Dómari víkur sæti í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari

Dómarinn í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinar Gunnlaugssyni hefur ákveðið að víkja sæti vegna vanhæfis. Vanhæfið er tilkomið vegna setu dómarans í stjórn Dómarafélagsins með Skúla Magnússyni sem hefur tjáð sig afgerandi um málið.

Dómsmál
Auglýsing

Sandra Bald­vins­dótt­ir, sem var settur dóm­ari í máli þar sem Bene­dikt Boga­­son, núver­andi hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, hefur stefnt Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara, fyrir meið­yrði, hefur ákveðið að víkja sæti í mál­inu.

­Gestur Jóns­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og lög­­­maður Jóns Stein­­ars, gerði þá kröfu í gær að Sandra myndi víkja sæti vegna van­hæfis á þeim grund­velli að hún sé í stjórn Dóm­­ara­­fé­lags Íslands og á síð­­asta aðal­­fundi félags­­ins, sem og í fjöl­miðlum eftir fund­inn, hafi þáver­andi for­­maður þess, Skúli Magn­ús­­son, sett fram sjón­­­ar­mið sem séu þess vald­andi að Jón Steinar geti dregið óhlut­­drægni hennar í efa.

Það gerði Sandra síð­degis í dag og í nið­ur­stöðu hennar segir að í ljósi þess að ummælin hafi Skúli sett fram sem for­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands, sem dóm­ari máls­ins var hluti af, séu fyrir hendi rétt­mætar ástæður fyrir Jón Steinar að draga hæfi dóm­ar­ans í efa.

„Dóms­morð“

Aðdrag­andi máls­ins er sá að í bók sinni „Með lognið í fangið - um afglöp Hæsta­réttar eftir hrun“ sem Jón Steinar gaf út í nóv­­em­ber í fyrra gagn­rýnir hann Hæsta­rétt harð­­lega og full­yrðir að dóm­­ur­inn hafi brugð­ist þjóð­inni við með­­­ferð dóms­­mála í kjöl­far efna­hags­hruns­ins.

Í kjöl­farið stefndi Bene­dikt Jóni fyrir meið­yrði og gerir kröfu upp á tvær millj­­ónir auk vaxta í miska­bætur sem hann hyggst láta renna til góð­­gerð­­ar­­mála vinn­ist mál­ið, sem og um máls­­kostn­að.

Auglýsing
Ummælin sem Bene­dikt vill að verði dæmd dauð og ómerk snú­­ast meðal ann­­ars um það sem Jón Steinar kallar ítrekað í bók­inni „dóms­morð“, til dæmis að við með­­­ferð Hæsta­réttar á máli Bald­­urs Gunn­laugs­­son­­ar, fyrr­ver­andi ráðu­­neyt­is­­stjóra í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu, sem dæmdur var í tveggja ára fang­elsi fyrir inn­herja­svik árið 2012, hafi verið framið „það sem kallað hefur verið dóms­morð“ og að dóm­­ar­­arnir hafi vitað eða hlotið að vita að sá dómur hafi ekki stað­ist hlut­­lausa laga­fram­­kvæmd, ásamt öðru.

Van­hæf vegna skoð­ana for­­manns Dóm­­ara­­fé­lags­ins?

Í ræðu sinni á umræddum aðal­­fund­i, sem hald­inn var þann 24. nóv­­em­ber 2017, sagði Skúli meðal ann­­ars að Jón Steinar hafi verið einn þeirra sem harð­­ast hafi gengið fram í umræðu í fjöl­miðlum um fjár­­­mál dóm­­ara. „Hvort Jón Steinar tók þátt í því að skipu­­leggja þessar aðgerðir frá grunni eða hvort hann sam­­sam­aði sig þeim, þegar hann varð þess áskynja, verður hann að svara sjálfur fyr­­ir. Hver og einn getur einnig svarað því hvort og með hvaða hætti fram­­ganga Jóns Stein­­ars var sam­ræm­an­­leg sið­­ferð­is­­legum skyldum hans sem starf­andi lög­­­manns sem og skyldum hans sem fyrr­ver­andi dóm­­ara við Hæsta­rétt Íslands. Ekki síst ætti Jón Steinar að reyna að gera það sjálf­­ur,“ sagði Skúli. Um dóms­­málið sem Bene­dikt hafði þá þegar efnt til gegn Jóni Stein­­ari sagði Skúli að ekki væri furð­u­­legt þótt til­­­tek­inn dóm­­ari, þ.e. Bene­dikt, hafi misst þol­in­­mæð­ina og ákveðið að nota það úrræði sem lögin bjóða hon­um, að höfða meið­yrða­­mál vegna alvar­­lega ávirð­inga um störf hans og ann­­arra dóm­­ara í til­­­teknu dóms­­máli, í ljósi þess að dóm­­arar séu í afar þröngri stöðu til að tjá sig opin­ber­­lega og verj­­ast ómál­efna­­legum mál­­flutn­ingi og röngum ásök­un­­um. „Og auð­vitað má gagn­rýna dóm­stóla og úrlausnir þeirra og jafn­­vel dóm­­ar­ana sjálfa. Það er hins vegar munur á gagn­rýnni umræðu og svo hreinni nið­­ur­rifs­­starf­­sem­i.“

Lög­maður Jóns Stein­ars vís­aði einnig í orð Skúla Magn­ús­­sonar í kvöld­fréttum RÚV sama dag, þar sem hann sagði að ef fjöl­miðlar eða aðrir sæju ekki um að hreinsa svona óhróður upp þannig að hann dæmi sig í raun og veru sjálfur þá hljóti dóm­­arar á ein­hverjum tíma­­punkti að grípa til við­bragða sem þeir hafi þá sam­­kvæmt lögum og „ég lýsi ákveðnum skiln­ingi á því,“ sagði Skúli.

Auglýsing
Skúli gagn­rýndi einnig að Jón Steinar sjálfur hafi reynt að hafa áhrif á nið­­ur­­stöðu máls Bald­­urs í Hæsta­rétti þó að hann hafi sjálfur lýst sig van­hæf­­an. „Sú atburða­rás sem hann hefur sjálfur lýst og sú aðkoma hans sjálfs sem hann hefur lýst í fjöl­miðlum hún felur auð­vitað í sér eitt­hvað það skýrasta brot á siða­­reglum dóm­­ara sem hægt er að hugsa sér.“

Lög­maður Jóns Stein­ars sagði Söndru hafa setið í stjórn félags­­ins undir for­ystu Skúla sem for­­manns og geri enn eftir for­­manns­­skipti sem urðu á aðal­­fund­in­­um. Hann viti ekki til þess að Sandra hafi gert neinar athuga­­semdir við fram­an­­greind orð Skúla Magn­ús­­son­­ar, hvorki á aðal­­fund­inum sjálfum né opin­ber­­lega síðar á öðrum vett­vangi og því hafi Jón rétt­­mætar ástæður til að ætla að orð Skúla end­­ur­­spegli við­horf þeirra sem með honum sátu í stjórn félags­­ins, þar með talin Sandra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent