðal barna og full­orð­inna en einnig meðal karla og kvenna. Hlut­falls­lega mest aukn­ing var á meðal ein­stak­linga á miðjum aldri en flestir nýir not­endur eru í ald­urs­hópnum 10 til 29 ára.

Alls hafa 26.000 Íslend­ingar fengið ávísað metýlfenídati frá árinu 2002 en tals­verður fjöldi er aðeins á lyf­inu í stuttan tíma. Tæp­lega 1000 karlar og 700 konur fengu lyfj­unum ávísað árið 2016 en ekki árið eft­ir, eða um 16 pró­sent allra sem voru á metýlfenídati árið 2016. Sam­kvæmt Emb­ætt­inu er algengi ADHD talið vera um 5 pró­sent meðal barna en 3 pró­sent meðal full­orð­inna og því eru alltaf ein­hverjir sem losna við ein­kennin þegar þeir kom­ast á full­orð­ins­ald­ur. Í pistl­inum er bent á að lyfin gagn­ist ekki öllum og einnig séu dæmi um að fólk þoli ekki lyfin vegna auka­verk­ana. Þá sé ein­hver hópur fólks með ADHD sem finnur lausn sinna mála með öðru móti en lyfja­gjöf.

Ekki er ætl­ast til þess að þeir sem eiga sögu um mis­notkun lyfja eða ákveð­inna fíkni­efna séu á örvandi lyfj­um. Emb­ætti land­læknis fær reglu­lega vís­bend­ingar um að lyfin gangi kaupum og sölum bæði til fíkla í harðri neyslu en einnig til ann­arra, eins og til dæmis fólks sem er í námi. Fyrir heil­brigða og þá sem eru með ADHD fylgir alltaf ein­hver áhætta notkun örvandi lyfja og rann­sóknir sýna að vafa­samur vit­rænn ávinn­ingur sé fyrir heil­brigða ein­stak­linga af örvandi lyfj­um. Ótví­rætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda ein­beit­ingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en vara­samt getur verið að fólk sé að taka lyfin án sam­ráðs við lækni.

Stórir skammtar í langan tíma áhyggju­efni

Eitt helsta áhyggju­efni varð­andi örvandi lyf er notkun lyfj­anna í mjög stórum skömmtum í langan tíma, segir í pistl­in­um. Geð­rof séu til dæmis vel þekkt ástand meðal ein­stak­linga sem mis­nota örvandi efni. Árið 2017 fengu 74 ein­stak­lingar ávísað að með­al­tali yfir 120 mg af metýlfenídati hvern dag árs­ins og 20 ein­stak­lingar amfetamíni í yfir 40 mg skammti hvern dag árs­ins en sam­kvæmt Emb­ætt­inu eru þetta mjög stórir skammt­ar. Stórir skammtar af örvandi lyfjum til langs tíma geti leitt af sér auka­verk­anir eins og geð­rof, flog en einnig hjarta og æða­sjúk­dóma.

Emb­ætti land­læknis hefur óskað eftir skýr­ingum frá læknum sem ávísa lyfjum í þessum skömmtum og eru slíkar ávís­anir að mestu bundnar við fámennan hóp lækna. Ekki er óal­gengt að þessir sjúk­lingar eigi við marg­vís­legan vanda að stríða og fái önnur tauga- og geð­lyf í miklum mæli ásamt örvandi lyfj­um. Íslend­ingar nota meira af ýmsum ávana­bind­andi lyfjum en flestar þjóðir og tengsl virð­ast vera á milli ávís­aðs magns lyfj­anna og mis­notk­un­ar. Mis­notkun lyfja er síst minna heil­brigð­is­vanda­mál en mis­notkun ólög­legra efna og því er það stefna Emb­ættis land­læknis að tak­marka hana sem mest, enda eitt af hlut­verkum emb­ætt­is­ins að stuðla að skyn­sam­legri lyfja­notk­un.

Að lokum vill Emb­ætti land­læknis leggja áherslu á að þegar örvandi lyf eru notuð á réttan hátt af réttum sjúk­lingi hafa þau oft­ast afger­andi þýð­ingu fyrir lífs­gæði við­kom­andi ein­stak­lings.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent