Alma Dagbjört nýr landlæknir

Fyrsta konan í Íslandssögunni til að verða landlæknir.

Alma Dagbjört Möller Mynd: Heilbrigðisráðuneytið
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur skipað Ölmu Dag­björtu Möller nýjan land­lækni frá 1. apríl næst­kom­andi. Alma verður fyrst kvenna til að gegna þessu emb­ætti hér á landi. Umsækj­endur um stöð­una voru sex og var Alma önnur tveggja sem lög­skipuð hæfn­is­nefnd mat hæf­asta.

Alma er með sér­fræði­við­ur­kenn­ingu og dokt­ors­gráðu í svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­ing­um, meist­ara­próf í stjórnun heil­brigð­is­þjón­ustu og lýð­heilsu og sér­fræði­við­ur­kenn­ingu í heil­brigð­is­stjórn­un, að því er segir í til­kynn­ingu. Hún hefur frá árinu 2014 verið fram­kvæmda­stjóri aðgerða­sviðs Land­spít­ala háskóla­sjúkra­húss og um ára­bil var hún yfir­læknir á gjör­gæslu­deildum Land­spít­al­ans í Foss­vogi og við Hring­braut. Á árunum 1999 – 2002 starf­aði Alma við Háskóla­sjúkra­húsið í Lundi í Sví­þjóð og gegndi þar stjórn­un­ar­störfum á svæf­inga­deild­um, auk þess að starfa sem sér­fræð­ingur á gjör­gæslu­deild barna við sjúkra­hús­ið.

„Að mati hæfn­is­nefndar upp­fyllir Alma mjög vel skil­yrði starfs­ins um lækn­is­fræði­mennt­un, þekk­ingu á sviði lýð­heilsu, kröfum um víð­tæka reynslu og menntun á sviði stjórn­unar í heil­brigð­is­þjón­ustu og reynslu af rekstri og stefnu­mót­un: „Fer­ill hennar ber vitni um metn­að, leið­toga­hæfi­leika, leikni í mann­legum sam­skiptum og færni í að koma sýn og stefnu í fram­kvæmd, oft við flóknar aðstæð­ur“ segir í mati nefnd­ar­inn­ar. Þar segir einnig að Alma sé reynslu­mik­ill og far­sæll stjórn­andi með góða inn­sýn og reynslu af rekstri. Hún leggi mikla áherslu á gæða- og örygg­is­mál og noti hug­mynda­fræði gæða­stjórn­unar í störfum sín­um. Yfir­sýn og þekk­ing hennar á heil­brigð­is­kerf­inu sé afar góð og hún hafi skýra og metn­að­ar­fulla sýn á hlut­verk og þróun Emb­ættis land­lækn­is,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Auglýsing

Skipað er í emb­ætti land­læknis sam­kvæmt lögum um land­lækni og lýð­heilsu að fengnu mati hæfn­is­nefndar sem starfar á grund­velli laga um heil­brigð­is­þjón­ustu. Skip­un­ar­tím­inn er fimm ár. Land­læknir skal hafa sér­menntun í lækn­is­fræði, þekk­ingu á sviði lýð­heilsu og víð­tæka reynslu eða menntun á sviði stjórn­un­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent