Grímur hættir hjá Iceland Airwaves eftir 8 ár

Viðræður um kaup Senu á hátíðinni eru langt á veg komnar.

Grímur Atlason
Auglýsing

Grímur Atla­son er hættur störfum sem stjórn­andi Iceland Airwa­ves tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar, en um þetta til­kynnir hann á Face­book síðu sinni. Hann hefur um ára­bil stýrt þess­ari vin­sælu tón­list­ar­há­tíð. „Eftir 8 ár hjá Iceland Airwa­ves Music Festi­val hef ég kom­ist að sam­komu­lagi við stjórn og eig­anda hátíð­ar­innar um starfs­lok. Þetta hefur verið magn­aður tími og það eru algjör for­rétt­indi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í líf­inu fyrir utan fjöl­skyld­una: tón­list. Ég er stoltur og þakk­látur fyrir að hafa fengið að stýra stór­kost­legri tón­list­ar­há­tíð sem er lang­besta tón­list­ar­há­tíðin á Íslandi og þó víðar væri leit­að. Ég kveð sam­starfs­fólk mitt með sökn­uði og ekki síst allt það frá­bæra tón­list­ar­fólk sem ég hef fengið að starfa með. Það fer vel á því, nú þegar ár hunds­ins er handan horns­ins, að hundar haldi til aust­urs,“ segir Grímur meðal ann­ars á Face­book síðu sinn­i. 

Greint var frá því á vef Vísis í dag, að við­ræður um kaup Senu á tón­list­ar­há­tíð­inni, sem Icelandair hefur átt og rek­ið, væru vel á veg komn­ar.

Grímur hafði áður fjallað um það opin­ber­lega, að rekstur hátíð­ar­innar hefði verið þung­ur. Hátíðin hefur þó sett mik­inn svip á tón­list­ar­lífið á Íslandi en þús­undir erlendra gesta heim­sækja Ísland ár hvert til að sækja tón­leika­dag­skrá hátíð­ar­inn­ar, vítt og breitt um Reykja­vík.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent