Costco ástæðan fyrir aukningu í innflutningi mjólkurvara

Mikil aukning var í innflutningi mjólkurvara árið 2017. Þrátt fyrir það hefur verð þessara vara hækkað mest á þessu tímabili.

Mjólk
Auglýsing

Mjólkurvörur voru innfluttar í meira magni árið 2017 en árin áður. Innflutningur helst nokkuð stöðugur á árunum 2004 til 2016 en eykst árið 2017. Ostar og ystingar eru nálægt 90 prósent af verðmæti innflutnings öll árin en það ber að hafa í huga að flokkar mjólkurvara eru fjölbreyttir. Draga má þá ályktun að kílóverð innfluttra osta sé að jafnaði hærra en innlendra osta.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni um samkeppni í mjólkuriðnaði og stuðning við hann.

Ólafur StephensenÓlafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir að inn­flutn­ings­aukn­ing á síð­asta ári sé að öllum lík­indum til­komin vegna opnunar Costco. Fyr­ir­tækið hefur ekki sótt um inn­flutn­ings­kvóta en flytur samt gríð­ar­lega mikið inn til lands­ins og borgar þar af leið­andi fulla tolla. Ólafur telur að það sé reiðu­búið að hafa lítið upp úr ákveðnum vörum til að höfða til neyt­enda.

Auglýsing

Hann segir að sam­keppnin á mjólkurmarkaði hafi í raun farið minnk­andi und­an­farin ár eftir að mjólkuriðnaðurinn fékk undanþágu frá samkeppnislögum til að sameina mjólkursamlög og skipta með sér verkum á markaðnum. Þrátt fyrir að innflutningur hafi aukist sé til dæmis innflutningur á mjólk og sýrðum mjólkurvörum innan við hálft prósent af innanlandsframleiðslu. „Við höfum sagt að tíma­bært sé að lækka eða afnema tolla á innflutningi til þess að sam­keppnin aukist,“ segir Ólaf­ur.

Á mynd 1 má sjá þróun á samanlögðu magni innfluttra mjólkurvara frá árinu 2004 til ársins 2017. Innflutningur ársins 2017 miðast við tímabilið desember 2016 til nóvember 2017, þar sem gögn fyrir desember 2017 eru enn ekki tiltæk.

Samanlagður innflutningur mjólkurvara (magn).


Þegar litið er til innflutnings í kílóum er innflutningur ekki mikill á flestum mjólkurvörum í samanburði við innlenda framleiðslu, segir í svari ráðherra. Innflutningur osta sker sig helst úr en hann er á bilinu 3 til 5 prósent af innlendri framleiðslu í kílóum talið. Árið 2017 hækkar sama hlutfall í 8 prósent. Í svarinu segir að leiða megi að því líkum að hlutfall verðmæti innflutnings sé þó eitthvað hærra en í magni talið. Algengt sé að heild- og smásalar nýti tollkvóta eða flytji inn ýmsar tegundir mjólkurvara sem takmarkað framboð er af hér á landi, til dæmis ýmsir sérostar. Árið 2013 var nokkuð flutt inn af smjöri en lítið önnur ár.

Mynd 2 sýnir þróun á verðmæti samanlagðs innflutnings frá árinu 2004 til ársins 2017

Samanlagður innflutningur mjólkurvara (verðmæti).

Segir ennfremur í svarinu að rétt sé að hafa í huga að í tölum um framleiðslu eru vörur sem fluttar eru út. Nokkuð sé flutt út af smjöri, mjólkurdufti og öðrum mjólkurvörum, þannig að meira er framleitt hér á landi en það sem innlendir framleiðendur setja á íslenskan markað. Í framleiðslutölurnar vanti hins vegar tölur um mjólkurvörur sem unnar eru heima og seldar beint frá bónda.

Mjólkurvörur hafa hækkað mest

Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni yfir vísitölu neysluverðs hefur verðlagsþróun á matvörum á síðustu tveimur árum, frá janúar 2016 til janúar 2018, verið með þeim hætti að verð á innfluttum vörum hefur lækkað og sama má segja um þær vörur sem eru í samkeppni við innfluttar vörur. Þetta kemur fram í frétt ASÍ frá því um miðjan febrúar. 

Í fréttinni kemur ennfremur fram að verð á matvöru hafi því í heildina lækkað um 0,7 prósent á síðustu tveimur árum en ástæðuna fyrir verðlækkunum megi einkum rekja til gengisstyrkingar. Undantekningin á þessu sé verð á mjólkurvörum en sá undirflokkur matvörunnar skeri sig algjörlega úr og hafi hækkað langmest eða um 7,4 prósent. 

Útskýring ASÍ liggur í því að lítil eða engin samkeppni er á Íslandi á mjólkurvörumarkaði og því svigrúm til hækkanna þrátt fyrir ytri aðstæður eins og gengisstyrkingu.

„Aðrir vöruflokkar sem hafa hækkað eru olíur og feitmeti en verð í þeim vöruflokki hefur hækkað um 2,8 prósent. Þess má geta að inni í þeim vöruflokki eru til dæmis smjör og smjörlíki sem tilheyrir að vissu marki mjólkuriðnaðinum hér á landi. Þá hefur verð á fiski hækkað lítillega eða um 1,2 prósent. Þeir matvöruflokkar sem hafa lækkað eru ávextir um 7 prósent, grænmeti um 4,6 prósent og verð á kaffi, te og kakói hefur lækkað um 8,3 prósent. Verð á súpum, sósum, blöndum og kryddi hefur lækkað um 3,5 prósent og verð á gosdrykkjum og söfum um 1,6 prósent. Þá hefur verð á kjöti lækkað um 0,6 prósent og verð á brauð- og kornvörum um 3,3 prósent.

Það má því segja að verðlagsþróun síðustu tveggja ára einkennist í heildina litið af meiri verðstöðugleika en Íslendingar eiga að venjast. Flestar vörur hafa lækkað í verði og njóta neytendur góðs af þeirri gengisstyrkingu sem hefur orðið hér á landi,“ segir í frétt ASÍ. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent