Costco ástæðan fyrir aukningu í innflutningi mjólkurvara

Mikil aukning var í innflutningi mjólkurvara árið 2017. Þrátt fyrir það hefur verð þessara vara hækkað mest á þessu tímabili.

Mjólk
Auglýsing

Mjólk­ur­vörur voru inn­fluttar í meira magni árið 2017 en árin áður. Inn­flutn­ingur helst nokkuð stöð­ugur á árunum 2004 til 2016 en eykst árið 2017. Ostar og yst­ingar eru nálægt 90 pró­sent af verð­mæti inn­flutn­ings öll árin en það ber að hafa í huga að flokkar mjólk­ur­vara eru fjöl­breytt­ir. Draga má þá ályktun að kíló­verð inn­fluttra osta sé að jafn­aði hærra en inn­lendra osta.

Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Þor­steini Víglunds­syni um sam­keppni í mjólkur­iðn­aði og stuðn­ing við hann.

Ólafur StephensenÓlafur Steph­­en­­sen, fram­­kvæmda­­stjóri Félags atvinn­u­rek­enda, segir að inn­­­flutn­ings­aukn­ing á síð­­asta ári sé að öllum lík­­indum til­­komin vegna opn­unar Costco. Fyr­ir­tækið hefur ekki sótt um inn­­­flutn­ings­kvóta en flytur samt gríð­­ar­­lega mikið inn til lands­ins og borgar þar af leið­andi fulla tolla. Ólafur telur að það sé reið­u­­búið að hafa lítið upp úr ákveðnum vörum til að höfða til neyt­enda.

Auglýsing

Hann segir að sam­keppnin á mjólk­ur­mark­aði hafi í raun farið minn­k­andi und­an­farin ár eftir að mjólkur­iðn­að­ur­inn fékk und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum til að sam­eina mjólk­ur­sam­lög og skipta með sér verkum á mark­aðn­um. Þrátt fyrir að inn­flutn­ingur hafi auk­ist sé til dæmis inn­flutn­ingur á mjólk og sýrðum mjólk­ur­vörum innan við hálft pró­sent af inn­an­lands­fram­leiðslu. „Við höfum sagt að tíma­­bært sé að lækka eða afnema tolla á inn­flutn­ingi til þess að sam­keppnin aukist,“ segir Ólaf­­ur.

Á mynd 1 má sjá þróun á sam­an­lögðu magni inn­fluttra mjólk­ur­vara frá árinu 2004 til árs­ins 2017. Inn­flutn­ingur árs­ins 2017 mið­ast við tíma­bilið des­em­ber 2016 til nóv­em­ber 2017, þar sem gögn fyrir des­em­ber 2017 eru enn ekki til­tæk.

Samanlagður innflutningur mjólkurvara (magn).Þegar litið er til inn­flutn­ings í kílóum er inn­flutn­ingur ekki mik­ill á flestum mjólk­ur­vörum í sam­an­burði við inn­lenda fram­leiðslu, segir í svari ráð­herra. Inn­flutn­ingur osta sker sig helst úr en hann er á bil­inu 3 til 5 pró­sent af inn­lendri fram­leiðslu í kílóum talið. Árið 2017 hækkar sama hlut­fall í 8 pró­sent. Í svar­inu segir að leiða megi að því líkum að hlut­fall verð­mæti inn­flutn­ings sé þó eitt­hvað hærra en í magni talið. Algengt sé að heild- og smá­salar nýti toll­kvóta eða flytji inn ýmsar teg­undir mjólk­ur­vara sem tak­markað fram­boð er af hér á landi, til dæmis ýmsir sér­ostar. Árið 2013 var nokkuð flutt inn af smjöri en lítið önnur ár.

Mynd 2 sýnir þróun á verð­mæti sam­an­lagðs inn­flutn­ings frá árinu 2004 til árs­ins 2017

Samanlagður innflutningur mjólkurvara (verðmæti).

Segir enn­fremur í svar­inu að rétt sé að hafa í huga að í tölum um fram­leiðslu eru vörur sem fluttar eru út. Nokkuð sé flutt út af smjöri, mjólk­ur­dufti og öðrum mjólk­ur­vörum, þannig að meira er fram­leitt hér á landi en það sem inn­lendir fram­leið­endur setja á íslenskan mark­að. Í fram­leiðslu­töl­urnar vanti hins vegar tölur um mjólk­ur­vörur sem unnar eru heima og seldar beint frá bónda.

Mjólk­ur­vörur hafa hækkað mest

Sam­kvæmt gögnum frá Hag­stof­unni yfir vísi­tölu neyslu­verðs hefur verð­lags­þróun á mat­vörum á síð­ustu tveimur árum, frá jan­úar 2016 til jan­úar 2018, verið með þeim hætti að verð á inn­fluttum vörum hefur lækkað og sama má segja um þær vörur sem eru í sam­keppni við inn­fluttar vör­ur. Þetta kemur fram í frétt ASÍ frá því um miðjan febr­ú­ar. 

Í frétt­inni kemur enn­fremur fram að verð á mat­vöru hafi því í heild­ina lækkað um 0,7 pró­sent á síð­ustu tveimur árum en ástæð­una fyrir verð­lækk­unum megi einkum rekja til geng­is­styrk­ing­ar. Und­an­tekn­ingin á þessu sé verð á mjólk­ur­vörum en sá und­ir­flokkur mat­vör­unnar skeri sig algjör­lega úr og hafi hækkað lang­mest eða um 7,4 pró­sent. 

Útskýr­ing ASÍ liggur í því að lítil eða engin sam­keppni er á Íslandi á mjólk­ur­vöru­mark­aði og því svig­rúm til hækk­anna þrátt fyrir ytri aðstæður eins og geng­is­styrk­ingu.

„Aðrir vöru­flokkar sem hafa hækkað eru olíur og feit­meti en verð í þeim vöru­flokki hefur hækkað um 2,8 pró­sent. Þess má geta að inni í þeim vöru­flokki eru til dæmis smjör og smjör­líki sem til­heyrir að vissu marki mjólkur­iðn­að­inum hér á landi. Þá hefur verð á fiski hækkað lít­il­lega eða um 1,2 pró­sent. Þeir mat­vöru­flokkar sem hafa lækkað eru ávextir um 7 pró­sent, græn­meti um 4,6 pró­sent og verð á kaffi, te og kakói hefur lækkað um 8,3 pró­sent. Verð á súp­um, sósum, blöndum og kryddi hefur lækkað um 3,5 pró­sent og verð á gos­drykkjum og söfum um 1,6 pró­sent. Þá hefur verð á kjöti lækkað um 0,6 pró­sent og verð á brauð- og korn­vörum um 3,3 pró­sent.

Það má því segja að verð­lags­þróun síð­ustu tveggja ára ein­kenn­ist í heild­ina litið af meiri verð­stöð­ug­leika en Íslend­ingar eiga að venj­ast. Flestar vörur hafa lækkað í verði og njóta neyt­endur góðs af þeirri geng­is­styrk­ingu sem hefur orðið hér á land­i,“ segir í frétt ASÍ. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent