Ásmundur ætlar að fá sér bílaleigubíl

Ásmundur Friðriksson ætlar að hætta að nota einkabíl sinn í starfi og krefjast endurgreiðslu fyrir keyrslu hans. Þess í stað mun hann notast við bílaleigubíl líkt og Alþingi hefur mælst til um að hann geri.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, ætlar að hætta að nota einka­bíl sinn til akst­urs vegna starfa sinna og nýta sér bíla­leigu­bíl þess í stað. Hann greinir frá þessu í sam­tali við Vísi.

Þar segir Ásmundur að þetta hafi staðið til lengi eftir að nýjar reglur hafi verið settar af for­sætis­nefnd um akst­urs­mál þing­manna fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Ásmundur segir við Vísi að ekk­ert „sam­ráð var haft við okkur sem erum í þessu heima­keyrslu­verk­efni“ þegar þær reglur hafi verið sett­ar. Ásmundur segir enn fremur að hann hafi boðið þing­inu að leigja af sér bif­reið sína á sömu kjörum og bíla­leigur bjóða þing­inu. Það hafi ekki verið þeg­ið.

Ásmundur sá þing­­­maður sem fékk flestar krónur end­­­ur­greiddar vegna akst­­­­ur­s­­­­kostn­aðar í fyrra, alls 4,6 millj­ónir króna. Upp­­hæðin sem hann fékk þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­­ur­greiðslu úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­­metra í fyrra, og fékk end­­­ur­greitt frá rík­­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­­ur.

Auglýsing

Í morgun var greint frá því í Morg­un­út­varpi Rásar 2 að sam­kvæmt útreikn­ingum Félags íslenskra bif­­reið­­ar­eig­enda (FÍB) kostar um tvær millj­­ónir króna að reka Kia Sporta­­ge-jeppa á ári. Ásmundur á slíkar bíl.

Í útreikn­ing­unum er gert ráð fyrir verð­rýrnun á bif­­reið­inni milli ára vegna mik­ils akst­­urs (Ás­­mundur keyrði tæp­­lega 48 þús­und kíló­­metra í fyrra og verð­rýrn­unin er reiknuð 18 pró­­sent, eða 139 þús­und krón­­ur), eyðslu sem sam­svarar sjö lítrum af dísilolíu á hverja 100 kíló­­metra (kostn­aður upp á 654 þús­und krón­­ur), 270 þús­und króna við­halds­­­kostn­aði og 90 þús­und krónum í hjól­barða. Þá er reiknað með að trygg­ingar kosti 160 þús­und krónur og að skattar og skoðun kosti 26 þús­und krón­­ur. Alls er bætt við 49 þús­und krónum í kostnað vegna bíla­­stæða, þrifa og fleiri þátta. Sam­an­lagt gera þetta um tvær millj­­ónir króna, eða um 2,6 millj­­ónum krónum lægri upp­­hæð en Ásmundur fékk greidda frá Alþingi.

End­­ur­greiðslur til þing­­manna vegna akst­­urs hafa dreg­ist mikið saman und­an­farin ár eftir að þeim til­­­mælum var beint til lands­­byggð­­ar­­þing­­manna að nota frekar bíla­­leig­u­bíla og flug­­­leiðir til að kom­­ast á milli staða. Skrif­­­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­­­leig­u­­­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­­­samn­ingi Rík­­­is­­­kaupa, um afslætti af gjald­­­skrá bíla­­­leig­u­bíla til að ná niður þessum kostn­aði enn frek­­ar.

Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent