Fyrirtæki með einn til níu starfsmenn greiddu 143 milljarða í laun

Nánast öll fyrirtæki á Íslandi flokkast sem lítil eða meðalstór. Þar af flokkast 80 prósent þeirra sem örfyrirtæki, sem eru með einn til níu starfsmenn. Þau greiða 26 prósent allra launa.

pexels-photo-52608.jpeg
Auglýsing

Fyr­ir­tæki sem eru með á bil­inu einn til níu starfs­menn greiddu sam­tals 143 millj­arða króna í laun á árinu 2016. Alls borg­uðu þau laun til 37 þús­und manns. Þetta kemur fram í sér­vinnslu Hag­stofu Íslands sem var unnin fyrir Sam­tök atvinnu­lífs­ins og kynnt á Smá­þingi Litla Íslands.

Helstu nið­ur­stöður sér­vinnsl­unnar eru þær að alls 19.500 launa­greið­endur hafi verið á Íslandi árið 2016. Þar af hafi verið um tíu þús­und einka­hluta­fé­lög sem greiði ein­göngu eig­endum sínum laun. Alls séu 99,6 pró­sent fyr­ir­tækja á Íslandi flokkuð sem lítil eða með­al­stór, sem þýði að þau séu með undir 250 starfs­menn. Hjá þeim unnu 71 pró­sent starfs­manna í atvinnu­líf­inu á árinu 2016. Þau greiddu 66 pró­sent allra launa.

Á árunum 2010 til 2016 fjölg­aði litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum um 3.250, eða 20 pró­sent, og starfs­mönnum þeirra fjölg­aði um 20.700. Heild­ar­launa­greiðslur í atvinnu­líf­inu í heild juk­ust um 73 pró­sent milli ofan­greindra ára og voru rúm­lega 760 millj­arðar króna árið 2016. Þar af námu heild­ar­launa­greiðslur lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja rúm­lega 530 millj­örðum króna.

Auglýsing

Hag­tölur eftir stærð fyr­ir­tækja ekki almennt birtar

Í frétt á vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) segir að hag­tölur um fyr­ir­tæki eftir stærð séu almennt ekki birtar hér­lend­is. Það sé hins vegar gert í nágranna­löndum okkar auk þess sem slíkar séu birtar árlega á vef Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar sé fjallað um fjölda fyr­ir­tækja, starfs­manna­fjölda og virð­is­auka eftir stærð fyr­ir­tækja í mis­mun­andi atvinnu­grein­um. „Upp­lýs­ing­arnar gefa færi á að leggja mat á mik­il­vægi smárra, með­al­stórra og stórra fyr­ir­tækja í sköpun atvinnu og verð­mæta. Jafn­framt er unnt að leggja mat á þró­un­ina, t.d. hvaða stærð­ar­flokkar fyr­ir­tækja eru í öru­stum vexti og leggja mest til fjölg­unar starfa og auk­innar verð­mæta­sköp­un­ar.“

Árið 2016 var 19.531 launa­greið­andi í atvinnu­líf­inu Örfyr­ir­tæki voru lang­flest, 17.410, lítil fyr­ir­tæki voru 1.789, 332 voru með­al­stór, og 72 voru stór. Í nið­ur­stöðum SA segir að 99,6 pró­sent launa­greið­enda í atvinnu­líf­inu flokk­ast þannig sem lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki. Hjá örfyr­ir­tækj­unum starf­aði 26 pró­sent starfs­manna í atvinnu­líf­inu, 24 pró­sent hjá litlum fyr­ir­tækj­um, 21 pró­sent hjá með­al­stórum fyr­ir­tækjum og 29 pró­sent hjá stórum fyr­ir­tækj­um.

Örfyr­ir­tæki greiddu 19 pró­sent heild­ar­launa­greiðslna, litlu fyr­ir­tækin 23 pró­sent, með­al­stóru 24 pró­sent og stóru fyr­ir­tæki 34 pró­sent. „Hlut­deild örfyr­ir­tækja og lít­illa fyr­ir­tækja er þannig lægra í launa­greiðslum en í starfs­manna­fjölda.“Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent