Vilja aðskilja Valitor frá bankanum fyrir útboð

Töluverðar hræringar eru nú í eignarhaldi Arion banka, en til stendur að skrá bankann á markað á næstu mánuðum.

borgartun_20767550659_o.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti hlut­hafa Arion banka, ­meðal ann­ars vog­un­ar­sjóðir og ­Kaup­þing, sæk­ist nú eftir því að Va­litor verði aðgreint frá bank­an­um, áður en kemur að útboði og ­skrán­ingu í vor, þannig að hluta­bréf korta­fyr­ir­tæk­is­ins verði að stærst­u­m hluta greidd út í formi arðs til­ hlut­hafa. 

Frá þessu er greint í Mark­aðnum í dag, og kemur þar fram að Banka­sýslan, sem heldur utan um 13 pró­sent rík­is­ins í Arion banka, hafi sett­sig uppá móti þessu. Kirstín Þ. Flygenring situr fyrir hönd Banka­sýsl­unnar í stjórn Arion banka og greiddi atkvæði þess­ari til­lögu. „Við slíka ráð­stöfun mynd­u er­lendir vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs, sem eign­uð­ust lið­lega 30 pró­senta hlut í Arion banka fyrir um ári, jafn­framt eiga kaup­rétt að 21,4 ­pró­senta hlut til við­bótar í Valitor af ­Kaup­þingi, sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins. Er kaup­rétt­ur­inn á um helm­ingi hærra verði en sem nem­ur ­bók­færðu virði Valitor í reikn­ing­um ­Arion banka. Ekki er sam­staða um það á með­al­ ­eig­enda bank­ans að hluta­bréf Valitor verði greidd út í arð en sú ráð­stöfun þarf sam­þykki stjórnar bank­ans,“ segir í umfjöllun Mark­að­ar­ins. 

Hefur Kirstín talað fyrir því að betra sé að selja hluti í Valitor í opnu útboðs­ferli, að því er segir í Mark­aðn­um.

Auglýsing

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í gær, er fær­ist það sífellt nær, að ríki selji 13 pró­sent hlut sinn í Arion banka fyrir um 23 millj­arða króna. Er það meðal ann­ars vegna þess að Kaup­þing hyggst nýta sér kaup­rétt að hlutn­um, á grund­velli hlut­hafa­sam­komu­lags frá árinu 2009.

Ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins hefur haft sölu­­ferlið á Arion banka til umræðu, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og fylgst náið með fram­vindu þess. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, eiga sæti í nefnd­inni, og eru sam­stíga um það nú, að ríkið eigi að selja hlut sinn í bank­an­um. 

Í Mark­aðnum kemur fram að virði Valitor liggi ekki fyr­ir, en að það geti numið tugum millj­arða króna, þrátt fyrir að und­ir­liggj­andi rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið þungur und­an­farin miss­er­i. 

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent