Arion banki kaupir 9,5 prósent hlut í sjálfum sér á 17,1 milljarð

Endurkaup Arion banka á bréfum í sjálfum sér dragast frá 25 milljarða króna arðgreiðslu. Hluthafar sem keyptu hlut í vikunni njóta arðgreiðslunnar og endurkaupanna.

Arion.Banki_.4.jpg
Auglýsing

Arion banki hefur samþykkt að kaupa 9,5 prósent hlut í sjálfum sér af Kaupskilum, félagi í eigu Kaupþings, stærsta eiganda bankans. Um er að kaup á eigin bréfum í samræmi við ákvörðun hluthafafundar sem haldin var á mánudag. Þá var samþykkt að bankinn geti greitt allt að 25 milljarða króna út í arð. Til frádráttar kæmu kaup á eigin bréfum. Heildarupphæð viðskiptanna sem nú eru frágengin er 17,1 milljarður króna. Arðgreiðslan sem kemur til viðbótar þessu verður því 7,9 milljarðar króna.

Kjarninn hefur fjallað ítarlega um þær miklu væringar sem eru í eignarhaldi Arion banka nú um stundir. Hann greindi meðal annars frá því á þriðjudag að Kaupþing ætlaði að virkja forkaupsrétt á hlut ríkisins í Arion banka, sem er 13 prósent, í samræmi við samkomulag sem gert var árið 2009, þegar Arion banki var fjármagnaður. Bankasýsla ríkisins sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem nýting kaupréttarins var staðfest. Bankasýslan mun nú taka málið til skoðunar og leggja fyrir ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, sem í sitja Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Auglýsing
Á þriðjudagskvöld fór líka fram langur stjórnarfundur í Kaupþingi. Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð hann fram á nótt.  Niðurstaða hans var meðal annars sú að tveir af erlendum hluthöfum bæði Kaupþings og Arion banka, Attestor Capital og fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, myndu kaupa 2,8 prósent hlut í Arion af Kaupþingi til viðbótar við það sem þeir áttu. Auk þess keyptu rúmlega 20 sjóðir í stýringu fjögurra af stærstu sjóðsstýringarfyrirtækjum Íslands: Stefnis, Íslandssjóða, Landsbréfa og Júpíter, samtals 2,54 prósent hlut. Samanlagt kaupverð var um 9,5 milljarðar króna. Ástæða þess að sú sala var keyrð í gegn í gær er einföld: þá var hægt að miða kaupverðið við níu mánaða uppgjör Arion banka. Miðað við það er verðið sem greitt var fyrir 0,805 krónur á hverja krónu af eigin fé sem bankinn á. Ef verðið hefði farið niður fyrir 0,8 krónur hefði forkaupsréttur ríkisins á hlutnum virkjast. Ef viðskiptin hefðu farið fram í gær, miðvikudaginn 14. febrúar, þá hefði verðið farið undir þau mörk. Þá birti Arion banki ársuppgjör sitt.

Þessir aðilar, sem keyptu hlut í Arion banka á þriðjudag, fá hlut í arðgreiðslu/endurkaupum Arion banka á eigin hlutafé. Þeir fá því samtals um 1,3 milljarða króna greidda út.

Arion birti, líkt og áður sagði, uppgjör sitt í gær. Þar kom fram að hagnaður sam­stæðu Arion banka á árinu 2017 hafi numið 14,4 millj­örðum króna sam­an­borið við 21,7 millj­arða króna árið 2016. Arð­semi eigin fjár var 6,6 prósent en var 10,5 prósent á árinu 2016.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent