72,5 prósent landsmanna vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér embætti. Þetta kemur fram í könnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Svarendur voru 858 talsins og 88,7 prósent þeirra tóku afstöðu tilspurningarinnar.
Spurt var „Finnst þér að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi eða á hún að sitja áfram sem dómsmálaráðherra?“
[links[Líkt og áður sagði svöruðu 72,5 prósent þeirra sem svöruðu spurningunni á þann hátt að Sigríður ætti að segja af sér. 27,5 prósent taldi að hún ætti að sitja áfram.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks skera sig úr í stuðningi við Sigríði. Einungis 23 prósent Sjálfstæðismanna vilja að hún segi af sér og 44 prósent kjósenda Miðflokksins. Athygli vekur að 72 prósent kjósenda Framsóknarflokks og 92 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja afsögn Sigríðar, en flokkarnir tveir mynda ríkisstjórnina sem Sigríður situr í, ásamt Sjálfstæðisflokknum. Nær allir kjósendur Samfylkingar og Pírata eru þeirrar skoðunar að Sigríður eigi að segja af sér og 72 prósent kjósenda Flokks fólksins telja að af því eigi að verða.
Fólk með heimilistekjur yfir 1,2 milljónir króna á mánuði er ólíklegast til að vilja afsögn Sigríðar, en 64 prósent þeirra vilja að hún hætti. Sá tekjuhópur sem vill helst að hún segi af sér er sá sem er með á milli milljón og 1.119 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði, en 79 prósent þess hóps er þeirrar skoðunar.
Yngra fólk og konur vilja frekar að Sigríður segi af sér en það eldra og karlar. Mestur stuðningur við afsögn Sigríðar er á Norðurlandi (78 prósent) en minnstur á Austurlandi (65 prósent). Engin mælanlegur munur er á afstöðu fólks til málsins eftir menntun.
Braut gegn ákvæðum stjórnsýslulaga
Meginástæða þess að Sigríður er undir pressu um að segja af sér er Landsréttarmálið svokallaða. Hún ákvað að víkja frá hæfnismati dómnefndar um skipun 15 dómara í Landsrétt í lok maí 2017. Þess í stað ákvað Sigríður að tilnefna fjóra einstaklinga dómara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæfustu og þar af leiðandi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæfustu. Alþingi samþykkti þetta í byrjun júní 2017.
Þeir eru báðir starfandi lögmenn og lögðu ekki fram nein gögn sem gátu sýnt fram á fjárhagstjón vegna ákvörðunar ráðherra. Skorað var á þá fyrir dómi að leggja fram skattframtöl og þar með upplýsingar um tekjur sínar þannig að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort þeir hefðu beðið „fjártjón vegna þeirra ákvarðana dómsmálaráðherra sem um ræðir í málinu“. Hvorugur þeirra gerði slíkt og þess vegna var íslenska ríkið sýknað af viðurkenningarkröfu um fjártjón. Íslenska ríkinu var hins vegar gert að greiða þeim miskabætur.
Gætu átt háar bótakröfur
Tveir aðrir menn sem voru á lista dómnefndar yfir þá sem átti að skipa dómara höfðuðu ekki mál. Annar þeirra, Jón Höskuldsson héraðsdómari, sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og Jón hefur nú höfðað mál.
Jón krefst þess að fá bætt mismun launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Jón krefst þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Landsréttardómarar fá 1,7 milljónir króna í laun á mánuði en héraðsdómarar 1,3 milljónir króna.
Kjarninn greindi frá því 23. janúar að Eiríkur hefði einnig ákveðið að stefna ríkinu. Hann er, líkt og áður sagði, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann er fæddur árið 1977 og er því fertugur að aldri. Eiríkur á því um 27 ár eftir á vinnumarkaði miðað við hefðbundinn eftirlaunaaldur. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félags prófessora ætti Eiríkur að vera með á bilinu 659.683 til 727.572 krónur í mánaðarlaun.
Það er um einni milljón króna frá þeim mánaðarlaunum sem hann hefði haft sem dómari við Landsrétt.