Ung Vinstri græn: Stuðningur við framboð Braga verði dreginn til baka

Ungliðahreyfing Vinstri grænna leggst gegn því að íslensk stjórnvöld styðji framboð Braga Guðbrandssonar í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna.

alingi-haust-2013_14405659215_o.jpg
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Ungra vinstri grænna telur „ólíð­andi“ Bragi Guð­brands­son for­stjóri Barnevernd­ar­stofu hafi verið útnefndur sem fram­boðs­efni Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Þetta kemur fram í ályktun frá ung­liða­hreyf­ingu flokks­ins, sem birt­ist á Face­book síðu henn­ar.

Í álykt­un­inni er vitnað til þess að barna­vernd­ar­nefndir hafi víða um land gagn­rýnt for­stjór­ann, meðal ann­ars fyrir að hlut­ast til í kyn­ferð­is­brota­málum og ófag­leg vinnu­brögð. „Ung vinstri græn telja ólíð­andi að Bragi Guð­brands­son for­stjóri Barna­vernd­ar­stofiu hafi verið útnefndur sem fram­boðs­efni Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Barna­rétt­ar­nefnd sam­ein­uðu þjóð­anna hefur það hlut­verk að tryggja að þjóðir fari eftir Barna­sátt­mál­anum en gagn­rýni á vinnu­brögð Braga bein­ast meðal ann­ars af því að hann sjálfur og Barna­vernd­ar­stofa færu ekki ávallt eftir Barna­sáttmálan­um. Frá því í nóv­em­ber hafa starfs­menn barna­vernd­ar­nefnda víða um land stigið fram og sagt frá and­legu ofbeldi af hálfu Braga, ófag­legum vinnu­brögðum og því að Bragi hafi hlut­ast til í kyn­ferð­is­brota­mál­u­m,“ segir í álykt­un­inni.

Auglýsing

Þá krefj­ast ung Vinstri græn þess að Ásmundur Einar Daða­son, vel­ferð­ar­ráð­herra, dragi útnefnd­inu Braga til baka. „Maður sem sak­aður er um alvar­leg brot í starfi og mis­munun í máls­með­ferð á ekki að vera full­trúi Íslands í nefnd sem þess­ari. Börn eiga alltaf að njóta vafans,“ segir í álykt­un­inni.

Síð­­ast­lið­inn föst­u­dag sam­­þykkti rík­­is­­stjórnin að sækj­­ast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barna­rétt­­ar­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Bragi Guð­brands­­son verður full­­trúi Íslands í kjöri til nefnd­­ar­inn­­ar, en í henni sitja 18 sér­­fræð­ingar og hafa þeir það hlut­verk að fylgj­­ast með Barna­sátt­­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Ásmundur Einar veitti Braga leyfi til eins árs frá starfi sínu sem for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu. „Staða Braga sem fram­­bjóð­anda Íslands er talin sterk vegna ára­tuga reynslu hans af mála­­flokknum og þátt­­töku í alþjóð­­legu sam­­starfi á þessu svið­i,“ segir í til­­kynn­ingu frá ráðu­­neyti Ásmundar Ein­­ar­s. 

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í kvöld, þá hefur Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi vel­ferð­ar­ráð­herra og þing­maður Við­reisn­ar, hvatt Ásmund Einar til að opin­bera gögn um nið­ur­stöðu rann­sóknar vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins, þar sem fjallað var um störf Braga og deilur við barna­vernd­ar­nefndir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víðar á land­inu.

Bragi er nú kom­inn í eins árs leyfi frá störfum sín­um, og mun sinna fram­boði sínu, og sér­verk­efnum fyrir ráð­herra. Í til­­kynn­ing­unni er jafn­­framt tekið fram, að sam­hliða und­ir­­bún­­ingi vegna fram­­boðs síns muni Bragi sinna afmörk­uðum verk­efnum í vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­inu sem snúa að „til­­teknum áherslu­­málum ráð­herra í mál­efnum barna sam­­kvæmt samn­ingi þar að lút­­and­i.“ 

Segir í til­­kynn­ing­unni að þar sé einkum horft til þess að „tryggja börnum og fjöl­­skyldum þeirra sem skjótasta íhlutun og stuðla að heild­­stæðri nálgun og sam­­fellu þjón­ust­unnar þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjöl­­skyldna hverju sinn­i,“ segir í til­­kynn­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent