Ásmundur ætlar að fá sér bílaleigubíl

Ásmundur Friðriksson ætlar að hætta að nota einkabíl sinn í starfi og krefjast endurgreiðslu fyrir keyrslu hans. Þess í stað mun hann notast við bílaleigubíl líkt og Alþingi hefur mælst til um að hann geri.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, ætlar að hætta að nota einka­bíl sinn til akst­urs vegna starfa sinna og nýta sér bíla­leigu­bíl þess í stað. Hann greinir frá þessu í sam­tali við Vísi.

Þar segir Ásmundur að þetta hafi staðið til lengi eftir að nýjar reglur hafi verið settar af for­sætis­nefnd um akst­urs­mál þing­manna fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Ásmundur segir við Vísi að ekk­ert „sam­ráð var haft við okkur sem erum í þessu heima­keyrslu­verk­efni“ þegar þær reglur hafi verið sett­ar. Ásmundur segir enn fremur að hann hafi boðið þing­inu að leigja af sér bif­reið sína á sömu kjörum og bíla­leigur bjóða þing­inu. Það hafi ekki verið þeg­ið.

Ásmundur sá þing­­­maður sem fékk flestar krónur end­­­ur­greiddar vegna akst­­­­ur­s­­­­kostn­aðar í fyrra, alls 4,6 millj­ónir króna. Upp­­hæðin sem hann fékk þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­­ur­greiðslu úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­­metra í fyrra, og fékk end­­­ur­greitt frá rík­­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­­ur.

Auglýsing

Í morgun var greint frá því í Morg­un­út­varpi Rásar 2 að sam­kvæmt útreikn­ingum Félags íslenskra bif­­reið­­ar­eig­enda (FÍB) kostar um tvær millj­­ónir króna að reka Kia Sporta­­ge-jeppa á ári. Ásmundur á slíkar bíl.

Í útreikn­ing­unum er gert ráð fyrir verð­rýrnun á bif­­reið­inni milli ára vegna mik­ils akst­­urs (Ás­­mundur keyrði tæp­­lega 48 þús­und kíló­­metra í fyrra og verð­rýrn­unin er reiknuð 18 pró­­sent, eða 139 þús­und krón­­ur), eyðslu sem sam­svarar sjö lítrum af dísilolíu á hverja 100 kíló­­metra (kostn­aður upp á 654 þús­und krón­­ur), 270 þús­und króna við­halds­­­kostn­aði og 90 þús­und krónum í hjól­barða. Þá er reiknað með að trygg­ingar kosti 160 þús­und krónur og að skattar og skoðun kosti 26 þús­und krón­­ur. Alls er bætt við 49 þús­und krónum í kostnað vegna bíla­­stæða, þrifa og fleiri þátta. Sam­an­lagt gera þetta um tvær millj­­ónir króna, eða um 2,6 millj­­ónum krónum lægri upp­­hæð en Ásmundur fékk greidda frá Alþingi.

End­­ur­greiðslur til þing­­manna vegna akst­­urs hafa dreg­ist mikið saman und­an­farin ár eftir að þeim til­­­mælum var beint til lands­­byggð­­ar­­þing­­manna að nota frekar bíla­­leig­u­bíla og flug­­­leiðir til að kom­­ast á milli staða. Skrif­­­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­­­leig­u­­­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­­­samn­ingi Rík­­­is­­­kaupa, um afslætti af gjald­­­skrá bíla­­­leig­u­bíla til að ná niður þessum kostn­aði enn frek­­ar.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent