Lokar sendiráðum í Vín og Mósambík

Sendiráðum Íslands í Vín í Austurríki og Mapútó í Mósambík verður lokað. Þetta er gert í hagræðingarskyni.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að loka sendiráðum Íslands í Vín og Mósambík.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að loka sendiráðum Íslands í Vín og Mósambík.
Auglýsing

Sendi­ráðum Íslands í Vín í Aust­ur­ríki og Mapútó í Mósam­bík verður lok­að. Þetta er gert í hag­ræð­ing­ar­skyni. Í Vín verður áfram starf­rækt fasta­nefnd gagn­vart Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) og öðrum alþjóða­stofn­unum í Vín.

Nýr for­seta­úr­skurður um sendi­ráð, fasta­nefndir hjá alþjóða­stofn­unum og sendi­ræð­is­skrif­stofur tók gildi í dag. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu felur úrskurð­ur­inn meðal ann­ars í sér lokun þess­ara tveggja sendi­ráða, bætt tengsl við lyk­il­ríki í Afr­íku og til­færslu á fyr­ir­svari Íslands gagn­vart rúm­lega fjöru­tíu ríkj­um.

Breyt­ing­arnar á for­seta­úr­skurð­inum eiga sér rætur í skýrslu um utan­rík­is­þjón­ustu til fram­tíðar sem kom út í sept­em­ber síð­ast­liðnum og inni­heldur meira en 150 til­lögur um bætta hags­muna­gæslu í síbreyti­legum heimi. Í skýrsl­unni lagði ráðu­neytið að sögn áherslu á að þjóna betur við­skipta­hags­munum Íslands á erlendum vett­vangi sem hafi jafnan verið ráð­andi þáttur í vali á stað­setn­ingu sendi­ráða. Þannig eru sendi­ráð Íslands í höf­uð­borgum þeirra ríkja sem mynda tæp­lega tvo þriðju hluta utan­rík­is­við­skipta Íslands.

Auglýsing

Þá fær­ist fyr­ir­svar ríf­lega þrjá­tíu ríkja heim í utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, m.a. á grund­velli við­skipta­hags­muna. Í ráðu­neyt­inu hefur verið stofnuð sér­stök deild sendi­herra með búsetu á Íslandi, sem mun ann­ast fyr­ir­svar margra þess­ara ríkja og á að styrkja umgjörð um mik­il­væg tví­hliða sam­skipti og þver­læg áherslu­mál, svo sem jafn­rétt­is­mál og jarð­hita­hags­muni. Til sam­ræmis við þá auknu áherslu á við­skipta­hags­muni í Asíu sem kynnt var í áður­nefndri skýrslu er einnig fyr­ir­svar gagn­vart m.a. Indónesíu, Malasíu og Singapúr fært til deildar heima­sendi­herra í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Stofnun hinnar nýju deildar og heim­færsla fyr­ir­svars ríkj­anna er sögð miða að því að draga úr kostn­aði, enda er útsendum starfs­mönnum sam­tímis fækkað á nokkrum sendi­skrif­stof­um.

„Afr­íka er ört stækk­andi mark­aður og því verður starf­semi sendi­ráðs­ins í Kampala efld og fyr­ir­svar gagn­vart lyk­il­ríkjum fært þangað úr utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og frá sendi­ráði Íslands í Par­ís. Þá mun sendi­ráðið í Kampala einnig gegna hlut­verki fasta­nefndar gagn­vart Afr­íku­sam­band­inu í Addis Ababa og Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna í Nairobi, enda hefur mik­il­vægi þeirra auk­ist á und­an­förnum árum. Með auk­inni áherslu á mann­rétt­indi og alþjóða­sam­vinnu og til að auka sam­ræm­ingu þess­ara mála innan Stjórn­ar­ráðs­ins, verður fyr­ir­svar Íslands gagn­vart Evr­ópu­ráð­inu í Strass­borg fært í utan­rík­is­ráðu­neyt­ið,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent