Auglýsing

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fór mik­inn í morg­un­út­varpi Rásar 2 í gær­morg­un. Þar sagði hann að ástæða þess að síð­asta rík­is­stjórn hafi sprungið hafi verið garg og atgangur „út af litlu“. Hann sagði það „út í hött“ að þess sé kraf­ist að dóms­mála­ráð­herra segi af sér fyrir að hafa brotið lög. Og hann sagði að sífelldar heimt­ingar um afsagn­ir, þing­rof eða nýjar kosn­ingar „út af engu“ sé „ör­ugg­­lega sú ástæða sem stök er mesta skýr­ingin á þessu van­­trausti sem almenn­ingur ber til stjórn­­­mál­anna.“

Þetta er í takti við það sem for­maður flokks Páls, Bjarni Bene­dikts­son, sagði eftir síð­ustu þing­kosn­ing­ar. Þá ákvað hann að kenna fjöl­mið­l­um, að minnsta kosti að hluta, um hversu slæm orð­ræðan á Íslandi væri orðin vegna þess að þeir „elski skandala“.

Þessi skoðun mann­anna tveggja er nokkuð almenn í þeirra kreðsum. Að vanda­málin sem eru til staðar í íslenskum stjórn­málum séu ekki þeim að kenna sem taka ólög­legar ákvarð­an­ir, koma sér í stans­lausa hags­muna­á­rekstra, sýna af sér leynd­ar­hyggju með því að standa í vegi fyrir aðgengi almenn­ings að rétt­mætum upp­lýs­ingum sem skipta hann máli eða hegða sér á hátt sem mjög auð­velt er að skil­greina með rökum sem mis­notkun á valdi.

Ég er ekki vanda­mál­ið, þú ert vanda­málið

Það séu hin­ir, þeir sem bendi á vanda­mál­in, sem beri sök­ina. Fjöl­miðlar sem upp­lýsa og sýna póli­tískt aðhald með lög­legum og eðli­legum frétta­flutn­ingi af ákvörð­unum og hegðun þeirra sem fara með valdið í sam­fé­lag­inu.

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn fyrir að skilja ekki hvernig sam­spil við­skipta, stjórn­mála og valds eigi að virka og sætta sig ekki við það.

Allir sem telja að það sé eðli­legt að athöfnum fylgi afleið­ingar og að stjórn­mála­menn eigi að axla póli­tíska ábyrgð þegar þeir verða upp­vísir að því að fremja stór­kost­leg afglöp í stjórn­sýslu­at­höfnum sín­um.

Auglýsing
Þetta þykir fjar­stæðu­kennt. Líkt og Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í Kast­ljós­inu í gær, þar sem hann ræddi póli­tíska ábyrgð Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra á Lands­rétt­ar­mál­inu, þá er „ábyrgð henn­ar[...]auð­vitað sú að hún ber ábyrgð á þeim ákvörð­unum sem hún tek­ur.“ Þar með er ábyrgð­inni lokið og án afleið­inga.

Hið eðli­lega „garg“

Það er fjar­stæðu­kennt að kalla það „garg“, „póli­tískan hávaða“ eða „skrípa­leik“ að það sé verið að fara betur ofan í þá ákvörðun dóms­mála­ráð­herra að skipa dóm­ara í Lands­rétt með ólög­mætum hætti, og þá ákvörðun Alþingis að sam­þykkja þá ólög­mætu aðgerð þrátt fyrir að hver sér­fræð­ing­ur­inn á fætur öðrum hafi varað sér­stak­lega við því að dóm­ara­skip­anin stæð­ist ekki stjórn­sýslu­lög.

Afleið­ing­arnar af hinni ólög­mætu aðgerð ráð­herr­ans eru marg­þætt­ar. Í fyrsta lagi hafa þær dregið úr trausti á stjórn­mál, þar sem dóms­mála­ráð­herra setti ekki fram fag­leg rök fyrir því að fjar­lægja fjóra menn sem dóm­nefnd taldi á meðal 15 hæfustu, og setja fjóra aðra sem nefndin taldi ekki jafn hæfa í stað­inn. Það þýðir ein­fald­lega að um ger­ræð­is­lega ákvörðun var að ræða.

Í öðru lagi hefur ákvörðun ráð­herr­ans dregið úr trausti á hið nýja milli­dóms­stig, Lands­rétt. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er til að mynda fyr­ir­liggj­andi að í nán­ustu fram­tíð verður reynt á lög­mæti úrskurða rétt­ar­ins í ljósi þess að hann var skip­aður með ólög­mætum hætti.

Í þriðja lagi mun ákvörðun dóms­mála­ráð­herra kosta íslenska skatt­greið­endur mjög háar upp­hæð­ir. Tveir þeirra sem teknir voru af lista dóm­nefndar hafa ákveðið að stefna íslenska rík­inu og krefj­ast skaða­bóta. Aug­ljóst er að þeir geta sýnt fram á fjár­tjón, sem hleypur á tugum millj­óna króna hið minnsta.

Þegar allt ofan­greint er talið saman er ekki sér­stak­lega mál­efna­legt að kalla það „garg“ eða „skrípa­leik“ að það eigi sér stað ítar­leg umræða og umfjöllun um atferli ráð­herr­ans og afgreiðslu Alþingis á skipan í Lands­rétt, sem er í and­stöðu við dóm­stóla­lög. Og það er ekki hægt að kalla eftir yfir­veg­aðri umræðu til að auka traust á stjórn­mál eina stund­ina en öskra svo bara „póli­tískur hávaði“ þá næstu þegar sú skoðun er sett fram að eðli­legt sé í lýð­ræð­is­ríki að þeir sem fari með vald séu látnir axla ábyrgð þegar þeir mis­fara með það.

Traust þarf að ávinna sér

Það er ekki hægt að panta traust. Það verður að vinna fyrir því. Líkt og rakið var nýverið á þessum vett­vangi þá telja sjö af hverjum tíu Íslend­ingum að spill­ing sé til staðar í íslenskum stjórn­málum og mun fleiri Íslend­ingar telja að það sé mik­il­vægt að hafa stjórn­­­mála­teng­ingar til að kom­­ast áfram í líf­inu en þeir sem búa í nágranna­­ríkjum okk­­ar.

Þessi staða er ekki til komin vegna þess að fjöl­miðlar séu svo óskamm­feilnir og óheið­ar­leg­ir. Hún er ekki til komin vegna þess að stjórn­ar­and­staðan „garg­ar“ svo mik­ið. Nei, hún er til komin vegna þess að ákvarð­anir og athafnir ráða­manna hafa verið þess eðlis að almenn­ingur treystir því ekki að þeir séu heið­ar­leg­ir.

Þetta traust er bein­tengt við ein­stak­ling­anna sem stjórna. Svipt­ingar síð­ustu ára hafa sýnt það að þegar mjög umdeildir menn, sem legið hafa undir ámæli fyrir fyr­ir­greiðslu, sér­hags­muna­gæslu, hags­muna­á­rekstra og mis­beit­ingu valds hafa stigið úr valda­stöðum og aðrir sem eru ekki með slíkan far­angur sest í þeirra stað þá hefur traust almenn­ings rokið upp. Þegar umdeildur og póli­tískur for­seti sem setið hafði í 20 ár lét af emb­ætti og nýr, að allt öðru meiði, tók við emb­ætt­inu jókst ánægja með störf for­seta um 20 pró­sentu­stig. Þegar rík­is­stjórn undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dóttur tók við af rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar fór stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina á meðal almenn­ings úr um 25 pró­sent í 67 pró­sent. Við blasir að sjö af hverjum tíu lands­mönnum eru ekki að öllu leyti sam­mála Katrínu í póli­tík. Þá væri flokkur hennar með mun meira fylgi. En almenn­ingur virð­ist treysta því að hún sé heiðarleg og ærleg. Þess vegna nær traust á henni sem leið­toga langt út fyrir Vinstri græna.

Póli­tíska menn­ingin er vanda­málið

Það er líka hægt að tapa trausti. Og það er hægt að gera það hratt. Til dæmis er hægt að gera það með því að segja mörg orð án þess að þau hafi neina sér­staka merk­ingu þegar þeim er raðað í setn­ing­ar. Það er sú aðferð sem Katrín Jak­obs­dóttir hefur notað til að takast á við Lands­rétt­ar­málið og kröfur um afsögn Sig­ríðar Á. And­er­sen.

Hún hefur sagt að það eigi að taka nið­ur­stöðu Hæsta­réttar „al­var­lega“ en ekk­ert útskýrt hvað það þýð­ir, að öðru leyti en að í þeim alvar­leika felist ekki krafa um afsögn dóms­mála­ráð­herra. Hún hefur sagt að ráð­herrar séu ekki hafnir yfir lög og að Hæsti­réttur eigi að vera endir allra þræta, án þess að gera nokkra athuga­semd við það að dóms­mála­ráð­herra situr áfram í ljósi þess að hún seg­ist ein­fald­lega vera ósam­mála dómi Hæsta­rétt­ar.

Katrín hefur sagt að það sé ekki hluti af póli­tískri menn­ingu á Íslandi að ráð­herrar segi af sér, og notað það sem rök­stuðn­ing í málsvörn sinni fyrir Sig­ríði Á. And­er­sen. En við blasir að sú póli­tíska menn­ing er nákvæm­lega vanda­málið sem dregur úr trausti á stjórn­mál. Menn­ing sem lands­menn telja að sé hlaðin spill­ingu, fyr­ir­greiðslu, hags­muna­á­rekstrum og vald­níðslu. Það er ekki til­finn­ing að svo sé, heldur sýna kann­anir það ítrek­að.

Þeir sem segja frá aðstæðum sem orka tví­mælis orsaka ekki van­traust. Það eru þeir sem skapa þær aðstæður sem eru vanda­mál­ið. Og þeir sem sýna með­virkni gagn­vart aðstæð­unum eða kjósa að þegja. Og verða þannig hluti af vanda­mál­inu, ekki lausn­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari