Hægt að bæta áhættudreifingu með dreifingu iðgjalda á fleiri sjóði

Fjallað hefur verið ítarlega um stöðu lífeyriskerfisins í Vísbendingu að undanförnu, og heldur sú umfjöllun áfram í útgáfunni sem fer til áskrifenda á morgun.

gylfimagg_15127298022_o.jpg
Auglýsing

Hægt er að bæta áhættudreifingu í sjóðsöfnunarkerfi  lífeyrissjóðakerfisins með því að dreifa iðgjöldum og þar með lífeyrisréttindum hvers launþega á fleiri en einn sjóð. Þetta gæti haft mikla kosti í för með sér. 

Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, í ítarlegri grein í Vísbendingu, sem kemur til áskrifenda á morgun. 

Gylfi hefur fjallað í tveimur ítarlegum greinum í Vísbendingu um stöðu lífeyriskerfisins, á undanförnum vikum og mánuðum, og er þetta þriðja greinin í röðinni.

Auglýsing

Í grein sinni fjallar Gylfi um stöðu lífeyrissjóðanna, og misjafna ávöxtun þeirra. „Misgóð ávöxtun sjóða og þar með misháar lífeyrisgreiðslur hefur jafnframt áhrif á gegnumstreymiskerfið sem rekið er samhliða sjóðsöfnunarkerfinu vegna þeirrar tekjutengingar sem beitt er í því kerfi. Lágar lífeyrisgreiðslur vegna lélegrar ávöxtunar kalla að öðru jöfnu á hærri greiðslur úr gegnumstreymiskerfinu. Í því felst vitaskuld einhver áhættuvörn fyrir lífeyrisþega og áhætta fyrir ríkissjóð, þ.e. skattgreiðendur. Áhættuvörnin er þó mjög takmörkuð vegna þess hve veikburða gegnumstreymisstoðin er í lífeyriskerfi landsmanna. Tiltölulega einfalt væri, frá sjónarhóli hagfræðinnar, að ná fram miklu betri áhættudreifingu í sjóðsöfnunarkerfinu án þess að því þyrfti að fylgja neinn kostnaður sem máli skiptir. Því væri hægt að ná fram með því að dreifa iðgjöldum og þar með lífeyrisréttindum hvers launþega á fleiri en einn sjóð. Því myndu fylgja miklir kostir. Gallarnir, og það sem væntanlega myndi helst standa í vegi fyrir að hrinda slíkri breytingu í framkvæmd, er að hún myndi kalla á nokkra uppstokkun á kjarasamningum og jafnvel tengslum verkalýðshreyfingar við lífeyrissjóði. Auk þess þyrfti eitthvað að breyta utanumhaldi, tölvukerfum og slíku en kostnaður við það yrði þó vart umtalsverður í samanburði við umsvif kerfisins. Breytingin væri hins vegar ótvírætt almennt til hagsbóta fyrir launþega, félagsmenn verkalýðsfélaganna,“ segir Gylfi meðal annars í greininni.

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent