Er spilling alls staðar? Viðhorf Íslendinga til stjórnmálamanna

Íslendingar telja stjórnmálin mun spilltari eftir Hrun heldur en fyrir það, að stjórnmálatengsl séu mikilvæg fyrir hvernig manni gengur í lífinu og verulegur hluti telur að stór hluti stjórnmálamanna tengist spillingu.

Auglýsing

Senni­lega hafa fá orð verið meira notuð í stjórn­mála­um­ræð­unni und­an­farin ára­tug en orðið spill­ing. Það má jafn­vel ganga svo langt að segja að stjórn­mála­legar og menn­ing­ar­legar afleið­ingar Hruns­ins hafi varað lengur en þær efna­hags­legu, þar sem Hrunið neyddi okk­ur, sem þjóð, til að horfast í augu við að spill­ing og stjórn­mála­sam­bönd hafa senni­lega alltaf skipt meira máli í íslensku sam­fé­lagi en flestir höfðu talið. Það sem vakti kannski helst ugg var að margir þótt­ust sjá að ákveðnir aðilar innan íslensks sam­fé­lags höfðu fengið tæki­færi til að auðg­ast af því að þeir höfðu “réttu” sam­bönd­in. Óháð þeim ein­stak­lingum sem eru við völd á hverjum tíma fela slík sam­bönd í sér þá hættu að mörk um hvað er eðli­legt að gera fyrir þá sem þú teng­ist fjöl­skyldu- og/eða vina­böndum verða óljós og því geta vaknað spurn­ingar um hvenær ein­stak­lingur er kom­inn í þá stöðu í íslensku sam­fé­lagi að slík hjálp­semi, jafn­vel þó hún sé lög­leg, telst ekki við hæfi. Þetta er mik­il­vægt þar sem upp­lifun ein­stak­linga á spill­ingu, hvort sem hún er rétt­mæt eða ekki, grefur undan lýð­ræð­inu og helstu stofn­unum sam­fé­lags­ins. Að auki er lík­legt og eðli­legt að kröfur um aukið gegn­sæi í ákvarð­ana­töku og stjórn­málum almennt verði hávær­ari. Slíkar kröfur sem og efa­semdir um lýð­ræði og spill­ingu hafi verið gegn­um­gang­andi í umræð­unni und­an­farin ára­tug og verið í sviðs­ljós­inu und­an­farnar vik­ur. Í upp­hafi voru mis­mun­andi skoð­anir um hvort eðli­legt hefði verið að for­sæt­is­ráð­herra fengi upp­lýs­ingar um bréf ­föð­ur­ síns og í fram­hald­inu hvort við­brögð hans, sem sumir köll­uðu þögg­un, væru eðli­leg. Og slíkar umræður hafa haldið áfram síð­ustu vikur og hápunkt­ur­inn var kannski lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar um mál­efni tengd Glitni og við­skiptum for­sæt­is­ráð­herra og fjöl­skyldu hans. 

Það er því lít­ill vafi á því að umræðan um spill­ingu hefur verið mikil í íslenskum fjöl­miðlum síð­ustu ár og menn skipt­ast í ólíkar fylk­ingar varð­andi eðli­leg mörk á milli við­skipta og stjórn­mála. En veru­leik­inn sem birt­ist í fjöl­miðlum end­ur­speglar ekki alltaf hvað hinum almenna borg­ara finn­st, en vís­inda­leg gögn geta fært okkur nær þeim veru­leika. Til að varpa ljósi á það eru til gögn frá Félags­vís­inda­stofnun sem upp­fylla ströng­ustu gæða­kröfur alþjóð­legra kann­ana. Hér er um að ræða: 1) Alþjóð­legu Við­horfa­könn­un­ina (ISSP) frá 2009 og 2017; 2) Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ina frá 2003, 2009 og 2017; og 3) Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar í kjöl­far Pana­ma­mót­mæl­anna 2016. Þær spurn­ingar sem þessi gögn geta svarað eru: 

Auglýsing
  1. Hefur hlut­fall Íslend­inga sem telja að stjórn­mála­menn séu spilltir auk­ist síðan fyrir Hrun?

  2. Telja Íslend­ingar spill­ingu meira vanda­mál heldur en frændur okkar á Norð­ur­lönd­un­um?

  3. Eru kjós­endur ákveð­inna flokka í kosn­ing­unum 2016 lík­legri en kjós­endur ann­arra flokka til að telja að stjórn­mála­menn séu viðriðnir spill­ing­u?  

