Þolandi ósátt við traust ráðherra á aðstoðarmanni

Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segist hafa upplifað það sem sjálfstætt brot þegar lögmaður hennar og nú aðstoðarmaður ráðherra hafi ekki greitt henni út miskabætur fyrr en hún leitaði sér aðstoðar annars lögmanns við innheimtuna.

Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Auglýsing

Ólöf Rún Ásgeirs­dótt­ir, þol­andi í kyn­ferð­is­brota­máli, seg­ist hafa upp­lifað það sem sjálf­stætt brot þegar Sif Kon­ráðs­dóttir þá rétt­ar­gæslu­maður henn­ar, nú aðstoð­ar­maður umhverf­is­ráð­herra, hafi ekki greitt henni miska­bætur sem henni voru dæmdar vegna máls­ins. Ólöf þurfti að leita sér aðstoðar ann­ars lög­manns til að inn­heimta bæt­urnar sem á end­anum feng­ust greidd­ar.

Erfitt ferli

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Ólöf Rún sögu sína. Hún ólst upp á Stykk­is­hólmi þar sem hún var beitt kyn­ferð­is­of­beldi af kenn­ara sín­um. „Hann var líka að þjálfa mig í körfu­bolta. Hann byrj­aði að hafa sam­band við mig í gengum sms skila­boð, ætl­aði að senda á vin sinn en sendi „óvart“ á mig. Upp úr því fórum við að vera í miklu sam­bandi sem þró­að­ist út í kyn­ferð­is­legt sam­band,“ segir Ólöf.

Síðar stóð til að kenn­ar­inn yrði gerður að umsjón­ar­kenn­ara Ólafar. Átti meðal ann­ars að fara með bekk­inn í utan­lands­ferð en þá kom í ljós að þær voru fleiri stúlk­urnar sem hann átti í sam­skiptum við með þeim hætti sem hann síðar var dæmdur fyr­ir.

Auglýsing

„Við fórum og töl­uðum við skóla­stjór­ann og síðan við for­eldra okk­ar. Þau lögðu fram kæru fyrir okkar hönd.“ Í kjöl­farið tók við ferli sem Ólöf segir hafa verið afar erfitt. „Stykk­is­hólmur er lít­ill bær, við fengum stundum ekki afgreiðslu, það var bloggað um okk­ur, þetta var á þeim tíma sem allir voru að blogga, alls konar nafn­laus komment og sms. Þetta var ógeð,“ segir Ólöf Rún. Þetta hafi allt saman skilað sér í félags­legri ein­angr­un, kvíða og á end­anum til­raun til sjálfs­morðs. Hún á enn í dag erfitt með félags­legar teng­ingar og segir hún þessa upp­lifun lita sam­skipti hennar við hitt kyn­ið. Hún seg­ist enn­fremur þurfi mikla stað­fest­ingar á félags­legu sam­þykki þeirra sem hún er í kring­um.

Bæt­urnar stað­fest­ing á tjóni

Mað­ur­inn var í upp­hafi árs 2005 dæmdur fyrir brot sín og gert að greiða Ólöfu og annarri stúlku miska­bæt­ur. Dóm­ur­inn var að mestu stað­festur í Hæsta­rétti og bætur til þeirra hækk­að­ar.

„Ég man að ég var svo reið á sínum tíma og mig lang­aði ekki í neinar bæt­ur. Þær myndu ekki breyta neinu. En svo var mér sagt að þær væru það eina sem ég gæti beðið um til að sýna fram á að ég hefði orðið fyrir ein­hverjum skaða. Þannig að við sóttum um bætur og fengum þær dæmd­ar.“

Ólöf og hin stúlkan voru börn að aldri þegar þær urðu fyrir brot­unum og eins þegar dómur féll og þeim voru dæmdar bæt­urn­ar. Það voru því for­eldrar þeirra sem sóttu málið fyrir þeirra hönd.

En bæt­urnar skil­uðu sér ekki frá rétt­ar­gæslu­mann­in­um. For­eldrar Ólafar leit­uðu á end­anum til lög­manns á annarri lög­manns­stofu til að freista þess að fá þær greidd­ar, sem síðar varð eftir dúk og disk.

Var kærð til Lög­manna­fé­lags­ins

Og Ólöf var ekki sú eina sem lenti í því. Sif var árið 2008 kærð til Lög­manna­fé­lags­ins fyrir annað mál, þar sem hún greiddi öðru barni sem hún sinnti rétt­ar­gæslu fyrir ekki bætur sem því var dæmt í Hæsta­rétti. Vísir fjall­aði ítar­lega um málið árið 2008 þar sem fram kemur að þegar reynt var að sækja bæt­urnar hafi Sif verið flutt búferlum til Belgíu þar sem hún hafði tekið við starfi sér­fræð­ings á rík­is­að­stoð­ar­sviði Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA í Brus­sel. Björn Bergs­son, þá lög­fræð­ingur á Mandat lög­manns­stofu, sagði róðarí hafa verið á rekstri Sifjar en hann sá um frá­gang á bók­haldi og rekstri hennar eftir að hún flutti út. Hann fékk Sif á end­anum til að senda pen­ing sem hann greiddi út til aðil­anna sem um ræddi, þar á meðal Ólafar, og kæran hjá Lög­manna­fé­lag­inu var í kjöl­farið dregin til baka.

„Í minn­ing­unni minni var þetta bara þannig að það vildi eng­inn lög­mann­anna tengj­ast þessu, vildu bara klára þetta og ég veit ekk­ert hvaðan þessir pen­ingar eru raun­veru­lega komn­ir,“ segir Ólöf.

Sjálf­stætt brot að greiða ekki út bæt­urnar

Ólöf segir að hún hafi upp­lifað það sem annað sjálf­stætt brot þegar hún síðan fékk ekki þessar tak­mörk­uðu bætur sem henni voru dæmdar greidd­ar.

„Mér fannst hún með þessu gera svo lítið úr brot­inu, þetta litla sem við fengum að geta ekki borgað okkur þetta strax. Ef ég myndi stela úr fyr­ir­tæk­inu sem ég er að vinna hjá, en seint og síðar meir borga það til baka, þá fengi ég ekk­ert að halda vinn­unn­i.“

Í við­tali Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is­ráð­herra við Vísi kemur fram að honum sé ekki kunn­ugt um hvaðan þeir fjár­munir komu sem voru greiddir til skjól­stæð­inga Sifj­ar. Hann sagð­ist hafa þær heim­ildir að þetta hafi verið greitt af reikn­ingum hérna heima sem hann standi í trú um að séu þessir svoköll­uðu fjár­vörslu­reikn­ing­ar, en ekki fengið það stað­fest. Í umfjöllun Vísis frá árinu 2008, sem fjall­aði eins og fyrr segir um annað mál en Ólafar, segir að hvorki Björn né aðrir sem rætt var við vegna máls­ins hafi getað stað­fest að pen­ing­arnir sem Sif milli­færði frá Belgíu hafi verið frá henni per­sónu­lega eða bæt­urnar sé komu inn á fjár­vörslu­reikn­ing lög­mann­stofu henn­ar. Ingi­mar Ingi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Lög­manna­fé­lags­ins, stað­festi á sínum tíma að Sif hefði skilað inn lög­manns­rétt­indum sínum áður en hún flutti til Belg­íu.

Óvíst hvaðan pen­ing­arnir koma

Ólöf segir það ekki rétt­læta verkn­að­inn þó hún hafi á end­anum fengið pen­ing­ana greidda. Hún segir þetta skipta hana máli. „Ég veit ekk­ert hvaða pen­ingar þetta voru. Ég vildi bara fá mína pen­inga. Þetta var tákn­rænt fyrir mig.“

Ólöfu seg­ist hafa brugðið þegar hún sá að Sif væri orðin aðstoð­ar­maður ráð­herra. „Það bara snapp­aði eitt­hvað inn í mér,“ segir Ólöf og seg­ist upp­lifa þá stöðu sem van­virð­ingu fyrir því sem hún hafi orðið fyr­ir.

Og hún setur spurn­inga­merki við að Sif njóti fulls trausts. Í frétt Vísis frá 10. febr­úar síð­ast­liðnum seg­ist umhverf­is­ráð­herra hafa vitað af mál­inu áður en Sif var ráðin til starfa. „Full­viss­aði hún mig um það að þarna væri væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ sagði Guð­mundur við Vísi. Hann sagði það leið­in­legt ef þetta mögu­lega ýfði upp ein­hverjar til­finn­ingar hjá brota­þol­anum en að Sif njóti trausts í starfi.

„Mér finnst þetta bara hrika­legt. Hún er að vinna fyrir mig. Hún er að vinna fyrir rík­is­stjórn­ina mína. Þetta væri annað ef hún væri bara að vinna ein­hvers staðar sem lög­fræð­ing­ur, ekki lög­maður eða í opin­beru starfi. Fyrir mér gengur það bara ekki upp að hún sé að sinna ein­hverjum ábyrgð­ar­störfum fyrir fólk. Það er ekki oft sem ég stend upp fyrir sjálfri mér en nú vil ég gera það,“ segir Ólöf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent