Vilja aðskilja Valitor frá bankanum fyrir útboð

Töluverðar hræringar eru nú í eignarhaldi Arion banka, en til stendur að skrá bankann á markað á næstu mánuðum.

Arion Banki
Auglýsing

Meiri­hluti hlut­hafa Arion banka, ­meðal ann­ars vog­un­ar­sjóðir og ­Kaup­þing, sæk­ist nú eftir því að Va­litor verði aðgreint frá bank­an­um, áður en kemur að útboði og ­skrán­ingu í vor, þannig að hluta­bréf korta­fyr­ir­tæk­is­ins verði að stærst­u­m hluta greidd út í formi arðs til­ hlut­hafa. 

Frá þessu er greint í Mark­aðnum í dag, og kemur þar fram að Banka­sýslan, sem heldur utan um 13 pró­sent rík­is­ins í Arion banka, hafi sett­sig uppá móti þessu. Kirstín Þ. Flygenring situr fyrir hönd Banka­sýsl­unnar í stjórn Arion banka og greiddi atkvæði þess­ari til­lögu. „Við slíka ráð­stöfun mynd­u er­lendir vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs, sem eign­uð­ust lið­lega 30 pró­senta hlut í Arion banka fyrir um ári, jafn­framt eiga kaup­rétt að 21,4 ­pró­senta hlut til við­bótar í Valitor af ­Kaup­þingi, sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins. Er kaup­rétt­ur­inn á um helm­ingi hærra verði en sem nem­ur ­bók­færðu virði Valitor í reikn­ing­um ­Arion banka. Ekki er sam­staða um það á með­al­ ­eig­enda bank­ans að hluta­bréf Valitor verði greidd út í arð en sú ráð­stöfun þarf sam­þykki stjórnar bank­ans,“ segir í umfjöllun Mark­að­ar­ins. 

Hefur Kirstín talað fyrir því að betra sé að selja hluti í Valitor í opnu útboðs­ferli, að því er segir í Mark­aðn­um.

Auglýsing

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í gær, er fær­ist það sífellt nær, að ríki selji 13 pró­sent hlut sinn í Arion banka fyrir um 23 millj­arða króna. Er það meðal ann­ars vegna þess að Kaup­þing hyggst nýta sér kaup­rétt að hlutn­um, á grund­velli hlut­hafa­sam­komu­lags frá árinu 2009.

Ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins hefur haft sölu­­ferlið á Arion banka til umræðu, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og fylgst náið með fram­vindu þess. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, eiga sæti í nefnd­inni, og eru sam­stíga um það nú, að ríkið eigi að selja hlut sinn í bank­an­um. 

Í Mark­aðnum kemur fram að virði Valitor liggi ekki fyr­ir, en að það geti numið tugum millj­arða króna, þrátt fyrir að und­ir­liggj­andi rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið þungur und­an­farin miss­er­i. 

Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent