Gordon Brown hvetur G20 til að útrýma skattaparadísum

Opið bréf gengur nú um netheima þar sem forseti Argentínu og leiðtogar G20 ríkjanna eru hvattir til að útrýma skattaparadísum og láta þá sem hafa nýtt sér þær taka afleiðingunum.

Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Gor­don Brown, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur skrifað undir opið bréf þar sem helstu leið­togar heims­ins eru hvattir til að útrýma skattaparadísum og að þeir sem hafi nýtt sér þær verði látnir taka ábyrgð á gjörðum sín­um. 

Bréfið er einnig stílað á for­seta Argent­ínu, Mauricio Macri, en í því segir að átta rík­ustu ein­stak­lingar heims­ins eigi auð­æfi á við helm­ing mann­kyns. 

„Gjáin stækk­ar, þökk sé meðal ann­ars skugg­sælum skattaparadísum sem láta millj­arða hverfa til aflandseyja úr hag­kerfi okk­ar. Einmitt núna verða ríkir rík­ari og þau okkar sem sitja eftir borga,“ segir í bréf­in­u. 

Auglýsing

Í bréf­inu kemur einnig fram að fyrir átta árum hafi G20 fall­ist á að binda endi á slíka starf­semi. Nú sé tími til kom­inn að standa við lof­orð­ið.

Enn fremur segir að eng­inn ætti að kom­ast upp með að sleppa því að sinna skyldum sínum og borga skatta. Það sé á ábyrgð leið­tog­anna að koma því fyrir að svo sé. Sem borg­arar í sam­fé­lagi þjóða krefj­ist þau aðgerða. 

Eitt mesta órétt­læti nútím­ans

Brown seg­ist per­sónu­lega ætla að afhenda for­seta Argent­ínu bréf­ið. „Sem for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og aðili í G20 hópnum reyndi ég fyrir átta árum að binda enda á órétt­læti skattaparadísa um allan heim. En eins og Para­dís­ar­skjölin sýna þá eru millj­arðar milli­færðir til útlanda á skugg­sæl­ustu staði hins hnatt­ræna hag­kerfis til að sleppa við það að greiða skatta. 

Þetta er eitt mesta órétt­læti dags­ins í dag; að leyfa þeim ríku að standa á hlið­ar­lín­unni á meðan við hin þurfum að greiða fyrir heil­brigð­is­kerfi og menntun og vernda hina varn­ar­lausu í sam­fé­lag­in­u. 

En núna býðst okkur tæki­færi til að stöðva órétt­lætið í gegnum alþjóð­legan samn­ing sem bannar skattaparadísir og að leggja refs­ingu og fang­els­is­dóma á þá sem skjóta undan skatti. Og leið­togar stærstu efna­hags­svæða heims­ins í G20 hópnum geta látið það ger­ast,“ segir hann og hvetur fólk til að skrifa undir bréf­ið. 

Hann muni biðla til for­set­ans og ann­arra með­lima G20 hóps­ins að ljúka því verki sem hafið var árið 2009.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent