Dómari víkur sæti í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari

Dómarinn í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinar Gunnlaugssyni hefur ákveðið að víkja sæti vegna vanhæfis. Vanhæfið er tilkomið vegna setu dómarans í stjórn Dómarafélagsins með Skúla Magnússyni sem hefur tjáð sig afgerandi um málið.

Dómsmál
Auglýsing

Sandra Bald­vins­dótt­ir, sem var settur dóm­ari í máli þar sem Bene­dikt Boga­­son, núver­andi hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, hefur stefnt Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara, fyrir meið­yrði, hefur ákveðið að víkja sæti í mál­inu.

­Gestur Jóns­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og lög­­­maður Jóns Stein­­ars, gerði þá kröfu í gær að Sandra myndi víkja sæti vegna van­hæfis á þeim grund­velli að hún sé í stjórn Dóm­­ara­­fé­lags Íslands og á síð­­asta aðal­­fundi félags­­ins, sem og í fjöl­miðlum eftir fund­inn, hafi þáver­andi for­­maður þess, Skúli Magn­ús­­son, sett fram sjón­­­ar­mið sem séu þess vald­andi að Jón Steinar geti dregið óhlut­­drægni hennar í efa.

Það gerði Sandra síð­degis í dag og í nið­ur­stöðu hennar segir að í ljósi þess að ummælin hafi Skúli sett fram sem for­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands, sem dóm­ari máls­ins var hluti af, séu fyrir hendi rétt­mætar ástæður fyrir Jón Steinar að draga hæfi dóm­ar­ans í efa.

„Dóms­morð“

Aðdrag­andi máls­ins er sá að í bók sinni „Með lognið í fangið - um afglöp Hæsta­réttar eftir hrun“ sem Jón Steinar gaf út í nóv­­em­ber í fyrra gagn­rýnir hann Hæsta­rétt harð­­lega og full­yrðir að dóm­­ur­inn hafi brugð­ist þjóð­inni við með­­­ferð dóms­­mála í kjöl­far efna­hags­hruns­ins.

Í kjöl­farið stefndi Bene­dikt Jóni fyrir meið­yrði og gerir kröfu upp á tvær millj­­ónir auk vaxta í miska­bætur sem hann hyggst láta renna til góð­­gerð­­ar­­mála vinn­ist mál­ið, sem og um máls­­kostn­að.

Auglýsing
Ummælin sem Bene­dikt vill að verði dæmd dauð og ómerk snú­­ast meðal ann­­ars um það sem Jón Steinar kallar ítrekað í bók­inni „dóms­morð“, til dæmis að við með­­­ferð Hæsta­réttar á máli Bald­­urs Gunn­laugs­­son­­ar, fyrr­ver­andi ráðu­­neyt­is­­stjóra í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu, sem dæmdur var í tveggja ára fang­elsi fyrir inn­herja­svik árið 2012, hafi verið framið „það sem kallað hefur verið dóms­morð“ og að dóm­­ar­­arnir hafi vitað eða hlotið að vita að sá dómur hafi ekki stað­ist hlut­­lausa laga­fram­­kvæmd, ásamt öðru.

Van­hæf vegna skoð­ana for­­manns Dóm­­ara­­fé­lags­ins?

Í ræðu sinni á umræddum aðal­­fund­i, sem hald­inn var þann 24. nóv­­em­ber 2017, sagði Skúli meðal ann­­ars að Jón Steinar hafi verið einn þeirra sem harð­­ast hafi gengið fram í umræðu í fjöl­miðlum um fjár­­­mál dóm­­ara. „Hvort Jón Steinar tók þátt í því að skipu­­leggja þessar aðgerðir frá grunni eða hvort hann sam­­sam­aði sig þeim, þegar hann varð þess áskynja, verður hann að svara sjálfur fyr­­ir. Hver og einn getur einnig svarað því hvort og með hvaða hætti fram­­ganga Jóns Stein­­ars var sam­ræm­an­­leg sið­­ferð­is­­legum skyldum hans sem starf­andi lög­­­manns sem og skyldum hans sem fyrr­ver­andi dóm­­ara við Hæsta­rétt Íslands. Ekki síst ætti Jón Steinar að reyna að gera það sjálf­­ur,“ sagði Skúli. Um dóms­­málið sem Bene­dikt hafði þá þegar efnt til gegn Jóni Stein­­ari sagði Skúli að ekki væri furð­u­­legt þótt til­­­tek­inn dóm­­ari, þ.e. Bene­dikt, hafi misst þol­in­­mæð­ina og ákveðið að nota það úrræði sem lögin bjóða hon­um, að höfða meið­yrða­­mál vegna alvar­­lega ávirð­inga um störf hans og ann­­arra dóm­­ara í til­­­teknu dóms­­máli, í ljósi þess að dóm­­arar séu í afar þröngri stöðu til að tjá sig opin­ber­­lega og verj­­ast ómál­efna­­legum mál­­flutn­ingi og röngum ásök­un­­um. „Og auð­vitað má gagn­rýna dóm­stóla og úrlausnir þeirra og jafn­­vel dóm­­ar­ana sjálfa. Það er hins vegar munur á gagn­rýnni umræðu og svo hreinni nið­­ur­rifs­­starf­­sem­i.“

Lög­maður Jóns Stein­ars vís­aði einnig í orð Skúla Magn­ús­­sonar í kvöld­fréttum RÚV sama dag, þar sem hann sagði að ef fjöl­miðlar eða aðrir sæju ekki um að hreinsa svona óhróður upp þannig að hann dæmi sig í raun og veru sjálfur þá hljóti dóm­­arar á ein­hverjum tíma­­punkti að grípa til við­bragða sem þeir hafi þá sam­­kvæmt lögum og „ég lýsi ákveðnum skiln­ingi á því,“ sagði Skúli.

Auglýsing
Skúli gagn­rýndi einnig að Jón Steinar sjálfur hafi reynt að hafa áhrif á nið­­ur­­stöðu máls Bald­­urs í Hæsta­rétti þó að hann hafi sjálfur lýst sig van­hæf­­an. „Sú atburða­rás sem hann hefur sjálfur lýst og sú aðkoma hans sjálfs sem hann hefur lýst í fjöl­miðlum hún felur auð­vitað í sér eitt­hvað það skýrasta brot á siða­­reglum dóm­­ara sem hægt er að hugsa sér.“

Lög­maður Jóns Stein­ars sagði Söndru hafa setið í stjórn félags­­ins undir for­ystu Skúla sem for­­manns og geri enn eftir for­­manns­­skipti sem urðu á aðal­­fund­in­­um. Hann viti ekki til þess að Sandra hafi gert neinar athuga­­semdir við fram­an­­greind orð Skúla Magn­ús­­son­­ar, hvorki á aðal­­fund­inum sjálfum né opin­ber­­lega síðar á öðrum vett­vangi og því hafi Jón rétt­­mætar ástæður til að ætla að orð Skúla end­­ur­­spegli við­horf þeirra sem með honum sátu í stjórn félags­­ins, þar með talin Sandra.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent