Það er ekki hægt að panta traust, það verður að vinna fyrir því

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skip­aði fyrir helgi starfs­hóp sem á að end­ur­heimta traust á stjórn­mál, stjórn­mála­menn og stjórn­sýslu. Hóp­ur­inn á meðal ann­ars að taka mið af starfi sem unnið hefur verið í tengslum við opin­ber heil­indi hér­­­lendis og erlend­is, til dæmis vænt­an­­legri fimmtu úttekt­­ar­­skýrslu GRECO, sem fjallar meðal ann­­ars um vernd gegn spill­ingu meðal æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds.

Með því að skipa hóp­inn er for­sæt­is­ráð­herra að bregð­ast við ber­sýni­leg­asta vanda íslenskra stjórn­mála, og lík­lega íslensks sam­fé­lags. Það ríkir full­komið van­traust á milli almenn­ings og stjórn­mála.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, fjall­aði um þetta vanda­mál við fyrstu þing­setn­ing­una sína í emb­ætti, í des­em­ber 2016. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Fleira hrundi en bankar haustið 2008. Fólki fann­st ­þingið hafa brugð­ist. Þótt margt hafi breyst til batn­aðar er ljóst að ekki hefur skap­­ast á ný það ­traust sem þarf að ríkja milli þings og þjóð­­ar. Íslend­ingar dæma alþing­is­­menn af verk­um þeirra, fram­komu og starfs­hátt­u­m.“

Auglýsing

Almenn­ingur telur stjórn­mála­menn spillta

Rann­sóknir sýna að þetta mat Guðna er rétt. Í októ­ber birti Sig­rún Ólafs­dótt­ir, pró­fessor í félags­fræði, grein á Kjarn­anum þar sem hún studd­ist við vís­inda­leg gögn og rann­sóknir til að sýna fram á hvað hinum almenna borg­ara finnst um spill­ingu í stjórn­mál­um.

Þar kom meðal ann­ars fram að árið 2003 hafi 31 pró­sent lands­manna talið að spill­ing væri frekar eða mjög útbreidd á meðal íslenska stjórn­mála­manna. Eftir hrunið rauk hlut­fall þeirra sem voru þeirrar skoð­unar upp í 77 pró­sent. Eftir að Panama­skjölin opin­ber­uðu aflands­fé­lagaum­fang íslenskra ráða­manna var hlut­fall þeirra sem töldu að spill­ing væri mikil í íslenskum stjórn­málum 78 pró­sent.

Ný mæl­ing var gerð vorið 2017, þegar ný rík­is­stjórn var nýtekin við og engin hneyksl­is­mál í umræð­unni. Þá mæld­ist hlut­fall þeirra sem töldu að spill­ing væri í íslenskum stjórn­málum 68 pró­sent. Nær öruggt má telja að það hlut­fall hafi hækkað eftir Lands­rétt­ar­málið og leynd­ar­hyggj­una í kringum aðgengi að upp­lýs­ingum um þá sem skrif­uðu með­mæli fyrir dæmda kyn­ferð­is­brota­menn sem hlotið höfðu upp­reist æru, sem á end­anum sprengdi rík­is­stjórn.

Almenn­ingur telur fyr­ir­greiðslu til staðar í stjórn­málum

Í grein Sig­rúnar var einnig vitnað til alþjóð­legra kann­ana sem sýndu að Íslend­ingar telja mun frekar að það sé mik­il­vægt að hafa stjórn­mála­teng­ingar til að kom­ast áfram í líf­inu en þeir sem búa í nágranna­ríkjum okk­ar. Þannig var helm­ingur Íslend­inga þeirrar skoð­unar sam­kvæmt alþjóð­legu við­horfskönn­un­inni árið 2009 en ein­ungis 18 pró­sent Dana. Í raun var minna bil á milli Íslend­inga og Ítala (68 pró­sent) heldur en Íslend­inga og flestra íbúa Skand­in­av­íu. Og Ítalir eru þekktir fyrir flest annað en spill­ing­ar­leysi.

Í alþjóð­legu við­horfskönn­un­inni árið 2017 töldu ein­ungis sjö pró­sent Íslend­inga að nán­ast engir stjórn­mála­menn í land­inu væru viðriðnir spill­ingu. 34 pró­sent þjóð­ar­innar töldu að margir eða nán­ast allir stjórn­mála­menn séu viðriðnir spill­ingu.

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þess flokks sem hefur stýrt Íslandi nán­ast sleitu­laust frá því að hann var stofn­að­ur, eru ólík­leg­astir til að sjá spill­ingu (18 pró­sent) í stjórn­mála­líf­inu en kjós­endur Vinstri grænna (40 pró­sent) og Pírata (48 pró­sent) voru lík­leg­astir til að telja stjórn­mála­lífið vera spillt.

Það er því hægt að slá því föstu að stór hluti íslensks almenn­ings er þeirrar skoð­unar að stjórn­mála­leg spill­ing sé vanda­mál, og hægt að draga þá ályktun að sú staða spili stóra rullu í því að ein­ungis 22 pró­sent lands­manna treystir Alþingi.

Starfs­hóp­ur­inn sem for­sæt­is­ráð­herra skip­aði hefur því ærið verk­efni fyrir hönd­um. Honum er meðal ann­ars ætlað að „yf­ir­­fara reglur um hags­muna­­skrán­ingu bæði ráð­herra og þing­­manna með hlið­­sjón af ábend­ingum og alþjóð­­legum við­mið­­um. Annar þáttur er breyt­ingar á lögum sem varða vernd upp­­­ljóstr­­ara og umbætur í umhverfi stjórn­­­sýslu og við­­skipta, meðal ann­­ars í takt við ábend­ingar alþjóða­­stofn­ana.“ Hóp­ur­inn á síðan að skila skýrslu í sept­em­ber hið síð­asta.

Þetta er allt góðra gjalda vert en það má vel velta því fyrir sér hvort þetta sé nóg.

Hvernig á að axla póli­tíska ábyrgð

Það er nefni­lega þannig að sitj­andi rík­is­stjórn hefur sýnt það í verki að það stendur ekki til að grípa til nýrra vinnu­bragða þegar kemur að því að axla póli­tíska ábyrgð. Þrátt fyrir að dóms­mála­ráð­herra hafi brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga, bakað íslenska rík­inu miska­bóta­skyldu og mögu­lega umtals­verða skaða­bóta­skyldu þá situr hún hins vegar áfram með stuðn­ingi for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Afstaða sama for­sæt­is­ráð­herra og skip­aði hóp­inn sem á að auka traust til þess hvort dóms­mála­ráð­herra eigi að segja af sér er sú að það hafi ekki verið mikið hefð fyrir slíku hér­lend­is. Í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í byrjun des­em­ber sagði Katrín að það hafi „ekki verið hluti af menn­ing­unn­i“. Eftir að Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu að dóms­mála­ráð­herra hefði brotið lög sagð­ist for­sæt­is­ráð­herra þó taka þá nið­ur­stöðu „mjög alvar­lega“.

Það verður áhuga­vert að sjá hvernig Jón Ólafs­son, pró­­fessor við Háskóla Íslands og stjórn­­­ar­­for­maður Gagn­­sæ­is, sem verður for­­maður starfs­hóps­ins sem á að auka traust á stjórn­mál og stjórn­sýslu, tekur á þessum mál­um. Í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í októ­ber síð­ast­lið­inn ræddi hann nefni­lega traust í garð stjórn­mála­manna og ástæðu þess að það hafi dal­að. Þar sagði hann að hér­lendis ríki skiln­ings­leysi á ábyrgð og eðli opin­berra emb­ætta, og að það skiln­ings­­­leysi sé bein­línis átak­an­­­legt. „Það kemur fram í því að stjórn­­­­­mála­­­menn eru hvað eftir annað að taka algjör­­­lega vit­­­lausar ákvarð­­­anir um hvernig þeir eiga að umgang­­­ast við­­­kvæm stór­­­mál og spilla þar með trausti fyrir sér og kerf­inu í heild sinni. Ég held að í mörgum til­­­­­fellum sé það ekki þannig að það sé ein­hver ann­­­ar­­­leg sjón­­­­­ar­mið að baki heldur meira þrjóska, skiln­ings­­­leysi og vilja­­­leysi til þess að vinna með sam­­­fé­lag­inu, vinna með frjálsum félaga­­­sam­­­tökum til að finna leið­­­irnar til að bæta kerf­ið.“

Geta til að líta í eigin barm

Jón hitti naglann á höf­uðið í  um­ræddu við­tali. Það eru ákvarð­anir og hegðun stjórn­mála­manna sem orsaka van­traust­ið. Hertar hags­muna­skrán­ing­ar­reglur eru nauð­syn­legar en traustið mun aldrei lag­ast fyrr en hegðun stjórn­mála­manna verð­skuldar það.

Þeir þurfa að til­einka sér getu til að líta í eigin barm þegar þeir gera mis­tök, og axla ábyrgð þegar svo ber undir með því að stíga til hlið­ar. Þá á við­kom­andi líka aft­ur­kvæmt í áhrifa­stöður síðar meir, njóti hann trausts sam­flokks­manna sinna.

­Stjórn­mála­menn og stjórn­sýslan þarf líka að opna sig upp á gátt. Leyfa ljósi að skína í öll horn og veita fjöl­miðlum og almenn­ingi allar þær upp­lýs­ingar sem þeir þurfa að fá. Aðgengið er enn mjög tak­markað og háð ger­ræð­is­legu mati stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna. Breyta þarf upp­lýs­inga­lögum þannig að þau geri þeim ekki lengur kleift að synja um aðgengi að gögnum telj­ist þau vinn­u­­gögn. Í lög­­unum segir að vinn­u­­gögn telj­ist „þau gögn sem stjórn­­völd eða lög­­að­il­­ar[...]hafa ritað eða útbúið til eigin nota við und­ir­­bún­­ing ákvörð­unar eða ann­­arra lykta máls.“ Það má því segja að flokka megi nær öll gögn sem vinn­u­­gögn vilji sá sem ber ábyrgð á ákvörð­un­inni ekki afhenda þau. 

Þetta eru stóru ákvarð­an­irnar sem þarf að taka. Að hafa sjálfs­traust og þor til að setja skil­greindar vinnu­reglur um hvernig póli­tísk ábyrgð verði öxluð og að stór­auka aðgengi fjöl­miðla og almenn­ings að upp­lýs­ing­um.

Það hefur ekki verið gert. Enn er eng­inn vilji hjá ráð­andi öflum til að axla póli­tíska ábyrgð né að gera kröfu um að sam­starfs­menn geri það. Það hefur ekki birst neinn sýni­legur vilji til að auka aðgengi að sjálf­sögðum upp­lýs­ingum sem snerta almenn­ing með beinum hætti. Þess í stað hefur van­inn verið sá að beina spjótum sínum að þeim segja frá vand­an­um, ekki þeim sem skapa hann.

Á meðan að svo er verður ekk­ert traust. Það þarf nefni­lega að ávinna sér það með hegðun og ákvörð­un­um. Traust kemur ekki að sjálfu sér með því að panta skýrslu frá starfs­hópi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari