Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitastjórnarkosningunum í vor. Frá þessu var greint á fundi Miðflokksins í kvöld.
Vigdís hefur tekið virkan þátt í starfi Miðflokksins frá stofnun og ætlar sér nú forystuhlutverk fyrir flokkinn í höfuðborginni.
Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í seinni partinn þar sem greint var frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að kynna oddvita framboðslista Miðflokksins í kvöld á fundi á skrifstofu Miðflokksins að Suðurlandsbraut 18. Lokafrestur til að skila inn öðrum framboðum er klukkan 12:00 laugardaginn 17. febrúar. Miðflokkurinn hyggst kynna 6 efstu frambjóðendur 24. febrúar, að því er sagði í tilkynningu frá flokknum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, er sem kunnugt er formaður Miðflokksins en hann hefur sjö fulltrúa á Alþingi.