Við­horf til spill­ingar yfir tíma og á milli landa

Mynd 1 sýnir hlut­fall Íslend­inga 2003, 2009, 2016 og 2017 sem telja að spill­ing sé frekar eða mjög útbreidd á meðal stjórn­mála­manna. Þar sjáum við að Hrunið hefur haft langvar­andi áhrif á við­horf Íslend­inga. Árið 2003 taldi innan við þriðj­ungur svar­enda að spill­ing væri frekar eða mjög útbreidd en sex árum seinna, í kjöl­far Hruns­ins, er það hlut­fall komið í 77% og er síðan örlítið hærra strax í kjöl­far Pana­ma­mót­mæl­anna 2016. Nýj­ustu mæl­ing­arnar á vor­mán­uðum 2017 sýna að eitt­hvað hefur dregið úr hlut­falli þeirra sem telja spill­ingu frekar eða mjög útbreidda, en er samt mun hærri en við sáum fyrir tæpum 15 árum. Því benda gögnin til þess að áhyggjur um spill­ingu séu mun útbreidd­ari eftir Hrun, óháð því hvort umræðan á hverjum tíma sé sér­stak­lega um spill­ingu eins og í kjöl­far Pana­ma­mót­mæl­anna eða þegar engin áber­andi umræða er um slík mál eins og á vor­mán­uðum 2017.

Mynd 1: Áætlað hundraðshlutfall svarenda sem telur spillingu meðal stjórnmálamanna „frekar“ eða „mjög“ útbreidda.Umræða á Íslandi er ekki ein­angruð heldur hluti af alþjóð­legri umræðu. Líkt og á Íslandi höfum við séð aukna umræðu í öðrum löndum um hvern­ig ­stjórn­mála­stefn­ur hafi verið not­aðar til að skapa hina ofur­ríku (oft nefndir 1%) sem hefur leitt til orð­ræðu um að ekki sé hægt að treysta stjórn­mála­mönnum sökum spill­ingar og áhrifa frá auð­vald­inu. Því er áhuga­vert að skoða hvernig við­horf Íslend­inga eru í sam­an­burði við önnur lönd, en það var skoðað í alþjóð­legu við­horfa­könn­un­inni árið 2009. Á mynd 2 má sjá við­horf á Íslandi í sam­an­burði við þau lönd sem eru næst okk­ur, Norð­ur­lönd­in, en einnig við Ítalíu sem er það Evr­ópu­land sem oft er tengt við mikla spill­ingu í stjórn­mál­um. Hér var spurt hvort að mik­il­vægt sé að hafa stjórn­mála­teng­ingar til að kom­ast áfram í líf­inu. Það sem vekur athygli er að tölu­vert mikið hærra hlut­fall Íslend­inga er sam­mála þess­ari stað­hæf­ingu en á hinum Norður­lönd­un­um, og það er í raun minna bil á milli Íslend­inga og Ítala heldur en Íslend­inga og Svía, Finna eða Dana. Þannig telur helm­ingur Íslend­inga að það sé mik­il­vægt að hafa stjórn­mála­teng­ingar til að kom­ast áfram í líf­inu, í sam­an­burði við 36% í Nor­egi, 24% í Sví­þjóð og Finn­landi og ein­ungis 18% í Dan­mörku. Í landi “spill­ing­ar­inn­ar” sem við berum okkur kannski sjaldan saman við telja 68% almenn­ings að það sé mik­il­vægt að hafa stjórn­mála­teng­ing­ar.Mynd 2: Áætlað hundraðshlutfall svarenda sem telur að það þurfi „pólitísk sambönd til að komast lengra í þjóðfélaginu“ (alþjóðleg viðhorfakönnun frá 2009-2010) 

Eru kjós­endur ákveð­inna flokka lík­legri til að sjá spill­ingu en kjós­endur ann­arra flokka?

Alþjóð­lega við­horfa­könn­unin var síð­ast lögð fyrir á vor­mán­uðum 2017 og mynd 3 sýnir hversu hátt hlut­fall Íslend­inga telur stjórn­mála­menn vera viðriðna spill­ingu. Þar sjáum við að lang­flestir Íslend­ingar sjá ein­hverja spill­ingu meðal stjórn­mála­manna og veru­legur hluti telur að hún sé mjög mik­il. Ein­ungis 7% telja nán­ast enga stjórn­mála­menn viðriðna spill­ingu, 21% telja að það séu fáein­ir, 38% nokkrir, 29% margir og 5% nán­ast all­ir. Mynd 3: „Hversu margir stjórnmálamenn á Íslandi eru viðriðnir spillingu?“ Mat svarenda í könnun frá 2017.

Á mynd 4 eru teknir saman þeir sem telja að margir eða nán­ast allir stjórn­mála­menn séu viðriðnir spill­ingu (34%) og skoðað hversu lík­legir svar­endur eru til að telja að að margir eða nán­ast allir stjórn­mála­menn séu viðriðnir spill­ingu eftir því hvaða flokk svar­endur kusu 2016. Þar kemur í ljós að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru síst lík­legir til að sjá spill­ingu (og mark­tækt síður lík­legir til að sjá hana en kjós­endur Bjartrar Fram­tíð­ar, Sam­fylk­ing­ar, Vinstri Grænna og Pírata) en kjós­endur Pírata eru lík­leg­astir til að sjá spill­ingu. Þannig eru 18% líkur á að kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks telji marga eða nán­ast alla ­stjórn­mála­menn viðriðna spill­ingu, um fjórð­ungur kjós­enda Fram­sóknar og Við­reisn­ar, 35% kjós­enda Bjartrar Fram­tíðar og Sam­fylk­ing­ar, 40% kjós­enda Vinstri Grænna og nær helm­ingur kjós­enda Pírata. Ef við bætum við þeim sem svara að nokkrir séu viðriðnir spill­ingu kemur í ljós að á bil­inu 75-88% kjós­enda Bjartrar fram­tíð­ar, Sam­fylk­ing­ar, Vinstri Grænna og Pírata telja að nokkrir, margir, eða nán­ast allir stjórn­mála­menn séu viðriðnir spill­ingu.Mynd 4: Áætlað hundraðshlutfall svarenda sem telur „flesta“ eða „nær alla“ stjórnmálamenn viðriðna spillingu, eftir því hvaða flokk þeir kusu í kosningunum árið 2016.

En hvaða máli skipta við­horf almenn­ings?

Eftir að skoða þessi gögn er aug­ljós­asta spurn­ingin kannski sú hvort að það sé raun­veru­lega svona mikil spill­ing í íslenskum stjórn­mál­um. Þó að það sé mik­il­væg spurn­ing þá geta þessi gögn ekki svarað því, þau geta ein­ungis svarað því hvernig stjórn­málin horfa við hinum almenna borg­ara. Og það er ekk­ert sér­stak­lega fal­leg mynd. Íslend­ingar telja stjórn­málin mun spillt­ari eftir Hrun heldur en fyrir það, hærra hlut­fall þeirra telur að stjórn­mála­tengsl séu mik­il­væg fyrir hvernig manni gengur í líf­inu heldur en á hinum Norð­ur­lönd­unum og veru­legur hluti telur að stór hluti stjórn­mála­manna teng­ist spill­ingu. Þetta rennir stoðum undir þá full­yrð­ingu að afleið­ingar Hruns­ins hafi jafn­vel verið meiri fyrir stjórn­málin og menn­ing­una heldur en efna­hag­inn og teng­ist umræðum um að lýð­ræðið sé í hættu. Þetta getur jafn­vel gengið svo langt að hinn almenni borg­ari upp­lifi að engu skipti hvað kosið sé, það séu allir stjórn­mála­menn hvort sem er á kafi í spill­ingu. Sam­fara þessu höfum við einnig séð minnk­andi traust til stofn­anna, þar með talið til Alþing­is. Óháð því hvort að við teljum að spill­ing sé raun­veru­leg eða ekki, þá er greini­legt að stór hluti Íslend­inga upp­lifir hana sem hluta af stjórn­mál­unum og því má segja að eitt stærsta verk­efni þeirra 63 ein­stak­linga sem setj­ast á þing í næstu viku sé að koma þannig fram í störfum sínum að hinn almenni borg­ari geti farið að trúa því aftur að stjórn­mála­menn vinni í þágu almenn­ings en ekki sér- eða eig­in­hags­muna. Þróun síð­ustu 10 ára sýnir okkur að Íslend­ingar vilja heið­ar­lega stjórn­mála­menn sem vinna í þágu alls almenn­ings. 

Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar