Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur beðið Sjúkratyggingar Íslands að bíða með að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara.
Frá þessu var greint í fréttum RÚV, en eins og greint var frá á vef Kjarnans, þá barst sjúkraþjálfurum og sérgreinalæknum bréf á dögunum, þar sem frá því var greint að rammasamningi Sjúkratrygginga yrði sagt upp, ef ekki kæmu til athugasemdir frá ráðherra.
Í frétt RÚV segir að Svandís vilji að verði gert þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir vegna samdráttar í ríkisútgjöldum. Stofnunin hefur ákveðið að verða við þeirri beiðni.
Sjúkratryggingar mátu stöðuna þannig, að fyrirsjáanlegt væri að farið yrði fram úr fjárheimildum, og því ekki annar kostur í stöðunni en að segja upp samningnum.