Ásmundur ætlar að fá sér bílaleigubíl

Ásmundur Friðriksson ætlar að hætta að nota einkabíl sinn í starfi og krefjast endurgreiðslu fyrir keyrslu hans. Þess í stað mun hann notast við bílaleigubíl líkt og Alþingi hefur mælst til um að hann geri.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, ætlar að hætta að nota einka­bíl sinn til akst­urs vegna starfa sinna og nýta sér bíla­leigu­bíl þess í stað. Hann greinir frá þessu í sam­tali við Vísi.

Þar segir Ásmundur að þetta hafi staðið til lengi eftir að nýjar reglur hafi verið settar af for­sætis­nefnd um akst­urs­mál þing­manna fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Ásmundur segir við Vísi að ekk­ert „sam­ráð var haft við okkur sem erum í þessu heima­keyrslu­verk­efni“ þegar þær reglur hafi verið sett­ar. Ásmundur segir enn fremur að hann hafi boðið þing­inu að leigja af sér bif­reið sína á sömu kjörum og bíla­leigur bjóða þing­inu. Það hafi ekki verið þeg­ið.

Ásmundur sá þing­­­maður sem fékk flestar krónur end­­­ur­greiddar vegna akst­­­­ur­s­­­­kostn­aðar í fyrra, alls 4,6 millj­ónir króna. Upp­­hæðin sem hann fékk þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­­ur­greiðslu úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­­metra í fyrra, og fékk end­­­ur­greitt frá rík­­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­­ur.

Auglýsing

Í morgun var greint frá því í Morg­un­út­varpi Rásar 2 að sam­kvæmt útreikn­ingum Félags íslenskra bif­­reið­­ar­eig­enda (FÍB) kostar um tvær millj­­ónir króna að reka Kia Sporta­­ge-jeppa á ári. Ásmundur á slíkar bíl.

Í útreikn­ing­unum er gert ráð fyrir verð­rýrnun á bif­­reið­inni milli ára vegna mik­ils akst­­urs (Ás­­mundur keyrði tæp­­lega 48 þús­und kíló­­metra í fyrra og verð­rýrn­unin er reiknuð 18 pró­­sent, eða 139 þús­und krón­­ur), eyðslu sem sam­svarar sjö lítrum af dísilolíu á hverja 100 kíló­­metra (kostn­aður upp á 654 þús­und krón­­ur), 270 þús­und króna við­halds­­­kostn­aði og 90 þús­und krónum í hjól­barða. Þá er reiknað með að trygg­ingar kosti 160 þús­und krónur og að skattar og skoðun kosti 26 þús­und krón­­ur. Alls er bætt við 49 þús­und krónum í kostnað vegna bíla­­stæða, þrifa og fleiri þátta. Sam­an­lagt gera þetta um tvær millj­­ónir króna, eða um 2,6 millj­­ónum krónum lægri upp­­hæð en Ásmundur fékk greidda frá Alþingi.

End­­ur­greiðslur til þing­­manna vegna akst­­urs hafa dreg­ist mikið saman und­an­farin ár eftir að þeim til­­­mælum var beint til lands­­byggð­­ar­­þing­­manna að nota frekar bíla­­leig­u­bíla og flug­­­leiðir til að kom­­ast á milli staða. Skrif­­­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­­­leig­u­­­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­­­samn­ingi Rík­­­is­­­kaupa, um afslætti af gjald­­­skrá bíla­­­leig­u­bíla til að ná niður þessum kostn­aði enn frek­­ar.

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent