Costco ástæðan fyrir aukningu í innflutningi mjólkurvara

Mikil aukning var í innflutningi mjólkurvara árið 2017. Þrátt fyrir það hefur verð þessara vara hækkað mest á þessu tímabili.

Mjólk
Auglýsing

Mjólk­ur­vörur voru inn­fluttar í meira magni árið 2017 en árin áður. Inn­flutn­ingur helst nokkuð stöð­ugur á árunum 2004 til 2016 en eykst árið 2017. Ostar og yst­ingar eru nálægt 90 pró­sent af verð­mæti inn­flutn­ings öll árin en það ber að hafa í huga að flokkar mjólk­ur­vara eru fjöl­breytt­ir. Draga má þá ályktun að kíló­verð inn­fluttra osta sé að jafn­aði hærra en inn­lendra osta.

Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Þor­steini Víglunds­syni um sam­keppni í mjólkur­iðn­aði og stuðn­ing við hann.

Ólafur StephensenÓlafur Steph­­en­­sen, fram­­kvæmda­­stjóri Félags atvinn­u­rek­enda, segir að inn­­­flutn­ings­aukn­ing á síð­­asta ári sé að öllum lík­­indum til­­komin vegna opn­unar Costco. Fyr­ir­tækið hefur ekki sótt um inn­­­flutn­ings­kvóta en flytur samt gríð­­ar­­lega mikið inn til lands­ins og borgar þar af leið­andi fulla tolla. Ólafur telur að það sé reið­u­­búið að hafa lítið upp úr ákveðnum vörum til að höfða til neyt­enda.

Auglýsing

Hann segir að sam­keppnin á mjólk­ur­mark­aði hafi í raun farið minn­k­andi und­an­farin ár eftir að mjólkur­iðn­að­ur­inn fékk und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum til að sam­eina mjólk­ur­sam­lög og skipta með sér verkum á mark­aðn­um. Þrátt fyrir að inn­flutn­ingur hafi auk­ist sé til dæmis inn­flutn­ingur á mjólk og sýrðum mjólk­ur­vörum innan við hálft pró­sent af inn­an­lands­fram­leiðslu. „Við höfum sagt að tíma­­bært sé að lækka eða afnema tolla á inn­flutn­ingi til þess að sam­keppnin aukist,“ segir Ólaf­­ur.

Á mynd 1 má sjá þróun á sam­an­lögðu magni inn­fluttra mjólk­ur­vara frá árinu 2004 til árs­ins 2017. Inn­flutn­ingur árs­ins 2017 mið­ast við tíma­bilið des­em­ber 2016 til nóv­em­ber 2017, þar sem gögn fyrir des­em­ber 2017 eru enn ekki til­tæk.

Samanlagður innflutningur mjólkurvara (magn).Þegar litið er til inn­flutn­ings í kílóum er inn­flutn­ingur ekki mik­ill á flestum mjólk­ur­vörum í sam­an­burði við inn­lenda fram­leiðslu, segir í svari ráð­herra. Inn­flutn­ingur osta sker sig helst úr en hann er á bil­inu 3 til 5 pró­sent af inn­lendri fram­leiðslu í kílóum talið. Árið 2017 hækkar sama hlut­fall í 8 pró­sent. Í svar­inu segir að leiða megi að því líkum að hlut­fall verð­mæti inn­flutn­ings sé þó eitt­hvað hærra en í magni talið. Algengt sé að heild- og smá­salar nýti toll­kvóta eða flytji inn ýmsar teg­undir mjólk­ur­vara sem tak­markað fram­boð er af hér á landi, til dæmis ýmsir sér­ostar. Árið 2013 var nokkuð flutt inn af smjöri en lítið önnur ár.

Mynd 2 sýnir þróun á verð­mæti sam­an­lagðs inn­flutn­ings frá árinu 2004 til árs­ins 2017

Samanlagður innflutningur mjólkurvara (verðmæti).

Segir enn­fremur í svar­inu að rétt sé að hafa í huga að í tölum um fram­leiðslu eru vörur sem fluttar eru út. Nokkuð sé flutt út af smjöri, mjólk­ur­dufti og öðrum mjólk­ur­vörum, þannig að meira er fram­leitt hér á landi en það sem inn­lendir fram­leið­endur setja á íslenskan mark­að. Í fram­leiðslu­töl­urnar vanti hins vegar tölur um mjólk­ur­vörur sem unnar eru heima og seldar beint frá bónda.

Mjólk­ur­vörur hafa hækkað mest

Sam­kvæmt gögnum frá Hag­stof­unni yfir vísi­tölu neyslu­verðs hefur verð­lags­þróun á mat­vörum á síð­ustu tveimur árum, frá jan­úar 2016 til jan­úar 2018, verið með þeim hætti að verð á inn­fluttum vörum hefur lækkað og sama má segja um þær vörur sem eru í sam­keppni við inn­fluttar vör­ur. Þetta kemur fram í frétt ASÍ frá því um miðjan febr­ú­ar. 

Í frétt­inni kemur enn­fremur fram að verð á mat­vöru hafi því í heild­ina lækkað um 0,7 pró­sent á síð­ustu tveimur árum en ástæð­una fyrir verð­lækk­unum megi einkum rekja til geng­is­styrk­ing­ar. Und­an­tekn­ingin á þessu sé verð á mjólk­ur­vörum en sá und­ir­flokkur mat­vör­unnar skeri sig algjör­lega úr og hafi hækkað lang­mest eða um 7,4 pró­sent. 

Útskýr­ing ASÍ liggur í því að lítil eða engin sam­keppni er á Íslandi á mjólk­ur­vöru­mark­aði og því svig­rúm til hækk­anna þrátt fyrir ytri aðstæður eins og geng­is­styrk­ingu.

„Aðrir vöru­flokkar sem hafa hækkað eru olíur og feit­meti en verð í þeim vöru­flokki hefur hækkað um 2,8 pró­sent. Þess má geta að inni í þeim vöru­flokki eru til dæmis smjör og smjör­líki sem til­heyrir að vissu marki mjólkur­iðn­að­inum hér á landi. Þá hefur verð á fiski hækkað lít­il­lega eða um 1,2 pró­sent. Þeir mat­vöru­flokkar sem hafa lækkað eru ávextir um 7 pró­sent, græn­meti um 4,6 pró­sent og verð á kaffi, te og kakói hefur lækkað um 8,3 pró­sent. Verð á súp­um, sósum, blöndum og kryddi hefur lækkað um 3,5 pró­sent og verð á gos­drykkjum og söfum um 1,6 pró­sent. Þá hefur verð á kjöti lækkað um 0,6 pró­sent og verð á brauð- og korn­vörum um 3,3 pró­sent.

Það má því segja að verð­lags­þróun síð­ustu tveggja ára ein­kenn­ist í heild­ina litið af meiri verð­stöð­ug­leika en Íslend­ingar eiga að venj­ast. Flestar vörur hafa lækkað í verði og njóta neyt­endur góðs af þeirri geng­is­styrk­ingu sem hefur orðið hér á land­i,“ segir í frétt ASÍ. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent