Fyrirtæki með einn til níu starfsmenn greiddu 143 milljarða í laun

Nánast öll fyrirtæki á Íslandi flokkast sem lítil eða meðalstór. Þar af flokkast 80 prósent þeirra sem örfyrirtæki, sem eru með einn til níu starfsmenn. Þau greiða 26 prósent allra launa.

pexels-photo-52608.jpeg
Auglýsing

Fyr­ir­tæki sem eru með á bil­inu einn til níu starfs­menn greiddu sam­tals 143 millj­arða króna í laun á árinu 2016. Alls borg­uðu þau laun til 37 þús­und manns. Þetta kemur fram í sér­vinnslu Hag­stofu Íslands sem var unnin fyrir Sam­tök atvinnu­lífs­ins og kynnt á Smá­þingi Litla Íslands.

Helstu nið­ur­stöður sér­vinnsl­unnar eru þær að alls 19.500 launa­greið­endur hafi verið á Íslandi árið 2016. Þar af hafi verið um tíu þús­und einka­hluta­fé­lög sem greiði ein­göngu eig­endum sínum laun. Alls séu 99,6 pró­sent fyr­ir­tækja á Íslandi flokkuð sem lítil eða með­al­stór, sem þýði að þau séu með undir 250 starfs­menn. Hjá þeim unnu 71 pró­sent starfs­manna í atvinnu­líf­inu á árinu 2016. Þau greiddu 66 pró­sent allra launa.

Á árunum 2010 til 2016 fjölg­aði litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum um 3.250, eða 20 pró­sent, og starfs­mönnum þeirra fjölg­aði um 20.700. Heild­ar­launa­greiðslur í atvinnu­líf­inu í heild juk­ust um 73 pró­sent milli ofan­greindra ára og voru rúm­lega 760 millj­arðar króna árið 2016. Þar af námu heild­ar­launa­greiðslur lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja rúm­lega 530 millj­örðum króna.

Auglýsing

Hag­tölur eftir stærð fyr­ir­tækja ekki almennt birtar

Í frétt á vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) segir að hag­tölur um fyr­ir­tæki eftir stærð séu almennt ekki birtar hér­lend­is. Það sé hins vegar gert í nágranna­löndum okkar auk þess sem slíkar séu birtar árlega á vef Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar sé fjallað um fjölda fyr­ir­tækja, starfs­manna­fjölda og virð­is­auka eftir stærð fyr­ir­tækja í mis­mun­andi atvinnu­grein­um. „Upp­lýs­ing­arnar gefa færi á að leggja mat á mik­il­vægi smárra, með­al­stórra og stórra fyr­ir­tækja í sköpun atvinnu og verð­mæta. Jafn­framt er unnt að leggja mat á þró­un­ina, t.d. hvaða stærð­ar­flokkar fyr­ir­tækja eru í öru­stum vexti og leggja mest til fjölg­unar starfa og auk­innar verð­mæta­sköp­un­ar.“

Árið 2016 var 19.531 launa­greið­andi í atvinnu­líf­inu Örfyr­ir­tæki voru lang­flest, 17.410, lítil fyr­ir­tæki voru 1.789, 332 voru með­al­stór, og 72 voru stór. Í nið­ur­stöðum SA segir að 99,6 pró­sent launa­greið­enda í atvinnu­líf­inu flokk­ast þannig sem lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki. Hjá örfyr­ir­tækj­unum starf­aði 26 pró­sent starfs­manna í atvinnu­líf­inu, 24 pró­sent hjá litlum fyr­ir­tækj­um, 21 pró­sent hjá með­al­stórum fyr­ir­tækjum og 29 pró­sent hjá stórum fyr­ir­tækj­um.

Örfyr­ir­tæki greiddu 19 pró­sent heild­ar­launa­greiðslna, litlu fyr­ir­tækin 23 pró­sent, með­al­stóru 24 pró­sent og stóru fyr­ir­tæki 34 pró­sent. „Hlut­deild örfyr­ir­tækja og lít­illa fyr­ir­tækja er þannig lægra í launa­greiðslum en í starfs­manna­fjölda.“Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent