Frádráttur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem nýtist nýsköpunarfyrirtækjum, hefur hækkað um rúmlega tvo milljarða frá því árið 2011.
Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar.
Samkvæmt svarinu var frádráttur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar 635 milljónir króna árið 2011 en var í fyrra 2.659 milljónir í fyrra, eða meira en tveimur milljörðum hærri en sex árum fyrra.
Auglýsing
Frádráttur hækkaði mikið milli áranna 2016 og 2017, en á árinu 2016 nam hann 1.575 milljónum.
Samkvæmt svari Bjarna er gert ráð fyrir að frádrátturinn fari yfir þrjá milljarða á árinu 2020.