Lokar sendiráðum í Vín og Mósambík

Sendiráðum Íslands í Vín í Austurríki og Mapútó í Mósambík verður lokað. Þetta er gert í hagræðingarskyni.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að loka sendiráðum Íslands í Vín og Mósambík.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að loka sendiráðum Íslands í Vín og Mósambík.
Auglýsing

Sendi­ráðum Íslands í Vín í Aust­ur­ríki og Mapútó í Mósam­bík verður lok­að. Þetta er gert í hag­ræð­ing­ar­skyni. Í Vín verður áfram starf­rækt fasta­nefnd gagn­vart Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) og öðrum alþjóða­stofn­unum í Vín.

Nýr for­seta­úr­skurður um sendi­ráð, fasta­nefndir hjá alþjóða­stofn­unum og sendi­ræð­is­skrif­stofur tók gildi í dag. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu felur úrskurð­ur­inn meðal ann­ars í sér lokun þess­ara tveggja sendi­ráða, bætt tengsl við lyk­il­ríki í Afr­íku og til­færslu á fyr­ir­svari Íslands gagn­vart rúm­lega fjöru­tíu ríkj­um.

Breyt­ing­arnar á for­seta­úr­skurð­inum eiga sér rætur í skýrslu um utan­rík­is­þjón­ustu til fram­tíðar sem kom út í sept­em­ber síð­ast­liðnum og inni­heldur meira en 150 til­lögur um bætta hags­muna­gæslu í síbreyti­legum heimi. Í skýrsl­unni lagði ráðu­neytið að sögn áherslu á að þjóna betur við­skipta­hags­munum Íslands á erlendum vett­vangi sem hafi jafnan verið ráð­andi þáttur í vali á stað­setn­ingu sendi­ráða. Þannig eru sendi­ráð Íslands í höf­uð­borgum þeirra ríkja sem mynda tæp­lega tvo þriðju hluta utan­rík­is­við­skipta Íslands.

Auglýsing

Þá fær­ist fyr­ir­svar ríf­lega þrjá­tíu ríkja heim í utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, m.a. á grund­velli við­skipta­hags­muna. Í ráðu­neyt­inu hefur verið stofnuð sér­stök deild sendi­herra með búsetu á Íslandi, sem mun ann­ast fyr­ir­svar margra þess­ara ríkja og á að styrkja umgjörð um mik­il­væg tví­hliða sam­skipti og þver­læg áherslu­mál, svo sem jafn­rétt­is­mál og jarð­hita­hags­muni. Til sam­ræmis við þá auknu áherslu á við­skipta­hags­muni í Asíu sem kynnt var í áður­nefndri skýrslu er einnig fyr­ir­svar gagn­vart m.a. Indónesíu, Malasíu og Singapúr fært til deildar heima­sendi­herra í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Stofnun hinnar nýju deildar og heim­færsla fyr­ir­svars ríkj­anna er sögð miða að því að draga úr kostn­aði, enda er útsendum starfs­mönnum sam­tímis fækkað á nokkrum sendi­skrif­stof­um.

„Afr­íka er ört stækk­andi mark­aður og því verður starf­semi sendi­ráðs­ins í Kampala efld og fyr­ir­svar gagn­vart lyk­il­ríkjum fært þangað úr utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og frá sendi­ráði Íslands í Par­ís. Þá mun sendi­ráðið í Kampala einnig gegna hlut­verki fasta­nefndar gagn­vart Afr­íku­sam­band­inu í Addis Ababa og Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna í Nairobi, enda hefur mik­il­vægi þeirra auk­ist á und­an­förnum árum. Með auk­inni áherslu á mann­rétt­indi og alþjóða­sam­vinnu og til að auka sam­ræm­ingu þess­ara mála innan Stjórn­ar­ráðs­ins, verður fyr­ir­svar Íslands gagn­vart Evr­ópu­ráð­inu í Strass­borg fært í utan­rík­is­ráðu­neyt­ið,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent