Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt um framboð fyrir flokkinn í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann hefur látið uppstillingarnefnd Viðreisnar vita að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans í dag.
„Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en ekki aðdráttaraflið dregur þá Íslendinga sem flutt hafa til útlanda aftur heim. Reykjavík er frábær borg og mig langar að hjálpa til við að gera hana enn betri,“ segir hann í Facebook-færslu sinni.
Pawel sat í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna 2007 til 2009 og var alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016 til 2017 fyrir Viðreisn.
Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en...
Posted by Pawel Bartoszek on Thursday, February 22, 2018