Diljá Mist Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar er fyrir Borgar Þór Einarsson, sem einnig er hæstaréttarlögmaður, og hefur aðstoðað Guðlaugi frá því hann varð utanríkisráðherra árið 2016. Diljá hefur störf í dag.
Diljá er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hún hefur starfað sem lögmaður hjá Lögmálum frá árinu 2011. Auk meistaraprófs í lögfræði er Diljá með LLM gráðu í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti frá Háskóla Íslands.
Diljá var varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007-2009 og átti sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins á sama tímabili. Diljá var varaformaður Heimdallar 2009-2010 og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2016-17.
Ríkisstjórn sem í sitja ellefu ráðherrar má ráða sér 25 aðstoðarmenn. Nú hafa 23 slíkir tekið til stafa. Það er mesti fjöldi aðstoðarmanna sem ráðin hefur verið. Einungis einn ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, er með einn aðstoðarmann í stað tveggja og ein staða aðstoðarmanns ríkisstjórnar er ómönnuð.