Vilja aðskilja Valitor frá bankanum fyrir útboð

Töluverðar hræringar eru nú í eignarhaldi Arion banka, en til stendur að skrá bankann á markað á næstu mánuðum.

borgartun_20767550659_o.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti hlut­hafa Arion banka, ­meðal ann­ars vog­un­ar­sjóðir og ­Kaup­þing, sæk­ist nú eftir því að Va­litor verði aðgreint frá bank­an­um, áður en kemur að útboði og ­skrán­ingu í vor, þannig að hluta­bréf korta­fyr­ir­tæk­is­ins verði að stærst­u­m hluta greidd út í formi arðs til­ hlut­hafa. 

Frá þessu er greint í Mark­aðnum í dag, og kemur þar fram að Banka­sýslan, sem heldur utan um 13 pró­sent rík­is­ins í Arion banka, hafi sett­sig uppá móti þessu. Kirstín Þ. Flygenring situr fyrir hönd Banka­sýsl­unnar í stjórn Arion banka og greiddi atkvæði þess­ari til­lögu. „Við slíka ráð­stöfun mynd­u er­lendir vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs, sem eign­uð­ust lið­lega 30 pró­senta hlut í Arion banka fyrir um ári, jafn­framt eiga kaup­rétt að 21,4 ­pró­senta hlut til við­bótar í Valitor af ­Kaup­þingi, sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins. Er kaup­rétt­ur­inn á um helm­ingi hærra verði en sem nem­ur ­bók­færðu virði Valitor í reikn­ing­um ­Arion banka. Ekki er sam­staða um það á með­al­ ­eig­enda bank­ans að hluta­bréf Valitor verði greidd út í arð en sú ráð­stöfun þarf sam­þykki stjórnar bank­ans,“ segir í umfjöllun Mark­að­ar­ins. 

Hefur Kirstín talað fyrir því að betra sé að selja hluti í Valitor í opnu útboðs­ferli, að því er segir í Mark­aðn­um.

Auglýsing

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í gær, er fær­ist það sífellt nær, að ríki selji 13 pró­sent hlut sinn í Arion banka fyrir um 23 millj­arða króna. Er það meðal ann­ars vegna þess að Kaup­þing hyggst nýta sér kaup­rétt að hlutn­um, á grund­velli hlut­hafa­sam­komu­lags frá árinu 2009.

Ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins hefur haft sölu­­ferlið á Arion banka til umræðu, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og fylgst náið með fram­vindu þess. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, eiga sæti í nefnd­inni, og eru sam­stíga um það nú, að ríkið eigi að selja hlut sinn í bank­an­um. 

Í Mark­aðnum kemur fram að virði Valitor liggi ekki fyr­ir, en að það geti numið tugum millj­arða króna, þrátt fyrir að und­ir­liggj­andi rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið þungur und­an­farin miss­er­i. 

Meira úr sama flokkiInnlent