Dómari víkur sæti í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari

Dómarinn í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinar Gunnlaugssyni hefur ákveðið að víkja sæti vegna vanhæfis. Vanhæfið er tilkomið vegna setu dómarans í stjórn Dómarafélagsins með Skúla Magnússyni sem hefur tjáð sig afgerandi um málið.

Dómsmál
Auglýsing

Sandra Bald­vins­dótt­ir, sem var settur dóm­ari í máli þar sem Bene­dikt Boga­­son, núver­andi hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, hefur stefnt Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara, fyrir meið­yrði, hefur ákveðið að víkja sæti í mál­inu.

­Gestur Jóns­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og lög­­­maður Jóns Stein­­ars, gerði þá kröfu í gær að Sandra myndi víkja sæti vegna van­hæfis á þeim grund­velli að hún sé í stjórn Dóm­­ara­­fé­lags Íslands og á síð­­asta aðal­­fundi félags­­ins, sem og í fjöl­miðlum eftir fund­inn, hafi þáver­andi for­­maður þess, Skúli Magn­ús­­son, sett fram sjón­­­ar­mið sem séu þess vald­andi að Jón Steinar geti dregið óhlut­­drægni hennar í efa.

Það gerði Sandra síð­degis í dag og í nið­ur­stöðu hennar segir að í ljósi þess að ummælin hafi Skúli sett fram sem for­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands, sem dóm­ari máls­ins var hluti af, séu fyrir hendi rétt­mætar ástæður fyrir Jón Steinar að draga hæfi dóm­ar­ans í efa.

„Dóms­morð“

Aðdrag­andi máls­ins er sá að í bók sinni „Með lognið í fangið - um afglöp Hæsta­réttar eftir hrun“ sem Jón Steinar gaf út í nóv­­em­ber í fyrra gagn­rýnir hann Hæsta­rétt harð­­lega og full­yrðir að dóm­­ur­inn hafi brugð­ist þjóð­inni við með­­­ferð dóms­­mála í kjöl­far efna­hags­hruns­ins.

Í kjöl­farið stefndi Bene­dikt Jóni fyrir meið­yrði og gerir kröfu upp á tvær millj­­ónir auk vaxta í miska­bætur sem hann hyggst láta renna til góð­­gerð­­ar­­mála vinn­ist mál­ið, sem og um máls­­kostn­að.

Auglýsing
Ummælin sem Bene­dikt vill að verði dæmd dauð og ómerk snú­­ast meðal ann­­ars um það sem Jón Steinar kallar ítrekað í bók­inni „dóms­morð“, til dæmis að við með­­­ferð Hæsta­réttar á máli Bald­­urs Gunn­laugs­­son­­ar, fyrr­ver­andi ráðu­­neyt­is­­stjóra í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu, sem dæmdur var í tveggja ára fang­elsi fyrir inn­herja­svik árið 2012, hafi verið framið „það sem kallað hefur verið dóms­morð“ og að dóm­­ar­­arnir hafi vitað eða hlotið að vita að sá dómur hafi ekki stað­ist hlut­­lausa laga­fram­­kvæmd, ásamt öðru.

Van­hæf vegna skoð­ana for­­manns Dóm­­ara­­fé­lags­ins?

Í ræðu sinni á umræddum aðal­­fund­i, sem hald­inn var þann 24. nóv­­em­ber 2017, sagði Skúli meðal ann­­ars að Jón Steinar hafi verið einn þeirra sem harð­­ast hafi gengið fram í umræðu í fjöl­miðlum um fjár­­­mál dóm­­ara. „Hvort Jón Steinar tók þátt í því að skipu­­leggja þessar aðgerðir frá grunni eða hvort hann sam­­sam­aði sig þeim, þegar hann varð þess áskynja, verður hann að svara sjálfur fyr­­ir. Hver og einn getur einnig svarað því hvort og með hvaða hætti fram­­ganga Jóns Stein­­ars var sam­ræm­an­­leg sið­­ferð­is­­legum skyldum hans sem starf­andi lög­­­manns sem og skyldum hans sem fyrr­ver­andi dóm­­ara við Hæsta­rétt Íslands. Ekki síst ætti Jón Steinar að reyna að gera það sjálf­­ur,“ sagði Skúli. Um dóms­­málið sem Bene­dikt hafði þá þegar efnt til gegn Jóni Stein­­ari sagði Skúli að ekki væri furð­u­­legt þótt til­­­tek­inn dóm­­ari, þ.e. Bene­dikt, hafi misst þol­in­­mæð­ina og ákveðið að nota það úrræði sem lögin bjóða hon­um, að höfða meið­yrða­­mál vegna alvar­­lega ávirð­inga um störf hans og ann­­arra dóm­­ara í til­­­teknu dóms­­máli, í ljósi þess að dóm­­arar séu í afar þröngri stöðu til að tjá sig opin­ber­­lega og verj­­ast ómál­efna­­legum mál­­flutn­ingi og röngum ásök­un­­um. „Og auð­vitað má gagn­rýna dóm­stóla og úrlausnir þeirra og jafn­­vel dóm­­ar­ana sjálfa. Það er hins vegar munur á gagn­rýnni umræðu og svo hreinni nið­­ur­rifs­­starf­­sem­i.“

Lög­maður Jóns Stein­ars vís­aði einnig í orð Skúla Magn­ús­­sonar í kvöld­fréttum RÚV sama dag, þar sem hann sagði að ef fjöl­miðlar eða aðrir sæju ekki um að hreinsa svona óhróður upp þannig að hann dæmi sig í raun og veru sjálfur þá hljóti dóm­­arar á ein­hverjum tíma­­punkti að grípa til við­bragða sem þeir hafi þá sam­­kvæmt lögum og „ég lýsi ákveðnum skiln­ingi á því,“ sagði Skúli.

Auglýsing
Skúli gagn­rýndi einnig að Jón Steinar sjálfur hafi reynt að hafa áhrif á nið­­ur­­stöðu máls Bald­­urs í Hæsta­rétti þó að hann hafi sjálfur lýst sig van­hæf­­an. „Sú atburða­rás sem hann hefur sjálfur lýst og sú aðkoma hans sjálfs sem hann hefur lýst í fjöl­miðlum hún felur auð­vitað í sér eitt­hvað það skýrasta brot á siða­­reglum dóm­­ara sem hægt er að hugsa sér.“

Lög­maður Jóns Stein­ars sagði Söndru hafa setið í stjórn félags­­ins undir for­ystu Skúla sem for­­manns og geri enn eftir for­­manns­­skipti sem urðu á aðal­­fund­in­­um. Hann viti ekki til þess að Sandra hafi gert neinar athuga­­semdir við fram­an­­greind orð Skúla Magn­ús­­son­­ar, hvorki á aðal­­fund­inum sjálfum né opin­ber­­lega síðar á öðrum vett­vangi og því hafi Jón rétt­­mætar ástæður til að ætla að orð Skúla end­­ur­­spegli við­horf þeirra sem með honum sátu í stjórn félags­­ins, þar með talin Sandra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent