Benedikt stefnir Jóni Steinari

Hæstaréttardómari hefur stefnt Jóni Steinari Gunnlaugsson hrl. og fyrrverandi Hæstaréttardómara.

Hæstiréttur
Auglýsing

Bene­dikt Boga­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari, hefur stefnt Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni hrl. og fyrr­ver­andi dóm­ara við Hæsta­rétt, fyrir meið­yrði. Frá þessu greindi RÚV í kvöld, en ummælin sem málið byggir á tengj­ast dómi um inn­herja­svik og brot í opin­beru starfi.

Jón Steinar full­yrðir í nýrri bók, Með lognið í fang­ið, að Hæsti­réttur hafi framið dóms­morð á Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, en hann dæmdur fyrir inn­herja­svik í tengslum við sölu hans á hluta­bréfum í Lands­bank­an­um. 

Hæstirétt­ur stað­festi tveggja ára fang­els­is­­dóm yfir Baldri vegna inn­­herj­a­svika og brota í op­in­beru starfi. Einn hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, Ólaf­ur Börk­ur Þor­­valds­­son, skil­aði sér­á­liti og vildi láta vísa mál­inu frá.

Auglýsing

Bald­ur var ákærður fyr­ir inn­­herj­a­­svik og brot í op­in­beru starf­i þegar hann seldi hluta­bréf í Lands­­bank­an­um 17. og 18. sept­­em­ber 2008. Bald­ur var þá ráðu­neyt­is­­stjóri, eins og áður seg­ir, og sat í sam­ráðs­hópi ís­­lenskra stjórn­­­valda um fjár­­­mála­­stöðug­­leika. Sölu­and­virði bréfann, 192 millj­ónir króna, var einnig gert upp­tækt.

Bene­dikt krefst þess að fimm ummæli í bók­inni verði dæmd dauð og ómerk, að því er fram kemur í frétt RÚV, en þau snúa að full­yrð­ingum Jóns Stein­ars um að dóms­morð hafi verið framið. „Dóms­morð er... dráp af ásettu ráði, þar sem rétt­ar­farið verður að morð­tól­in­u,“ ­skrifar Jón Steinar í bók sinni og vísar þar til gam­allar skil­grein­ingar á hug­tak­inu, eins og það er orðað í frétt RÚV. Með þessu segir hann að dóm­arar hafi vilj­andi, gegn betri vit­und, kom­ist að nið­ur­stöðu um að dæma Baldur sek­an.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent